Í byrjun síðustu viku voru þær leiðir sem stjórnvöld hyggjast fara í haftalosun kynntar fyrir samráðsnefnd stjórnmálaflokkanna um málefnið. Þær felast, í grófum dráttum, í því að ýta aflandskrónueigendum í löng ríkisskuldabréf og setja háan útgönguskatt á alla sem vilja koma eignum sínum út úr höftunum.
Frá því að fjármagnshöftin voru sett fyrir rúmum sex árum hafa ýmsar hugmyndir verið uppi á borðum um hvernig eigi að leysa úr þessu risastóra máli. Margir eru hrifnir af því að setja þrotabú föllnu bankanna í þrot og knýja þau til borga út úr þeim í samræmi við íslensk gjaldþrotalög. Aðrir hafa viljað fara samningaleið og reyna að lenda niðurstöðu sem allir hlutaðeigandi geti sætt sig við.
Samkvæmt henni átti ríkið að kaupa bæði Íslandsbanka og Arion banka til baka á því sem kallað var svívirðilega lágu verði. Með því er átt við að greitt yrði 20-30 prósent af bókfærðu innra virði bankanna fyrir þá.
Í bakherbergjunum hefur sú leið sem unnið var að í stýrinefnd um afnám gjaldeyrishafta, sem leidd var af Katrínu Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, á fyrstu mánuðum ársins 2013 verið rifjuð upp. Samkvæmt henni átti ríkið að kaupa bæði Íslandsbanka og Arion banka til baka á því sem kallað var svívirðilega lágu verði. Með því er átt við að greitt yrði 20-30 prósent af bókfærðu innra virði bankanna fyrir þá. Heillavænlegast var talið að fá lífeyrissjóði landsins með í þetta samkomulag, þeir myndu kaupa hluta af bönkunum á móti ríkinu gegn því að þeir flyttu hluta af erlendum eignum sínum heim til að greiða fyrir þann hluta.
Í kjölfarið var hugmyndin sú að gera uppgjörssamning milli ríkisins og lífeyrissjóðanna og skipta á milli þeirra ágóðanum. Aðrar krónueignir þrotabúa Glitnis og Kaupþings áttu síðan að kaupast upp af ríkinu eftir samninga sem áttu að tryggja tugprósenta afslátt af þeim. Þeim ávinningi ætlar ríkið ekki að deila með lífeyrissjóðum eða neinum öðrum. Þegar vinstri stjórnin fór frá í maí 2013 var þessi leið enn sú sem þótti æskilegast að fara.
Aðrir aðilar voru þó farnir að setja sig í stellingar. Framtakssjóður Íslands, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða og Landsbanka Íslands, hóf að skoða möguleikann á því að kaupa íslensku bankana sumarið 2012. Unnið var að útfærslum á því hvernig það gæti orðið að veruleika í samstarfi við lífeyrissjóði, sem tækju þá beinan hlut sjálfir og óbeinan hlut í gegnum Framtakssjóðinn. Í kringum áramótin 2012-2013 freistaði MP banki og aðilar úr eigendahópi hans, einkum Skúli Mogensen, þess að setja saman hóp til að kaupa Íslandsbanka. MP-menn leituðu meðal annars til Framtakssjóðsins og eigenda hans um að koma að slíkum kaupum. Í kjölfarið áttu sér stað þreifingar við slitastjórn Glitnis um möguleg kaup og spurðust þær fljótt út í fjölmiðlum.
Ljóst var að þreifingarnar voru algjörlega á byrjunarstigi og bæði Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld gerðu slitastjórnunum í kjölfarið alveg ljóst að einstakir fjárfestar á borð við eigendur MP myndu ekki fá að „teika“ sölu bankanna.
Ljóst var að þreifingarnar voru algjörlega á byrjunarstigi og bæði Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld gerðu slitastjórnunum í kjölfarið alveg ljóst að einstakir fjárfestar á borð við eigendur MP myndu ekki fá að „teika“ sölu bankanna. Hún myndi fara fram á forsendum hins opinbera, með fjármálastöðugleika sem frumskilyrði og allur ágóði sem myndi skapast ætti að renna í ríkissjóð eða til lífeyrissjóðanna, ekki til áhættusækinna einstaklinga. MP banki og þeir eigendur hans sem ætluðu sér að taka þátt hurfu því fljótlega frá hugmyndinni.
Ekkert varð af því að hið svívirðilega tilboðið væri lagt fram. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var orðin það löskuð á þessum tíma, logandi í innanmeinum og ekki með meirihluta á þingi til að keyra áherslur sínar í gegn, að það hefði aldrei verið mögulegt. Auk þess var uppgjör þrotabúanna orðið að eldheitu kosningamáli eftir að Framsóknarflokkurinn fór að lofa miklum upphæðum úr því sem eyða ætti í að laga skuldastöðu heimilanna.
Því skorti bæði tíma og kraft til að hrinda áætluninni í framkvæmd.