Bakherbergið: Sigurjón Þ., Sigurður G., Valitor og Wikileaks

sigurjon.jpg
Auglýsing

Wikileaks, sem lekur gögnum, hefur farið fram á að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu. Sú er til komin vegna þess að Valitor lokaði greiðslugátt rekstraraðila Wikileaks í júlí 2011, en Hæstiréttur dæmdi þá lokun ólögmæta ráðstöfun í apríl 2013.

Alls fer Wikileaks, og fyrirtækið DataCell, sem átti að sjá um rekstur greiðslugáttarinnar, fram á tíu milljarða króna í skaðabætur. Eigið fé Valitor í lok árs 2013 var 7,5 milljarðar króna og því ljóst að fyrirtækið myndi ekki geta greitt slíka kröfu með góðu móti.

Í bakherberginu hafa ýmsir dundað sér við að rekja skemmtileg tengsl milli persóna og leikenda í málinu. Valitor var á þessum tíma að hluta til í eigu Landsbankans. Þeim banka var árum saman stýrt af manni sem heitir Sigurjón Þ. Árnason. Sigurjón hefur verið raðákærður (einu sinni dæmdur, tvisvar sýknaður í héraði) fyrir ýmis meint brot í starfi sínu sem bankastjóri Landsbankans. Lögmaður Sigurjóns í þeim málum hefur verið hinn skeleggi Sigurður G. Guðjónsson.

Auglýsing

Nú vill svo til að skaðabótakrafa Wikileaks og DataCell á hendur Valitor byggir á matsgerð sem unnin var af sérfræðingi á þessu sviði. Sá sem framkvæmdi matið er títtnefndur Sigurjón Þ. Árnason. Lögmaður Valitor í málinu, sem sagði við Fréttablaðið í gær að krafan væri ekki studd neinum rökum, er Sigurður G. Guðjónsson.

Lítið land.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None