Bakherbergið: Sigmundur Davíð, þjóðin, hatrið og heimilin

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Það eru fáir jafn lagnir við að setja sam­fé­lagið á hlið­ina með yfir­lýs­ingum sínum og for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Í gær birt­ist við­tal við hann á mbl.is með fyr­ir­sögn­inni „Þjóðin verður að læra af leka­mál­in­u“.

Í við­tal­inu segir Sig­mundur Davíð að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hafi þurft að þola mikið í mál­inu, ótrú­legt hafi verið að fylgj­ast með því hvað komið hefði verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart henni og ætt­ingjum hennar og að harkan í umræð­unni um leka­málið sé afleið­ing af hat­ursum­ræðu eft­ir­hrunsár­anna. Af þessu þurfi þjóðin að læra. Hún þurfi að hata minna.

Í bak­her­bergj­unum hafa menn og konur klórað sér fast í hausnum yfir þessum ummælum og að hverjum þau bein­ast. Bein­ast þau að fjöl­miðl­unum sem hafa fjallað um lek­ann og þann for­dæma­lausa þrýst­ing sem ráð­herr­ann beitti til að reyna að jarða mál­ið?  Bein­ast þau að lög­regl­unni sem rann­sak­aði það með þeirri nið­ur­stöðu að aðstoð­ar­maður ráð­herr­ans var ákærður fyrir lek­ann og ráð­herr­ann sjálf­ur lík­lega upp­vís af því að segja ósatt um mál­ið? Bein­ast þau að sak­sókn­ar­anum sem ákærði í mál­inu og fékk að lokum fram játn­ingu sem leiddi til fang­els­is­dóms? Eða bein­ast þau að þeim tug­þús­undum Íslend­inga sem hafa tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum eða öðrum vett­vangi vegna þess að þeim ofbauð óheið­ar­leik­inn og vald­níðslan sem allt leka­málið opin­ber­aði?

Auglýsing

Hver er þjóðin sem á að læra af leka­mál­inu? Er hún kannski allir þeir sem eru ósam­mála for­sæt­is­ráð­herr­an­um, mis­skilja hann reglu­lega og nenna ekki að vera hressir yfir því hversu dásam­lega fram­sókn­ar­grænt grasið hinum megin við hrunið er að reyn­ast vera?

Kannski er þjóðin sá hluti Íslend­inga sem flokk­ast ekki til „heim­il­anna í land­in­u“, sem Sig­mundur Davíð og fylg­is­menn hans hafa verið svo áfram um að gefa pen­inga úr rík­is­sjóði. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu Leið­rétt­ing­ar­innar eru heim­ilin í land­inu um 28 pró­sent lands­manna. Kannski er þjóðin sem þarf að læra hin 72 pró­sentin sem fengu ekk­ert?

En kannski þarf for­sæt­is­ráð­herr­ann okkar bara að fara að tala skýrar þegar hann tjáir sig um menn og mál­efni. Eða gefa út orð­skýr­inga­hefti til að útskýra fram­úr­stefnu­lega hug­taka­notkun sína.

Því þegar ein­hver hefur verið mis­skil­inn nán­ast í hvert sinn sem við­kom­andi opnar munn­inn í rúm­lega eitt og hálft ár þá liggur vanda­málið mögu­lega ekki í skiln­ings­leysi eða hatri þjóð­ar­innar sem á hlust­ar.

Kannski eru það nefni­lega fyrst og síð­ast stjórn­mála­menn­irnir sem þurfa að læra það af leka­mál­inu að þeir eru ekki ósnert­an­legir og lúta aðhaldi þeirrar þjóðar sem þeir sann­ar­lega til­heyra.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None