Bakherbergið: Pabbi Sigmundar Davíðs opnaði sig í símatíma

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Gunn­laugur Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, hringdi inn í síma­tíma á Útvarpi Sögu í dag. Gunn­laugur sá sig knú­inn til að hringja inn í útvarps­þátt­inn Línan laus, í umsjón Pét­urs Gunn­laugs­son­ar, til að leið­rétta rang­færslur sem hann full­yrti að fyrri hlust­andi, sem sagð­ist heita Jón, hefði haldið fram í útvarps­þætt­inum um aðkomu Gunn­laugs að Kög­un­ar­mál­inu svo­kall­aða.

Í sím­tal­inu sagði Gunn­laug­ur: „Þetta er nú það sem menn sitja upp með í litlu þjóð­fé­lagi, þegar lygar eru settar í gang, og gróa á leiti, þá fer fólk af stað í ýmsum til­gangi; annað hvort er það ekki nógu vel gefið til að skilja hlut­ina, eða það bara vill deila eða dreifa illind­um.“

Gunn­laugur kvaðst hafa þurft að sitja undir ósann­indum í tengslum við Kög­un­ar­málið svo­kall­aða í langan tíma. Hann hafi til að mynda neyðst til að höfða meið­yrða­mál vegna ásakanna sem á hann hafi verið born­ar. „Ég reyndi að leið­rétta einn pjakk, sem að bar upp á mig þessar lygar, með því að fara í meið­yrða­mál við hann. Teitur Atla­son heitir hann og er nú vara­for­maður í Neyt­enda­sam­tök­un­um.“

Auglýsing

Aðspurður um hvort Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi átt þátt í því að Gunn­laugur hætti á þingi á sínum tíma, og hvort þeir hafi verið póli­tískir mótherj­ar, svar­aði hann spurn­ing­unni neit­and­i. „Við Hall­dór áttum gott sam­starf þangað til ég kom inn í þing­ið. Er það ekki nóg svar?“

Gunn­laugur sagð­ist hafa ákveðið að hætta á þingi til að ein­beita sér betur að rekstri Kög­un­ar. „Ég sagði þá Pét­ur, að mér fynd­ist að þing­mennska, og ég ætl­aði ekk­ert að vera niðr­andi með það, myndi henta mjög mönnum og kon­um ­sem væru orðin sex­tug. Og hefðu öðl­ast svona sál­ar­ró, og gætu tekið því fagn­andi þó að hlut­irnir gengju stundum hægt fyrir sig. Núna þegar ég er orðin sex­tugur sjálfur þá er ég búin að færa þennan aldur upp í sjö­tug­t,“ sagði Gunn­laug­ur. Þá spurði þátta­stjórn­and­inn Pétur Gunn­laugs­son: „Þú vilt öld­unga­deild bara?“ „Já, ég held að það myndi henta bet­ur,“ svar­aði Gunn­laugur þá.

Þessi ummæli eru athygl­is­verð og um margt bros­leg, í ljósi þess að sonur hans, Sig­mundur Dav­íð, er yngsti for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins.

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None