Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, fær nýtt hlutverk í haust þegar hann verður ritstjóri nýs morgunþáttar sem verður á samtengdum rásum Rásar 1 og Rásar 2. Á meðal þeirra sem munu starfa þar með Óðni er Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Bergsteinn Sigurðsson, sem stýrt hefur Morgunútvarpi Rásar 2, færir sig þá yfir í Síðdegisútvarpið og Guðrún Gunnarsdóttir flyst yfir á Rás 1.
Óðinn var fréttastjóri RÚV frá árinu 2005, eða þar til að Rakel Þorbergsdóttir var ráðin í starfið um miðjan apríl síðastliðinn. Hann hafði þá komist að samkomulagi við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra um áframhaldandi störf fyrir RÚV og sótti ekki um endurráðningu.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_31/29[/embed]