Bakherbergið: Hvar á Jeremy Lowe þá að funda?

11175758203_d4c884a4f0_z.jpg
Auglýsing

Í síðustu viku var tilkynnt að MP banki og Straumur hafi náð samkomulagi um samruna bankanna tveggja. Vonir stjórnenda og hluthafa standa til þess að hægt verði að ljúka sameiningu þeirra á allra næstu misserum.

Ljóst er að samruninn er skynsamlegt skref enda ljóst að hagræðingar er þörf í íslenskum fjármálaheimi. Í bakherberginu hafa menn hins vegar dundað sér við að setja samrunann í pólitískt samhengi.

Þannig er mál með vexti að starfsmenn MP banka hafa verið í miklu uppáhaldi hjá sitjandi stjórnvöldum. Þeim þykir mikið til hæfileika þeirra koma og hafa þar af leiðandi ráðið þá til að sinna trúnaðarstörfum í stærstu verkefnum sem ríkisstjórnin hefur ráðist í. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá MP banka, var til að mynda formaður sérfræðingahóps sem vann tilögur um niðurfærslur á verðtryggðum lánum. Sigurður er einn nánasti ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Auglýsing

Benedikt Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs MP banka, var ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra í nóvember og hefur verið hans helsti ráðgjafi varðandi skref í átt losun hafta.

Bæði Sigurður og Benedikt eru í nýjum hópi á vegum stjórnvalda sem hefur það hlutverk að hrinda í framkvæmd tillögum um losun hafta. Í þann hóp bættist nýverið Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, yfirlögfræðingur MP banka. Þá er Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, mágur forsætisráðherra.

Á sama tima hefur fyrirtækjaráðgjöf MP banka unnið fyrir slitastjórn Glitnis um útfærslur á því hvernig hún geti klárað nauðasamning sinn. Slitastjórnin vinnur vitaskuld fyrir erlenda kröfuhafa.

Við þá hefur Straumur fjárfestingabanki líka átt náin tengsl. Bankinn var lengi í eigu ALMC, eignarstýringarfyrirtækis sem stofnað var utan um eignir gamla Straums. Það er meðal annars í endanlegri eigu nokkurra stærstu kröfuhafa föllnu íslensku bankanna. ALMC seldi allan hlut sinn í Straumi í fyrrasumar en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins er það enn með heimilisfesti í Borgartúni 25, á 7. hæð, þar sem Straumur fjárfestingabanki er líka til húsa.

Einn helsti ráðgjafi kröfuhafa á Íslandi er talinn vera Óttar Pálsson, lögmaður á LOGOS. Hann var forstjóri Straums í tvö ár, frá mars 2009 til mars 2011. Sjónvarpsþátturinn Eyjan greindi frá því í fyrrasumar að Jeremy Lowe, áhrifamesti einstaklingurinn í hópi kröfuhafa sem oft er kallaður „Herra Ísland“, fundi oft með ýmsum í húskynnum Straums.

Í bakherberginu tala menn því um að með samrunanum sé uppáhaldsbanki ríkisstjórnarinnar og uppáhaldsbanki erlendu kröfuhafanna að renna saman í eina sæng. Kannski muni sá samruni flýta fyrir afnámi hafta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None