Bakherbergið: Pabbi Sigmundar Davíðs opnaði sig í símatíma

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Gunn­laugur Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, hringdi inn í síma­tíma á Útvarpi Sögu í dag. Gunn­laugur sá sig knú­inn til að hringja inn í útvarps­þátt­inn Línan laus, í umsjón Pét­urs Gunn­laugs­son­ar, til að leið­rétta rang­færslur sem hann full­yrti að fyrri hlust­andi, sem sagð­ist heita Jón, hefði haldið fram í útvarps­þætt­inum um aðkomu Gunn­laugs að Kög­un­ar­mál­inu svo­kall­aða.

Í sím­tal­inu sagði Gunn­laug­ur: „Þetta er nú það sem menn sitja upp með í litlu þjóð­fé­lagi, þegar lygar eru settar í gang, og gróa á leiti, þá fer fólk af stað í ýmsum til­gangi; annað hvort er það ekki nógu vel gefið til að skilja hlut­ina, eða það bara vill deila eða dreifa illind­um.“

Gunn­laugur kvaðst hafa þurft að sitja undir ósann­indum í tengslum við Kög­un­ar­málið svo­kall­aða í langan tíma. Hann hafi til að mynda neyðst til að höfða meið­yrða­mál vegna ásakanna sem á hann hafi verið born­ar. „Ég reyndi að leið­rétta einn pjakk, sem að bar upp á mig þessar lygar, með því að fara í meið­yrða­mál við hann. Teitur Atla­son heitir hann og er nú vara­for­maður í Neyt­enda­sam­tök­un­um.“

Auglýsing

Aðspurður um hvort Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi átt þátt í því að Gunn­laugur hætti á þingi á sínum tíma, og hvort þeir hafi verið póli­tískir mótherj­ar, svar­aði hann spurn­ing­unni neit­and­i. „Við Hall­dór áttum gott sam­starf þangað til ég kom inn í þing­ið. Er það ekki nóg svar?“

Gunn­laugur sagð­ist hafa ákveðið að hætta á þingi til að ein­beita sér betur að rekstri Kög­un­ar. „Ég sagði þá Pét­ur, að mér fynd­ist að þing­mennska, og ég ætl­aði ekk­ert að vera niðr­andi með það, myndi henta mjög mönnum og kon­um ­sem væru orðin sex­tug. Og hefðu öðl­ast svona sál­ar­ró, og gætu tekið því fagn­andi þó að hlut­irnir gengju stundum hægt fyrir sig. Núna þegar ég er orðin sex­tugur sjálfur þá er ég búin að færa þennan aldur upp í sjö­tug­t,“ sagði Gunn­laug­ur. Þá spurði þátta­stjórn­and­inn Pétur Gunn­laugs­son: „Þú vilt öld­unga­deild bara?“ „Já, ég held að það myndi henta bet­ur,“ svar­aði Gunn­laugur þá.

Þessi ummæli eru athygl­is­verð og um margt bros­leg, í ljósi þess að sonur hans, Sig­mundur Dav­íð, er yngsti for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None