Bakherbergið: Sigurður G. og fréttadólgarnir

15003113329-3d9263f7fd-z.jpg
Auglýsing

Greint var frá því fyrr í kvöld að lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son væri orð­inn einn eig­enda Pressunn­ar, sem nýverið keypti um 70 pró­sent hlut í DV. Sig­urður hafði reyndar verið lyk­il­maður í þeirri fléttu sem leiddi til yfir­töku hóps undir for­ystu Þor­steins Guðna­sonar á DV fyrr í ár. Hann hefur því aug­ljós­lega haft mik­inn áhuga á DV um tíma.

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að sá áhugi hafi líka opin­ber­ast með öðrum hætti. Sig­urður hefur nefni­lega verið lög­maður ýmissa aðila sem stefnt hafa DV vegna frétta­flutn­ings blaðs­ins af málum þeirra. Í jan­úar 2013 stefndi hann til að mynda Inga Frey Vil­hjálms­syni rit­stjórn­ar­full­trúa og blað­inu fyrir hat­ursá­róður gagn­vart Bakka­var­ar­bræðr­unum Lýði og Ágústi Guð­munds­son­um. Ástæðan var leið­ari sem Ingi Freyr hafði skrifað um arð­greiðslur til félaga í þeirra eigu fyrir hrun. ­Sýknað var í mál­inu.

Mán­uði áður hafði Sig­urður skrifað blogg­færslu á Press­an.is, vef sem hann á nú hlut í, um Inga Frey, með fyr­ir­sögn­inni„Frétta­dólg­ur­inn Ingi Freyr!". Í færslu ­sem Sig­urð­ur­ ­skrif­aði á sama vett­vangi í haust skrif­aði hann um „rann­sókn­ar­blaða­mann­inn og gagn­sæis gutt­ann" Inga Frey.

Auglýsing

Sig­urður sótti einnig mál sem Björn Leifs­son og Haf­dís Jóns­dótt­ir, í World Class, höfð­uðu snemma á árinu 2014 fyrir það sem þau köll­uðu lang­vinna atlögu blaðs­ins DV og vefs­ins dv.is að æru og frið­helgi einka­lífs þeirra.

Það liggur því fyrir að ­Sig­urður er ekki vin­sæll á meðal magra starfs­manna DV, og þeir ugg­laust ekki vin­sælir hjá hon­um. Það kom ber­sýni­lega í ljós á starfs­manna­fundi sem haldin var snemma í sept­em­ber, eftir að Sig­urður hafði ítrekað verið yfir­lýs­ingar um DV í fjöl­miðlum og síðar mætt á stjórn­ar­fund með kúreka­hatt, sam­bæri­legan ein­kenn­is­klæðn­aði fyrrum rit­stjór­ans Reynis Trausta­son­ar, og glott­andi út að eyr­um. Starfs­fólki fannst Sig­urður ekki hafa hagað sér með mik­illi reisn og kvart­aði mikið yfir hon­um.

Hall­grímur Thor­steins­son, þá nýráð­inn rit­stjóri DV, sagði m.a. á fund­inum að Sig­urður hefði hagað sér­„­fá­rán­lega".

Í bak­her­berg­inu bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Sig­urði muni lynda við allt þetta fólk nú þegar það er komið í vinnu hjá hon­um.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None