Bakherbergið: Verður Sigmundur Davíð með pálmann í höndunum?

sigmundur.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er tölu­vert rætt um hið póli­tíska lands­lag eftir að nið­ur­stöð­urnar úr hinni svoköll­uðu leið­rétt­ingu voru kunn­gjörð­ar. Sér­stak­lega er það Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sem er til umræðu og þá einkum næstu leikir rík­is­stjórnar hans þegar kemur að stríði hans gegn vog­un­ar­sjóð­unum í kröfu­hafa­hópi slita­bú­anna. Hann virð­ist hafa mjög ein­beittan vilja til þess að ná í fé frá þeim. Eins ótrú­legt og það hljómar þá er það mat manna í bak­her­berg­inu að staða Sig­mundar Dav­íðs hafi styrkst nokkuð við Leka­málið svo­kall­aða. Öll spjót bein­ast nú að Sjálf­stæð­is­flokknum og hvernig hann muni leysa úr erf­iðri stöðu Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur.

Á meðan nýtur Sig­mundur Davíð þess að hafa kynnt leið­rétt­ing­una, og und­ir­býr næstu skref þegar kemur að afnámi eða rýmkun fjár­magns­hafta. Sig­mundur Davíð virð­ist vera öruggur um það að rík­is­sjóður geti komið vel út úr upp­gjöri slita­bú­anna og úrlausn­ar­efnum sem þeim tengj­ast. Það eru risaupp­hæðir sem eru í spil­un­um. Rík­is­sjóður gæti fengið mörg hund­ruð millj­arða, eða miklu minna. Allt eftir því hvernig til tekst. En svo virð­ist sem Sig­mundur Davíð sé með skýra afstöðu um að gefa kröfu­höfum og aflandskrónu­eig­endum engan for­gang þegar kemur að því að fara út úr fjár­magns­hafta­hag­kerf­inu með pen­inga og að íslenskt lagaum­hverfi sé alveg skýrt um að engin sér­með­ferð sé í boði. Ef þetta tekst vel hjá Sig­mundi Davíð og rík­is­stjórn hans, þá gæti hann staðið uppi sem mik­ill póli­tískur sig­ur­veg­ari með pálmann í hönd­unum að mati manna í bak­her­berg­inu. Miklir tímar framund­an...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Auður Jónsdóttir
Pólitískt óþol
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None