Fyrirhuguð kaup stjórnvalda á gögnum um fjármunaeign Íslendinga í skattaskjólum af huldumanni sem vill fá 150 milljónir fyrir hafa vart farið framhjá mörgum. Flestir stjórnmálamenn, þvert á flokka, virðast nú skynja almannaálitið þannig að best þyki að standa með þessum kaupum. Þeir sem eru því mótfallnir eru að minnsta kosti ekki mikið að láta í sér heyra.
Einu almennilegu mótbárurnar komu frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir sig alfarið á móti því að ríkið kaupi þýfi og Brynjari Níelssyni þingmanni sem segir saknæmt að kaupa skattagögnin. Enda eðlilegt að ræða svona mál frá öllum hliðum þar sem það er fordæmalaust og alls ekkert sjálfsagt að ein niðurstaða verði frekar en önnur.
Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Mbl.is birti til að mynda umfjöllun um málið í gær undir fyrirsögninni „Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda“.
Þar er sagt frá því að dómstóll á lægra stigi í Hollandi hafi talið endurheimt skattgreiðslna sem byggði á upplýsingum keyptum af huldumanni verið ólögmæta þar sem skattyfirvöld hafi neitað að gefa upp heimildarmann sinn.
Síðan er rætt við Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í innlendum og alþjóðlegum skattarétti við Háskóla Íslands og lögmann, sem bendir á að ekki væri ólíklegt að íslenskir dómstólar kæmust að sömu niðurstöðu. Hann bætir því við að hann telji það óforsvaranlegt að íslensk skattyfirvöld hyggist greiða viðkomandi með reiðufé án þess að vita hvort maðurinn ætli að gefa greiðsluna upp til skatts.
Athugasemdir Kristjáns Gunnars eru athyglisverðar og ljóst að hann býr yfir mikilli þekkingu á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Hann starfaði enda sem forstöðumaður skattaráðgjafar Búnaðarbankans á árunum 2000 til 2003. Þar stofnaði Kristján meðal annars félögin Otris og Ferradis, sem eru skráð á Tortóla-eyju.
Athugasemdir Kristjáns Gunnars eru athyglisverðar og ljóst að hann býr yfir mikilli þekkingu á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Hann starfaði enda sem forstöðumaður skattaráðgjafar Búnaðarbankans á árunum 2000 til 2003. Þar stofnaði Kristján meðal annars félögin Otris og Ferradis, sem eru skráð á Tortóla-eyju. Þau áttu upprunalega að leika lykilhlutverk í kaupréttarkerfi Búnaðarbankans, en enduðu síðar sem nokkurs konar „off balance sheet“ ruslakistur þar sem stjórnendur Kaupþings geymdu ónýtar eignir. Þá var Kristján Gunnar reyndar farinn úr bankanum.
Hann fylgdi mörgum öðrum stjórnendum Búnaðarbankans yfir til Landsbankans á árinu 2003 og vann þar fram yfir hrun sem forstöðumaður skattasviðs Landsbankans utan þess sem hann var forstöðumaður einkabankaþjónustu hans í eitt ár. Þar setti hann upp aflandsfélög sem voru ýmist skráð til heimilis í Panama, Tortóla eða Guernsey sem höfðu það hlutverk að halda á kauprétti starfsmanna bankans. Öll félögin, sem voru átta talsins, lutu stjórn helstu stjórnenda Landsbankans. Í skýrslutökum yfir Kristjáni Gunnari hjá rannsóknarnefnd Alþingis kemur þetta glögglega fram. Þar lýsir hann því „að fyrir aðalfund Landsbankans 9. febrúar 2007 hefði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri farið þess leit við sig að safna saman umboðum frá stjórnum erlendu fjárhagsfélaganna sem héldu samanlagt 13,2% eignarhluta í bankanum og fara með atkvæðarétt félaganna fundinum og þá einkum til að leggja starfskjarastefnu bankans lið.
Samkvæmt Kristjáni Gunnari var þetta gert og sagðist hann í samræmi við það hafa farið með atkvæðarétt félaganna fundinum skv. umboði og greitt atkvæði fundinum." Því kom Kristján fram sem næst stærsti hluthafi bankans aðalfundi hans og greiddi atkvæði í krafti þess eignarhluta takt við vilja stjórnenda bankans.
Þegar upplýst var um það að Kristján Gunnar hafi farið með umsjón aflandsfélaga sem skrásett væru á Tortola sagði Indriði Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, að sér fyndist „þetta bera merki þess að þarna sé verið að sniðganga skattinn“.
Til að styðjast ekki við eina skoðun talaði mbl.is einnig við Bernhard Bogason, annan sérfræðing í skattarétti. Hann komst að sömu niðurstöðu og Kristján Gunnar. Bernhard var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs FL Group á árunum 2006 til 2009.
Í bakhergberginu er því velt fyrir sér hvort lesendur hafi ekki átt rétt á að fá að vita um þessa reynslu álitsgjafanna tveggja.