Þrír útlenskir kvikmyndagerðarmenn vöktu athygli viðstaddra á Valbjarnarvellinum þegar Þróttur tók á móti KV í fyrstu deildinni í fótbolta í vikunni. Í bakherberginu er fullyrt að þremenningarnir séu hér á landi til að gera heimildarmynd um bandaríska framherjann Matt Eliason, sem leikur með Þrótti. Vistaskipti Bandaríkjamannsins, sem starfaði áður í fjármálageiranum í heimalandinu, hafa greinilega vakið athygli ytra.
Matt varð „frægur í Bandaríkjunum“ eftir að hann skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu, eftir sendingu frá Thierry Henry, í sýningarleik síðasta sumar.
Auglýsing
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/44[/embed]