Skilum skömminni heim

10817159986_3b12084857_b.jpg
Auglýsing

Ég hef beðið í mörg ár eftir því að umræðan um hefnd­arklám næði að klóra sig upp á yfir­borðið í íslensku sam­fé­lagi. Ég hef séð afleið­ingar þess og hvaða áhrif þess konar ofbeldi getur haft á ein­stak­ling.

Við skulum byrja á því að koma einu á hreint. Birt­ing nekt­ar­mynda án leyfis við­kom­andi er ofbeldi. Það er brot á frið­helgi einka­lífs ein­stak­lings. Að taka nekt­ar­myndir af sér og deila með ein­hverjum sem maður treystir er það hins vegar ekki. Það er kannski heimsku­legt, sumum gæti jafn­vel þótt það barna­legt, en það er ekki við­kom­andi að kenna ef ein­hver brýtur traust þeirra.

Rót vand­ansHulda Hólmkelsdóttir. Hulda Hólm­kels­dótt­ir.

Við skulum aðeins staldra við og athuga hvernig við tölum um þolendur hefnd­arkláms. Umræðan er oft­ast á þá leið að þolendur geti sjálfum sér um kennt, sem er því miður ekki óal­gengt þegar talað er um þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is. Fólk vill oft­ast stöðva mynda­tök­urnar sjálf­ar, vilja meina að það sé rót vand­ans. Sumum finnst það kannski rök­rétt en það er það ekki. Ofbeldi er aldrei, undir neinum kring­um­stæð­um, þolendum að kenna.

Auglýsing

Rót vand­ans er dreif­ing hefnd­arkláms. Fólki á að vera frjálst að mynda eða kvik­mynda kyn­líf sitt og lík­ama eins og því sýn­ist. Það er eng­inn sem getur bannað fólki það. En það er kom­inn tími til að við förum að tala um sam­þykki og ábyrgð. Að barn­ungar stúlkur séu ekki gerðar ábyrgar fyrir því að fólk brjóti á þeim, hvað þá full­orðið fólk. Það verður að eiga sér stað sam­tal milli allra í sam­fé­lag­inu. Við verðum að hætta að útskúfa fólki sem verður fyrir hefnd­arklámi, það gerir illt verra. Við verðum að hætta að skella skuld­inni á þolend­ur.

Þegar óvin­ur­inn er óstöðv­andiFræðsla um inter­netið og afleið­ingar gjörða er að sjálf­sögðu nauð­syn­leg. Í öllu upp­eldi, ekki bara upp­eldi stúlkna. Ekki segja „ekki taka mynd­ir” og sleppa því að segja „ekki dreifa mynd­um”. Það hefur ekk­ert upp á sig.

Oft er ekk­ert hægt að gera til að stöðva dreif­ingu hefnd­arkláms. Það er hinn ljóti sann­leik­ur, og raun­veru­leik­inn sem fylgir inter­net­inu. Oft reyna þolendur að leita réttar síns en kom­ast að því að óvin­ur­inn er Hydra og um leið og einn haus er hogg­inn af þá vaxa tveir í hans stað. Það sem við getum þá gert, sem sam­fé­lag í heild, er að vera til stað­ar.

Þeir sem skoða hefnd­arklám eru stór hluti af vanda­mál­inu. Ef þú skoðar nekt­ar­myndir sem birtar eru í leyf­is­leysi ert þú að valda þolendum skaða. Sama hversu gamlar mynd­irnar eru. Stundum ertu jafn­vel að skoða barnaklám. Bara eitt­hvað svona til að hafa bak­við eyrað. Ég hvet þá sem stunda það að skoða klám í sínum frí­tíma, til að ganga úr skugga um að allir aðilar séu sam­þykk­ir.

Hefnd­arklám er sam­fé­lags­mein. Það fylgir fólki alla ævi. Það er á ábyrgð okkar allra að ganga úr skugga um að fólk geti unnið úr slíku ofbeldi. Fyrsta skrefið er að hætta að kenna því um.

Skilum skömminni heim.

Höf­undur er tals­kona Ungra vinstri grænna.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None