Bakherbergið: Sérfræðingur í aflandsfélögum veitir sérfræðiálit

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­huguð kaup stjórn­valda á gögnum um fjár­muna­eign Íslend­inga í skatta­skjólum af huldu­manni sem vill fá 150 millj­ónir fyrir hafa vart farið fram­hjá mörg­um. Flestir stjórn­mála­menn, þvert á flokka, virð­ast nú skynja almanna­á­litið þannig að best þyki að standa með þessum kaup­um. Þeir sem eru því mót­fallnir eru að minnsta kosti ekki mikið að láta í sér heyra.

Einu almenni­legu mót­bár­urnar komu frá Heimdalli, félagi ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, sem sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem félagið lýsir sig alfarið á móti því að ríkið kaupi þýfi og Brynj­ari Níels­syni þing­manni sem segir sak­næmt að kaupa skatta­gögnin. Enda eðli­legt að ræða svona mál frá öllum hliðum þar sem það er for­dæma­laust og alls ekk­ert sjálf­sagt að ein nið­ur­staða verði frekar en önn­ur.

Fjöl­miðlar hafa fjallað mikið um mál­ið. Mbl.is birti til að mynda umfjöllun um málið í gær undir fyr­ir­sögn­inni „Tvö­falt sið­gæði skatt­yf­ir­valda“.

Auglýsing

Þar er sagt frá því að dóm­stóll á lægra stigi í Hollandi hafi talið end­ur­heimt skatt­greiðslna sem byggði á upp­lýs­ingum keyptum af huldu­manni verið ólög­mæta þar sem skatt­yf­ir­völd hafi neitað að gefa upp heim­ild­ar­mann sinn.

Síðan er rætt við Krist­ján Gunnar Valdi­mars­son, lektor í inn­lendum og alþjóð­legum skatta­rétti við Háskóla Íslands og lög­mann, sem bendir á að ekki væri ólík­legt að íslenskir dóm­stólar kæmust að sömu nið­ur­stöðu. Hann bætir því við að hann telji það ófor­svar­an­legt að íslensk skatt­yf­ir­völd hygg­ist greiða við­kom­andi með reiðufé án þess að vita hvort mað­ur­inn ætli að gefa greiðsl­una upp til skatts.

­At­huga­semdir Krist­jáns Gunn­ars eru athygl­is­verðar og ljóst að hann býr yfir mik­illi þekk­ingu á sviði alþjóð­legs skatta­rétt­ar. Hann starf­aði enda sem for­stöðu­maður skatta­ráð­gjafar Bún­að­ar­bank­ans á árunum 2000 til 2003. Þar stofn­aði Krist­ján meðal ann­ars félögin Otris og Ferra­d­is, sem eru skráð á Tortóla-eyju.

Athuga­semdir Krist­jáns Gunn­ars eru athygl­is­verðar og ljóst að hann býr yfir mik­illi þekk­ingu á sviði alþjóð­legs skatta­rétt­ar. Hann starf­aði enda sem for­stöðu­maður skatta­ráð­gjafar Bún­að­ar­bank­ans á árunum 2000 til 2003. Þar stofn­aði Krist­ján meðal ann­ars félögin Otris og Ferra­d­is, sem eru skráð á Tortóla-eyju. Þau áttu upp­runa­lega að leika lyk­il­hlut­verk í kaup­rétt­ar­kerfi Bún­að­ar­bank­ans, en end­uðu síðar sem nokk­urs konar „off balance sheet“ ruslakistur þar sem stjórn­endur Kaup­þings geymdu ónýtar eign­ir. Þá var Krist­ján Gunnar reyndar far­inn úr bank­an­um.

Hann fylgdi mörgum öðrum stjórn­endum Bún­að­ar­bank­ans yfir til Lands­bank­ans á árinu 2003 og vann þar fram yfir hrun sem for­stöðu­maður skatta­sviðs Lands­bank­ans utan þess sem hann var ­for­stöðu­maður einka­banka­þjón­ustu hans í eitt ár. Þar setti hann upp aflands­fé­lög sem voru ýmist skráð til heim­ilis í Pana­ma, Tortóla eða Guernsey sem höfðu það hlut­verk að halda á kaup­rétti starfs­manna bank­ans. Öll félög­in, sem voru átta tals­ins, lutu stjórn helstu stjórn­enda Lands­bank­ans. Í skýrslu­tökum yfir Krist­jáni Gunn­ari hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþingis kemur þetta glögg­lega fram. Þar lýsir hann því „að fyrir aðal­fund Lands­bank­ans 9. febr­úar 2007 hefði Sig­ur­jón Þ. Árna­son banka­stjóri farið þess leit við sig að safna saman umboðum frá stjórnum erlendu fjár­hags­fé­lag­anna sem héldu sam­an­lagt 13,2% eign­ar­hluta í bank­anum og fara með atkvæða­rétt félag­anna fund­inum og þá einkum til að leggja starfs­kjara­stefnu bank­ans lið.

Sam­kvæmt Krist­jáni Gunn­ari var þetta gert og sagð­ist hann í sam­ræmi við það hafa farið með atkvæða­rétt félag­anna fund­inum skv. umboði og greitt atkvæði fund­in­um." Því kom Krist­ján fram sem næst stærsti hlut­hafi bank­ans aðal­fundi hans og greiddi atkvæði í krafti þess eign­ar­hluta takt við vilja stjórn­enda bank­ans.

Þegar upp­lýst var um það að Krist­ján Gunnar hafi farið með umsjón aflands­fé­laga sem skrá­sett væru á Tor­tola sagði Ind­riði Þor­láks­son, fyrrum rík­is­skatt­stjóri, að sér fynd­ist „þetta bera merki þess að þarna sé verið að snið­ganga skatt­inn“.

Til að styðj­ast ekki við eina skoðun tal­aði mbl.is einnig við Bern­hard Boga­son, annan sér­fræð­ing í skatta­rétti. Hann komst að sömu nið­ur­stöðu og Krist­ján Gunn­ar. Bern­hard var fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group á árunum 2006 til 2009.

Í bak­hergberg­inu er því velt fyrir sér hvort les­endur hafi ekki átt rétt á að fá að vita um þessa reynslu álits­gjaf­anna tveggja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None