Bakherbergið: Verður Sigmundur Davíð með pálmann í höndunum?

sigmundur.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er tölu­vert rætt um hið póli­tíska lands­lag eftir að nið­ur­stöð­urnar úr hinni svoköll­uðu leið­rétt­ingu voru kunn­gjörð­ar. Sér­stak­lega er það Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sem er til umræðu og þá einkum næstu leikir rík­is­stjórnar hans þegar kemur að stríði hans gegn vog­un­ar­sjóð­unum í kröfu­hafa­hópi slita­bú­anna. Hann virð­ist hafa mjög ein­beittan vilja til þess að ná í fé frá þeim. Eins ótrú­legt og það hljómar þá er það mat manna í bak­her­berg­inu að staða Sig­mundar Dav­íðs hafi styrkst nokkuð við Leka­málið svo­kall­aða. Öll spjót bein­ast nú að Sjálf­stæð­is­flokknum og hvernig hann muni leysa úr erf­iðri stöðu Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur.

Á meðan nýtur Sig­mundur Davíð þess að hafa kynnt leið­rétt­ing­una, og und­ir­býr næstu skref þegar kemur að afnámi eða rýmkun fjár­magns­hafta. Sig­mundur Davíð virð­ist vera öruggur um það að rík­is­sjóður geti komið vel út úr upp­gjöri slita­bú­anna og úrlausn­ar­efnum sem þeim tengj­ast. Það eru risaupp­hæðir sem eru í spil­un­um. Rík­is­sjóður gæti fengið mörg hund­ruð millj­arða, eða miklu minna. Allt eftir því hvernig til tekst. En svo virð­ist sem Sig­mundur Davíð sé með skýra afstöðu um að gefa kröfu­höfum og aflandskrónu­eig­endum engan for­gang þegar kemur að því að fara út úr fjár­magns­hafta­hag­kerf­inu með pen­inga og að íslenskt lagaum­hverfi sé alveg skýrt um að engin sér­með­ferð sé í boði. Ef þetta tekst vel hjá Sig­mundi Davíð og rík­is­stjórn hans, þá gæti hann staðið uppi sem mik­ill póli­tískur sig­ur­veg­ari með pálmann í hönd­unum að mati manna í bak­her­berg­inu. Miklir tímar framund­an...

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None