Skilum skömminni heim

10817159986_3b12084857_b.jpg
Auglýsing

Ég hef beðið í mörg ár eftir því að umræðan um hefnd­arklám næði að klóra sig upp á yfir­borðið í íslensku sam­fé­lagi. Ég hef séð afleið­ingar þess og hvaða áhrif þess konar ofbeldi getur haft á ein­stak­ling.

Við skulum byrja á því að koma einu á hreint. Birt­ing nekt­ar­mynda án leyfis við­kom­andi er ofbeldi. Það er brot á frið­helgi einka­lífs ein­stak­lings. Að taka nekt­ar­myndir af sér og deila með ein­hverjum sem maður treystir er það hins vegar ekki. Það er kannski heimsku­legt, sumum gæti jafn­vel þótt það barna­legt, en það er ekki við­kom­andi að kenna ef ein­hver brýtur traust þeirra.

Rót vand­ansHulda Hólmkelsdóttir. Hulda Hólm­kels­dótt­ir.

Við skulum aðeins staldra við og athuga hvernig við tölum um þolendur hefnd­arkláms. Umræðan er oft­ast á þá leið að þolendur geti sjálfum sér um kennt, sem er því miður ekki óal­gengt þegar talað er um þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is. Fólk vill oft­ast stöðva mynda­tök­urnar sjálf­ar, vilja meina að það sé rót vand­ans. Sumum finnst það kannski rök­rétt en það er það ekki. Ofbeldi er aldrei, undir neinum kring­um­stæð­um, þolendum að kenna.

Auglýsing

Rót vand­ans er dreif­ing hefnd­arkláms. Fólki á að vera frjálst að mynda eða kvik­mynda kyn­líf sitt og lík­ama eins og því sýn­ist. Það er eng­inn sem getur bannað fólki það. En það er kom­inn tími til að við förum að tala um sam­þykki og ábyrgð. Að barn­ungar stúlkur séu ekki gerðar ábyrgar fyrir því að fólk brjóti á þeim, hvað þá full­orðið fólk. Það verður að eiga sér stað sam­tal milli allra í sam­fé­lag­inu. Við verðum að hætta að útskúfa fólki sem verður fyrir hefnd­arklámi, það gerir illt verra. Við verðum að hætta að skella skuld­inni á þolend­ur.

Þegar óvin­ur­inn er óstöðv­andiFræðsla um inter­netið og afleið­ingar gjörða er að sjálf­sögðu nauð­syn­leg. Í öllu upp­eldi, ekki bara upp­eldi stúlkna. Ekki segja „ekki taka mynd­ir” og sleppa því að segja „ekki dreifa mynd­um”. Það hefur ekk­ert upp á sig.

Oft er ekk­ert hægt að gera til að stöðva dreif­ingu hefnd­arkláms. Það er hinn ljóti sann­leik­ur, og raun­veru­leik­inn sem fylgir inter­net­inu. Oft reyna þolendur að leita réttar síns en kom­ast að því að óvin­ur­inn er Hydra og um leið og einn haus er hogg­inn af þá vaxa tveir í hans stað. Það sem við getum þá gert, sem sam­fé­lag í heild, er að vera til stað­ar.

Þeir sem skoða hefnd­arklám eru stór hluti af vanda­mál­inu. Ef þú skoðar nekt­ar­myndir sem birtar eru í leyf­is­leysi ert þú að valda þolendum skaða. Sama hversu gamlar mynd­irnar eru. Stundum ertu jafn­vel að skoða barnaklám. Bara eitt­hvað svona til að hafa bak­við eyrað. Ég hvet þá sem stunda það að skoða klám í sínum frí­tíma, til að ganga úr skugga um að allir aðilar séu sam­þykk­ir.

Hefnd­arklám er sam­fé­lags­mein. Það fylgir fólki alla ævi. Það er á ábyrgð okkar allra að ganga úr skugga um að fólk geti unnið úr slíku ofbeldi. Fyrsta skrefið er að hætta að kenna því um.

Skilum skömminni heim.

Höf­undur er tals­kona Ungra vinstri grænna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None