Bakherbergið: Hvar á Jeremy Lowe þá að funda?

11175758203_d4c884a4f0_z.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu viku var til­kynnt að MP banki og Straumur hafi náð sam­komu­lagi um sam­runa bank­anna tveggja. Vonir stjórn­enda og hlut­hafa standa til þess að hægt verði að ljúka sam­ein­ingu þeirra á allra næstu miss­er­um.

Ljóst er að sam­run­inn er skyn­sam­legt skref enda ljóst að hag­ræð­ingar er þörf í íslenskum fjár­mála­heimi. Í bak­her­berg­inu hafa menn hins vegar dundað sér við að setja sam­run­ann í póli­tískt sam­hengi.

Þannig er mál með vexti að starfs­menn MP banka hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá sitj­andi stjórn­völd­um. Þeim þykir mikið til hæfi­leika þeirra koma og hafa þar af leið­andi ráðið þá til að sinna trún­að­ar­störfum í stærstu verk­efnum sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, var til að mynda for­maður sér­fræð­inga­hóps sem vann til­ögur um nið­ur­færslur á verð­tryggðum lán­um. Sig­urður er einn nán­asti ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs MP banka, var ráð­inn aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í nóv­em­ber og hefur verið hans helsti ráð­gjafi varð­andi skref í átt losun hafta.

Bæði Sig­urður og Bene­dikt eru í nýjum hópi á vegum stjórn­valda sem hefur það hlut­verk að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta. Í þann hóp bætt­ist nýverið Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, yfir­lög­fræð­ingur MP banka. Þá er Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka, mágur for­sæt­is­ráð­herra.

Á sama tima hefur fyr­ir­tækja­ráð­gjöf MP banka unnið fyrir slita­stjórn Glitnis um útfærslur á því hvernig hún geti klárað nauða­samn­ing sinn. Slita­stjórnin vinnur vita­skuld fyrir erlenda kröfu­hafa.

Við þá hefur Straumur fjár­fest­inga­banki líka átt náin tengsl. Bank­inn var lengi í eigu ALMC, eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem stofnað var utan um eignir gamla Straums. Það er meðal ann­ars í end­an­legri eigu nokk­urra stærstu kröfu­hafa föllnu íslensku bank­anna. ALMC seldi allan hlut sinn í Straumi í fyrra­sumar en sam­kvæmt heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins er það enn með heim­il­is­festi í Borg­ar­túni 25, á 7. hæð, þar sem Straumur fjár­fest­inga­banki er líka til húsa.

Einn helsti ráð­gjafi kröfu­hafa á Íslandi er tal­inn vera Óttar Páls­son, lög­maður á LOGOS. Hann var for­stjóri Straums í tvö ár, frá mars 2009 til mars 2011. Sjón­varps­þátt­ur­inn Eyjan greindi frá því í fyrra­sumar að Jer­emy Lowe, áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn í hópi kröfu­hafa sem oft er kall­aður „Herra Ísland“, fundi oft með ýmsum í húskynnum Straums.

Í bak­her­berg­inu tala menn því um að með sam­run­anum sé upp­á­halds­banki rík­is­stjórn­ar­innar og upp­á­halds­banki erlendu kröfu­haf­anna að renna saman í eina sæng. Kannski muni sá sam­runi flýta fyrir afnámi hafta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None