Bakherbergið: Ríkisstjórnin að búa til íslenskar skattaparadísir

taxhaven.gif
Auglýsing

Í september lögðu sex þingmenn Sjálfstæðisflokks fram frumvarp um afnám lágmarksútsvars. Framlagningin vakti ekki mikla athygli miðað við þá breytingu sem þessi lagabreyting mun hafa í för með sér. Kannski hafa margir hugsað sem svo að þetta sé enn eitt tilgerðarfrumvarpið sem fyrrum stuttbuxnaliðar í Sjálfstæðisflokknum leggja fram til að sanna fyrir öðrum öldnum ungliðum hversu ægilega mikið frjálshyggjufólk þeir séu, án þess þó að raunverulegar líkur séu á að frumvarpið verði að lögum. Þau rök halda þó ekki í þetta sinn, enda er afnám lágmarksútsvars sérstaklega tilgreint í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar stendur skýrum orðum að lágmarksútsvar verði afnumið.

Í bakherberginu hefur verið mikið rætt um hvað þetta myndi þýða. Eins og lögin eru í dag þurfa öll sveitarfélög að innheimta útsvar, sem er í raun lögbundinn skattur sem rennur til sveitarfélaga til að standa undir þjónustu þeirra við íbúa, sem má að lágmarki nema 12,44 prósent af launum fólks en að hámarki 14,52 prósent. Á árinu 2014 rukkuðu einungis tvö sveitarfélög á landinu lágmarksútsvar, Skorradalshreppur (58 íbúar) og Grímsnes og Grafningshreppur (422 íbúar). Í 14 sveitarfélögum er ekki lagt á hámarksútsvar en í langflestum, alls 58 sveitarfélögum, er útsvarið í botni.

Undir lok síðasta árs fóru umsagnir um frumvarpið að berast umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Alls hafa ellefu sveitarfélög skilað inn umsögn og samkvæmt þeim er ekkert þeirra sammála því að afnema lágmarksútsvar. Ljóst er að sveitarfélögin hafa miklar áhyggjur af því að breytingin muni hafa í för með sér mikið ójafnræði, sérstaklega ef reglum um jöfnunarsjóð sveitarfélaga verður ekki breytt samhliða. Þau eru þannig að stór sveitarfélög eins og til dæmis Reykjavík borga háar fjárhæðir í sjóðin sem úthlutar síðan til smærri sveitarfélaga sem hafa ekki efni á að halda úti grunnþjónustu vegna fámennis. Þannig greiða höfuðborgarbúar fyrir sína eigin grunnþjónustu og grunnþjónustu ýmissa smærri sveitarfélaga.

Auglýsing

Til viðbótar skilaði Samband íslenskra sveitarfélaga inn umsögn sem er ansi harðorð. Þar segir m.a.: „Þar sem fámenn sveitarfélög hafa miklar tekjur af álagningu fasteignaskatts gætu þær aðstæður skapast að þau gætu lækkað álagningarhlutfall útsvars verulega eða jafnvel niður í 0% ef lágmarksútsvar yrði afnumið með öllu. Það myndi skapa möguleika á innlendum skattaparadísum og tilheyrandi „gervibúsetu" með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. íbúar þessara sveitarfélaga myndu því sleppa að miklu eða öllu leyti við að greiða útsvar af launatekjum sínum óháð upphæð launa.[...]Sambandinu hafa borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum, sem öll leggjast gegn samþykkt frumvarpsins. Miðað við núverandi forsendur er því engin þörf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars og leggst sambandið eindregið gegn þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarpinu“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None