Bakherbergið: Hvar á Jeremy Lowe þá að funda?

11175758203_d4c884a4f0_z.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu viku var til­kynnt að MP banki og Straumur hafi náð sam­komu­lagi um sam­runa bank­anna tveggja. Vonir stjórn­enda og hlut­hafa standa til þess að hægt verði að ljúka sam­ein­ingu þeirra á allra næstu miss­er­um.

Ljóst er að sam­run­inn er skyn­sam­legt skref enda ljóst að hag­ræð­ingar er þörf í íslenskum fjár­mála­heimi. Í bak­her­berg­inu hafa menn hins vegar dundað sér við að setja sam­run­ann í póli­tískt sam­hengi.

Þannig er mál með vexti að starfs­menn MP banka hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá sitj­andi stjórn­völd­um. Þeim þykir mikið til hæfi­leika þeirra koma og hafa þar af leið­andi ráðið þá til að sinna trún­að­ar­störfum í stærstu verk­efnum sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, var til að mynda for­maður sér­fræð­inga­hóps sem vann til­ögur um nið­ur­færslur á verð­tryggðum lán­um. Sig­urður er einn nán­asti ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs MP banka, var ráð­inn aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í nóv­em­ber og hefur verið hans helsti ráð­gjafi varð­andi skref í átt losun hafta.

Bæði Sig­urður og Bene­dikt eru í nýjum hópi á vegum stjórn­valda sem hefur það hlut­verk að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta. Í þann hóp bætt­ist nýverið Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, yfir­lög­fræð­ingur MP banka. Þá er Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka, mágur for­sæt­is­ráð­herra.

Á sama tima hefur fyr­ir­tækja­ráð­gjöf MP banka unnið fyrir slita­stjórn Glitnis um útfærslur á því hvernig hún geti klárað nauða­samn­ing sinn. Slita­stjórnin vinnur vita­skuld fyrir erlenda kröfu­hafa.

Við þá hefur Straumur fjár­fest­inga­banki líka átt náin tengsl. Bank­inn var lengi í eigu ALMC, eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem stofnað var utan um eignir gamla Straums. Það er meðal ann­ars í end­an­legri eigu nokk­urra stærstu kröfu­hafa föllnu íslensku bank­anna. ALMC seldi allan hlut sinn í Straumi í fyrra­sumar en sam­kvæmt heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins er það enn með heim­il­is­festi í Borg­ar­túni 25, á 7. hæð, þar sem Straumur fjár­fest­inga­banki er líka til húsa.

Einn helsti ráð­gjafi kröfu­hafa á Íslandi er tal­inn vera Óttar Páls­son, lög­maður á LOGOS. Hann var for­stjóri Straums í tvö ár, frá mars 2009 til mars 2011. Sjón­varps­þátt­ur­inn Eyjan greindi frá því í fyrra­sumar að Jer­emy Lowe, áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn í hópi kröfu­hafa sem oft er kall­aður „Herra Ísland“, fundi oft með ýmsum í húskynnum Straums.

Í bak­her­berg­inu tala menn því um að með sam­run­anum sé upp­á­halds­banki rík­is­stjórn­ar­innar og upp­á­halds­banki erlendu kröfu­haf­anna að renna saman í eina sæng. Kannski muni sá sam­runi flýta fyrir afnámi hafta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None