Bakherbergið: Sigurður G. og fréttadólgarnir

15003113329-3d9263f7fd-z.jpg
Auglýsing

Greint var frá því fyrr í kvöld að lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son væri orð­inn einn eig­enda Pressunn­ar, sem nýverið keypti um 70 pró­sent hlut í DV. Sig­urður hafði reyndar verið lyk­il­maður í þeirri fléttu sem leiddi til yfir­töku hóps undir for­ystu Þor­steins Guðna­sonar á DV fyrr í ár. Hann hefur því aug­ljós­lega haft mik­inn áhuga á DV um tíma.

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að sá áhugi hafi líka opin­ber­ast með öðrum hætti. Sig­urður hefur nefni­lega verið lög­maður ýmissa aðila sem stefnt hafa DV vegna frétta­flutn­ings blaðs­ins af málum þeirra. Í jan­úar 2013 stefndi hann til að mynda Inga Frey Vil­hjálms­syni rit­stjórn­ar­full­trúa og blað­inu fyrir hat­ursá­róður gagn­vart Bakka­var­ar­bræðr­unum Lýði og Ágústi Guð­munds­son­um. Ástæðan var leið­ari sem Ingi Freyr hafði skrifað um arð­greiðslur til félaga í þeirra eigu fyrir hrun. ­Sýknað var í mál­inu.

Mán­uði áður hafði Sig­urður skrifað blogg­færslu á Press­an.is, vef sem hann á nú hlut í, um Inga Frey, með fyr­ir­sögn­inni„Frétta­dólg­ur­inn Ingi Freyr!". Í færslu ­sem Sig­urð­ur­ ­skrif­aði á sama vett­vangi í haust skrif­aði hann um „rann­sókn­ar­blaða­mann­inn og gagn­sæis gutt­ann" Inga Frey.

Auglýsing

Sig­urður sótti einnig mál sem Björn Leifs­son og Haf­dís Jóns­dótt­ir, í World Class, höfð­uðu snemma á árinu 2014 fyrir það sem þau köll­uðu lang­vinna atlögu blaðs­ins DV og vefs­ins dv.is að æru og frið­helgi einka­lífs þeirra.

Það liggur því fyrir að ­Sig­urður er ekki vin­sæll á meðal magra starfs­manna DV, og þeir ugg­laust ekki vin­sælir hjá hon­um. Það kom ber­sýni­lega í ljós á starfs­manna­fundi sem haldin var snemma í sept­em­ber, eftir að Sig­urður hafði ítrekað verið yfir­lýs­ingar um DV í fjöl­miðlum og síðar mætt á stjórn­ar­fund með kúreka­hatt, sam­bæri­legan ein­kenn­is­klæðn­aði fyrrum rit­stjór­ans Reynis Trausta­son­ar, og glott­andi út að eyr­um. Starfs­fólki fannst Sig­urður ekki hafa hagað sér með mik­illi reisn og kvart­aði mikið yfir hon­um.

Hall­grímur Thor­steins­son, þá nýráð­inn rit­stjóri DV, sagði m.a. á fund­inum að Sig­urður hefði hagað sér­„­fá­rán­lega".

Í bak­her­berg­inu bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Sig­urði muni lynda við allt þetta fólk nú þegar það er komið í vinnu hjá hon­um.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None