Bakherbergið: Orkustofnun á að hlusta á fólkið í bakherberginu

Jökulsá_á_Fjöllum2008-1.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu var það til umræðu á dög­unum, að Orku­stofnun hefði sett Jök­ulsá á Fjöll­u­m á meðal 23ja nýrra virkj­ana­kosta sem var sendur verk­efna­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­una. Fólkið í bak­her­berg­inu var sam­mála um að þessar hug­myndir Orku­stofn­unar væru kostu­legt rugl, meðal ann­ars vegna þess að virkj­ana­kost­irnir í Jök­ulsá á Fjöllum eru inn í þjóð­garði og að stór­brotin nátt­úra Jök­ulsár ætti ekki að vera virkj­un­ar­kost­ur. Þá var einnig á það bent að Almanna­varnir í land­inu eru í við­bragðs­stöðu vegna jarð­hrær­inga í Bárð­ar­bungu og eld­goss í Holu­hrauni, en hlaup gæti farið niður Jök­ulsá á Fjöll­um, eins og stjórn­völd hafa raunar kynnt á íbúa­fundum á mögu­legu áhrifa­svæði hlaups, sem gæti valdið stór­kost­legu tjóni og vita­skuld lagt virkj­anir í rúst, ef ein­hverjum nógu vit­lausum myndi detta það í hug að byggja virkj­anir í Jök­ulsá.

Í dag kom það í ljós að fólkið í bak­her­berg­inu hafði rétt fyrir sér en Orku­stofnun rangt fyrir sér. Stofn­unin gerði barna­leg mis­tök, þegar hún lagði Jök­ulsá á Fjöllum til sem virkj­un­ar­kost inn í Vatna­jök­uls­þjóð­garð­i. Í morgun til­kynnti Orku­stofnun að hún hafi dregið þrjá virkj­un­ar­kosti til baka, sem stofn­unin lagði fyrir verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, vegna ábend­ingar þjóð­garðsvarðar Vatna­jök­uls­þjóð­gars. Þetta eru óvirkj­aðir staðir sem í skýrslum Orku­stofn­unar hafa verið nefndir Arn­ar­dals­virkj­un, Helm­ings­virkjun og Vetr­ar­veita. Var þetta gert í kjöl­far ábend­inga frá Hjör­leifi Finns­syni þjóð­garðs­verði í fréttum RÚV . Við athugun á þessum glóru­lausu hug­mynd Orku­stofn­unar í ljós að korta­grunn­ur­inn frá Umhverf­is­stofn­un, sem Orku­stofnun byggði á, inni­hélt ekki nýj­ustu upp­lýs­ingar um breyt­ingar á mörkum Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Fólkið í bak­her­berg­inu von­ast til þess að Orku­stofnun læri af þessum mis­tök­um, detti ekki til hugar aftur að koma fram með hug­myndir um að virkja Jök­ulsá á Fjöll­um.

Auglýsing

 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None