Bakherbergið: Sigmundur Davíð, þjóðin, hatrið og heimilin

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Það eru fáir jafn lagnir við að setja sam­fé­lagið á hlið­ina með yfir­lýs­ingum sínum og for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Í gær birt­ist við­tal við hann á mbl.is með fyr­ir­sögn­inni „Þjóðin verður að læra af leka­mál­in­u“.

Í við­tal­inu segir Sig­mundur Davíð að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hafi þurft að þola mikið í mál­inu, ótrú­legt hafi verið að fylgj­ast með því hvað komið hefði verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart henni og ætt­ingjum hennar og að harkan í umræð­unni um leka­málið sé afleið­ing af hat­ursum­ræðu eft­ir­hrunsár­anna. Af þessu þurfi þjóðin að læra. Hún þurfi að hata minna.

Í bak­her­bergj­unum hafa menn og konur klórað sér fast í hausnum yfir þessum ummælum og að hverjum þau bein­ast. Bein­ast þau að fjöl­miðl­unum sem hafa fjallað um lek­ann og þann for­dæma­lausa þrýst­ing sem ráð­herr­ann beitti til að reyna að jarða mál­ið?  Bein­ast þau að lög­regl­unni sem rann­sak­aði það með þeirri nið­ur­stöðu að aðstoð­ar­maður ráð­herr­ans var ákærður fyrir lek­ann og ráð­herr­ann sjálf­ur lík­lega upp­vís af því að segja ósatt um mál­ið? Bein­ast þau að sak­sókn­ar­anum sem ákærði í mál­inu og fékk að lokum fram játn­ingu sem leiddi til fang­els­is­dóms? Eða bein­ast þau að þeim tug­þús­undum Íslend­inga sem hafa tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum eða öðrum vett­vangi vegna þess að þeim ofbauð óheið­ar­leik­inn og vald­níðslan sem allt leka­málið opin­ber­aði?

Auglýsing

Hver er þjóðin sem á að læra af leka­mál­inu? Er hún kannski allir þeir sem eru ósam­mála for­sæt­is­ráð­herr­an­um, mis­skilja hann reglu­lega og nenna ekki að vera hressir yfir því hversu dásam­lega fram­sókn­ar­grænt grasið hinum megin við hrunið er að reyn­ast vera?

Kannski er þjóðin sá hluti Íslend­inga sem flokk­ast ekki til „heim­il­anna í land­in­u“, sem Sig­mundur Davíð og fylg­is­menn hans hafa verið svo áfram um að gefa pen­inga úr rík­is­sjóði. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu Leið­rétt­ing­ar­innar eru heim­ilin í land­inu um 28 pró­sent lands­manna. Kannski er þjóðin sem þarf að læra hin 72 pró­sentin sem fengu ekk­ert?

En kannski þarf for­sæt­is­ráð­herr­ann okkar bara að fara að tala skýrar þegar hann tjáir sig um menn og mál­efni. Eða gefa út orð­skýr­inga­hefti til að útskýra fram­úr­stefnu­lega hug­taka­notkun sína.

Því þegar ein­hver hefur verið mis­skil­inn nán­ast í hvert sinn sem við­kom­andi opnar munn­inn í rúm­lega eitt og hálft ár þá liggur vanda­málið mögu­lega ekki í skiln­ings­leysi eða hatri þjóð­ar­innar sem á hlust­ar.

Kannski eru það nefni­lega fyrst og síð­ast stjórn­mála­menn­irnir sem þurfa að læra það af leka­mál­inu að þeir eru ekki ósnert­an­legir og lúta aðhaldi þeirrar þjóðar sem þeir sann­ar­lega til­heyra.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None