Bakherbergið: Sigurjón Þ., Sigurður G., Valitor og Wikileaks

sigurjon.jpg
Auglýsing

Wiki­leaks, sem lekur gögn­um, hefur farið fram á að Valitor, útgef­andi VISA á Íslandi, verði tekið til gjald­þrota­skipta vegna ógreiddrar skaða­bóta­kröfu. Sú er til komin vegna þess að Valitor lok­aði greiðslu­gátt rekstr­ar­að­ila Wiki­leaks í júlí 2011, en Hæsti­réttur dæmdi þá lokun ólög­mæta ráð­stöfun í apríl 2013.

Alls fer Wiki­leaks, og fyr­ir­tækið DataCell, sem átti að sjá um rekstur greiðslu­gátt­ar­inn­ar, fram á tíu millj­arða króna í skaða­bæt­ur. Eigið fé Valitor í lok árs 2013 var 7,5 millj­arðar króna og því ljóst að fyr­ir­tækið myndi ekki geta greitt slíka kröfu með góðu móti.

Í bak­her­berg­inu hafa ýmsir dundað sér við að rekja skemmti­leg tengsl milli per­sóna og leik­enda í mál­inu. Valitor var á þessum tíma að hluta til í eigu Lands­bank­ans. Þeim banka var árum saman stýrt af manni sem heitir Sig­ur­jón Þ. Árna­son. Sig­ur­jón hefur verið rað­á­kærður (einu sinni dæmd­ur, tvisvar sýkn­aður í hér­aði) fyrir ýmis meint brot í starfi sínu sem banka­stjóri Lands­bank­ans. Lög­maður Sig­ur­jóns í þeim málum hefur verið hinn skel­eggi Sig­urður G. Guð­jóns­son.

Auglýsing

Nú vill svo til að skaða­bótakrafa Wiki­leaks og DataCell á hendur Valitor byggir á mats­gerð sem unnin var af sér­fræð­ingi á þessu sviði. Sá sem fram­kvæmdi matið er títt­nefndur Sig­ur­jón Þ. Árna­son. Lög­maður Valitor í mál­inu, sem sagði við Frétta­blaðið í gær að krafan væri ekki studd neinum rök­um, er Sig­urður G. Guð­jóns­son.

Lítið land.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None