Bakherbergið: Sigmundur Davíð, þjóðin, hatrið og heimilin

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Það eru fáir jafn lagnir við að setja sam­fé­lagið á hlið­ina með yfir­lýs­ingum sínum og for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Í gær birt­ist við­tal við hann á mbl.is með fyr­ir­sögn­inni „Þjóðin verður að læra af leka­mál­in­u“.

Í við­tal­inu segir Sig­mundur Davíð að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hafi þurft að þola mikið í mál­inu, ótrú­legt hafi verið að fylgj­ast með því hvað komið hefði verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart henni og ætt­ingjum hennar og að harkan í umræð­unni um leka­málið sé afleið­ing af hat­ursum­ræðu eft­ir­hrunsár­anna. Af þessu þurfi þjóðin að læra. Hún þurfi að hata minna.

Í bak­her­bergj­unum hafa menn og konur klórað sér fast í hausnum yfir þessum ummælum og að hverjum þau bein­ast. Bein­ast þau að fjöl­miðl­unum sem hafa fjallað um lek­ann og þann for­dæma­lausa þrýst­ing sem ráð­herr­ann beitti til að reyna að jarða mál­ið?  Bein­ast þau að lög­regl­unni sem rann­sak­aði það með þeirri nið­ur­stöðu að aðstoð­ar­maður ráð­herr­ans var ákærður fyrir lek­ann og ráð­herr­ann sjálf­ur lík­lega upp­vís af því að segja ósatt um mál­ið? Bein­ast þau að sak­sókn­ar­anum sem ákærði í mál­inu og fékk að lokum fram játn­ingu sem leiddi til fang­els­is­dóms? Eða bein­ast þau að þeim tug­þús­undum Íslend­inga sem hafa tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum eða öðrum vett­vangi vegna þess að þeim ofbauð óheið­ar­leik­inn og vald­níðslan sem allt leka­málið opin­ber­aði?

Auglýsing

Hver er þjóðin sem á að læra af leka­mál­inu? Er hún kannski allir þeir sem eru ósam­mála for­sæt­is­ráð­herr­an­um, mis­skilja hann reglu­lega og nenna ekki að vera hressir yfir því hversu dásam­lega fram­sókn­ar­grænt grasið hinum megin við hrunið er að reyn­ast vera?

Kannski er þjóðin sá hluti Íslend­inga sem flokk­ast ekki til „heim­il­anna í land­in­u“, sem Sig­mundur Davíð og fylg­is­menn hans hafa verið svo áfram um að gefa pen­inga úr rík­is­sjóði. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu Leið­rétt­ing­ar­innar eru heim­ilin í land­inu um 28 pró­sent lands­manna. Kannski er þjóðin sem þarf að læra hin 72 pró­sentin sem fengu ekk­ert?

En kannski þarf for­sæt­is­ráð­herr­ann okkar bara að fara að tala skýrar þegar hann tjáir sig um menn og mál­efni. Eða gefa út orð­skýr­inga­hefti til að útskýra fram­úr­stefnu­lega hug­taka­notkun sína.

Því þegar ein­hver hefur verið mis­skil­inn nán­ast í hvert sinn sem við­kom­andi opnar munn­inn í rúm­lega eitt og hálft ár þá liggur vanda­málið mögu­lega ekki í skiln­ings­leysi eða hatri þjóð­ar­innar sem á hlust­ar.

Kannski eru það nefni­lega fyrst og síð­ast stjórn­mála­menn­irnir sem þurfa að læra það af leka­mál­inu að þeir eru ekki ósnert­an­legir og lúta aðhaldi þeirrar þjóðar sem þeir sann­ar­lega til­heyra.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None