Skilum skömminni heim

10817159986_3b12084857_b.jpg
Auglýsing

Ég hef beðið í mörg ár eftir því að umræðan um hefndarklám næði að klóra sig upp á yfirborðið í íslensku samfélagi. Ég hef séð afleiðingar þess og hvaða áhrif þess konar ofbeldi getur haft á einstakling.

Við skulum byrja á því að koma einu á hreint. Birting nektarmynda án leyfis viðkomandi er ofbeldi. Það er brot á friðhelgi einkalífs einstaklings. Að taka nektarmyndir af sér og deila með einhverjum sem maður treystir er það hins vegar ekki. Það er kannski heimskulegt, sumum gæti jafnvel þótt það barnalegt, en það er ekki viðkomandi að kenna ef einhver brýtur traust þeirra.

Rót vandans


Hulda Hólmkelsdóttir. Hulda Hólmkelsdóttir.

Við skulum aðeins staldra við og athuga hvernig við tölum um þolendur hefndarkláms. Umræðan er oftast á þá leið að þolendur geti sjálfum sér um kennt, sem er því miður ekki óalgengt þegar talað er um þolendur kynferðisofbeldis. Fólk vill oftast stöðva myndatökurnar sjálfar, vilja meina að það sé rót vandans. Sumum finnst það kannski rökrétt en það er það ekki. Ofbeldi er aldrei, undir neinum kringumstæðum, þolendum að kenna.

Auglýsing

Rót vandans er dreifing hefndarkláms. Fólki á að vera frjálst að mynda eða kvikmynda kynlíf sitt og líkama eins og því sýnist. Það er enginn sem getur bannað fólki það. En það er kominn tími til að við förum að tala um samþykki og ábyrgð. Að barnungar stúlkur séu ekki gerðar ábyrgar fyrir því að fólk brjóti á þeim, hvað þá fullorðið fólk. Það verður að eiga sér stað samtal milli allra í samfélaginu. Við verðum að hætta að útskúfa fólki sem verður fyrir hefndarklámi, það gerir illt verra. Við verðum að hætta að skella skuldinni á þolendur.

Þegar óvinurinn er óstöðvandi


Fræðsla um internetið og afleiðingar gjörða er að sjálfsögðu nauðsynleg. Í öllu uppeldi, ekki bara uppeldi stúlkna. Ekki segja „ekki taka myndir” og sleppa því að segja „ekki dreifa myndum”. Það hefur ekkert upp á sig.

Oft er ekkert hægt að gera til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Það er hinn ljóti sannleikur, og raunveruleikinn sem fylgir internetinu. Oft reyna þolendur að leita réttar síns en komast að því að óvinurinn er Hydra og um leið og einn haus er hogginn af þá vaxa tveir í hans stað. Það sem við getum þá gert, sem samfélag í heild, er að vera til staðar.

Þeir sem skoða hefndarklám eru stór hluti af vandamálinu. Ef þú skoðar nektarmyndir sem birtar eru í leyfisleysi ert þú að valda þolendum skaða. Sama hversu gamlar myndirnar eru. Stundum ertu jafnvel að skoða barnaklám. Bara eitthvað svona til að hafa bakvið eyrað. Ég hvet þá sem stunda það að skoða klám í sínum frítíma, til að ganga úr skugga um að allir aðilar séu samþykkir.

Hefndarklám er samfélagsmein. Það fylgir fólki alla ævi. Það er á ábyrgð okkar allra að ganga úr skugga um að fólk geti unnið úr slíku ofbeldi. Fyrsta skrefið er að hætta að kenna því um.

Skilum skömminni heim.

Höfundur er talskona Ungra vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None