Bakherbergið: Sigurjón Þ., Sigurður G., Valitor og Wikileaks

sigurjon.jpg
Auglýsing

Wiki­leaks, sem lekur gögn­um, hefur farið fram á að Valitor, útgef­andi VISA á Íslandi, verði tekið til gjald­þrota­skipta vegna ógreiddrar skaða­bóta­kröfu. Sú er til komin vegna þess að Valitor lok­aði greiðslu­gátt rekstr­ar­að­ila Wiki­leaks í júlí 2011, en Hæsti­réttur dæmdi þá lokun ólög­mæta ráð­stöfun í apríl 2013.

Alls fer Wiki­leaks, og fyr­ir­tækið DataCell, sem átti að sjá um rekstur greiðslu­gátt­ar­inn­ar, fram á tíu millj­arða króna í skaða­bæt­ur. Eigið fé Valitor í lok árs 2013 var 7,5 millj­arðar króna og því ljóst að fyr­ir­tækið myndi ekki geta greitt slíka kröfu með góðu móti.

Í bak­her­berg­inu hafa ýmsir dundað sér við að rekja skemmti­leg tengsl milli per­sóna og leik­enda í mál­inu. Valitor var á þessum tíma að hluta til í eigu Lands­bank­ans. Þeim banka var árum saman stýrt af manni sem heitir Sig­ur­jón Þ. Árna­son. Sig­ur­jón hefur verið rað­á­kærður (einu sinni dæmd­ur, tvisvar sýkn­aður í hér­aði) fyrir ýmis meint brot í starfi sínu sem banka­stjóri Lands­bank­ans. Lög­maður Sig­ur­jóns í þeim málum hefur verið hinn skel­eggi Sig­urður G. Guð­jóns­son.

Auglýsing

Nú vill svo til að skaða­bótakrafa Wiki­leaks og DataCell á hendur Valitor byggir á mats­gerð sem unnin var af sér­fræð­ingi á þessu sviði. Sá sem fram­kvæmdi matið er títt­nefndur Sig­ur­jón Þ. Árna­son. Lög­maður Valitor í mál­inu, sem sagði við Frétta­blaðið í gær að krafan væri ekki studd neinum rök­um, er Sig­urður G. Guð­jóns­son.

Lítið land.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None