Bakherbergið: Hvar á Jeremy Lowe þá að funda?

11175758203_d4c884a4f0_z.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu viku var til­kynnt að MP banki og Straumur hafi náð sam­komu­lagi um sam­runa bank­anna tveggja. Vonir stjórn­enda og hlut­hafa standa til þess að hægt verði að ljúka sam­ein­ingu þeirra á allra næstu miss­er­um.

Ljóst er að sam­run­inn er skyn­sam­legt skref enda ljóst að hag­ræð­ingar er þörf í íslenskum fjár­mála­heimi. Í bak­her­berg­inu hafa menn hins vegar dundað sér við að setja sam­run­ann í póli­tískt sam­hengi.

Þannig er mál með vexti að starfs­menn MP banka hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá sitj­andi stjórn­völd­um. Þeim þykir mikið til hæfi­leika þeirra koma og hafa þar af leið­andi ráðið þá til að sinna trún­að­ar­störfum í stærstu verk­efnum sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, var til að mynda for­maður sér­fræð­inga­hóps sem vann til­ögur um nið­ur­færslur á verð­tryggðum lán­um. Sig­urður er einn nán­asti ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs MP banka, var ráð­inn aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í nóv­em­ber og hefur verið hans helsti ráð­gjafi varð­andi skref í átt losun hafta.

Bæði Sig­urður og Bene­dikt eru í nýjum hópi á vegum stjórn­valda sem hefur það hlut­verk að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta. Í þann hóp bætt­ist nýverið Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, yfir­lög­fræð­ingur MP banka. Þá er Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka, mágur for­sæt­is­ráð­herra.

Á sama tima hefur fyr­ir­tækja­ráð­gjöf MP banka unnið fyrir slita­stjórn Glitnis um útfærslur á því hvernig hún geti klárað nauða­samn­ing sinn. Slita­stjórnin vinnur vita­skuld fyrir erlenda kröfu­hafa.

Við þá hefur Straumur fjár­fest­inga­banki líka átt náin tengsl. Bank­inn var lengi í eigu ALMC, eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem stofnað var utan um eignir gamla Straums. Það er meðal ann­ars í end­an­legri eigu nokk­urra stærstu kröfu­hafa föllnu íslensku bank­anna. ALMC seldi allan hlut sinn í Straumi í fyrra­sumar en sam­kvæmt heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins er það enn með heim­il­is­festi í Borg­ar­túni 25, á 7. hæð, þar sem Straumur fjár­fest­inga­banki er líka til húsa.

Einn helsti ráð­gjafi kröfu­hafa á Íslandi er tal­inn vera Óttar Páls­son, lög­maður á LOGOS. Hann var for­stjóri Straums í tvö ár, frá mars 2009 til mars 2011. Sjón­varps­þátt­ur­inn Eyjan greindi frá því í fyrra­sumar að Jer­emy Lowe, áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn í hópi kröfu­hafa sem oft er kall­aður „Herra Ísland“, fundi oft með ýmsum í húskynnum Straums.

Í bak­her­berg­inu tala menn því um að með sam­run­anum sé upp­á­halds­banki rík­is­stjórn­ar­innar og upp­á­halds­banki erlendu kröfu­haf­anna að renna saman í eina sæng. Kannski muni sá sam­runi flýta fyrir afnámi hafta.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None