Fastlega er búist við því að Framsóknarflokkurinn fái fimmta ráðherra sinn á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Flokkurinn hefur hingað til verið með fjóra á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft fimm. Líklegast þykir að eitt ráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, verði fært undan Sigurði Inga Jóhannssyni, varaformanni Framsóknarflokksins, til að gera þessa ráðherraaukningu að veruleika.
Eins og stendur eru þrjár konur ráðherrar en sex karlar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði við myndun hennar að „auðvitað væri alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast hlut kynjanna“ þótt það hafi ekki orðið raunin að þessu sinni.
Til að gera hlutina sem skemmtilegasta er því fastlega búist við að kona úr röðum Framsóknarmanna hljóti upphefðina að verða skipuð nýr ráðherra flokksins. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, væri líklegust í starfið.
Með Sigrúnu kæmi, vægast sagt, mikil reynsla inn í ríkisstjórnina. Eftir kosningarnar í fyrra varð Sigrún elsti nýliðinn til að setjast á Alþingi, en hún varð sjötug í júní síðastliðnum. Sigrún er auk þess elsti þingmaður þjóðarinnar sem stendur, níu dögum eldri en Pétur Blöndal og 47 árum eldri en Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður þjóðarinnar.
Verði Sigrún skipuð ráðherra mun hún líka verða elsti einstaklingurinn til að setjast nýr í ráðherrastól. Nái Sigrún að verða farsæl í starfi, og sitji út kjörtímabilið, gæti hún orðið elsti ráðherra lýðveldissögunnar.
Verði Sigrún skipuð ráðherra mun hún líka verða elsti einstaklingurinn til að setjast nýr í ráðherrastól. Nái Sigrún að verða farsæl í starfi, og sitji út kjörtímabilið gæti hún orðið elsti ráðherra lýðveldissögunnar. Þann heiður ber nú Gunnar Thoroddsen, sem var forsætisráðherra 72 ára. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, sat síðan sjötug í embætti frá október 2012 og fram til 22. maí 2013. Jóhanna þurfti þó ekki að bíða jafn lengi eftir ráðherraupphefðinni og Sigrún, því hún varð fyrst ráðherra árið 1987, þá 45 ára. Jóhanna varð þá þriðja konan í sögunni til að setjast á ráðherrastól, á eftir Auði Auðuns og Ragnhildi Helgadóttur. Sú fjórða bættist ekki við fyrr en síðla árs 1994, þegar Rannveig Guðmundsdóttir tók við sem félagsmálaráðherra af Jóhönnu.
Einungis einn annar ráðherra, utan Gunnars og Jóhönnu, hefur náð að verða sjötugur í embætti. Hannibal Valdimarsson, sem var félagsmála- og samgönguráðherra árið 1973. Hann hætti sjö mánuðum eftir sjötugasta afmælisdaginn.
Sigrún verður líka langelsti ráðherrann í núverandi ríkisstjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Kristján Þór Júlíusson, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigrún verður líka langelsti ráðherrann í núverandi ríkisstjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Kristján Þór Júlíusson, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Annað stórmerkilegt við skipan Sigrúnar, verði af henni, er að þá munu hjón í fyrsta sinn bæði hafa gengt ráðherraembætti á Íslandi. Eiginmaður Sigrúnar, Páll Pétursson, var félagsmálaráðherra um margra ára skeið í kringum síðustu aldarmót. Hann lét af embætti árið 2003, einungis 66 ára að aldri, og hafði þá verið ráðherra í átta ár.
Uppfært klukkan 20:58
Bakherbergismönnum og -konum yfirsást að Gunnar Thoroddsen var 72 ára þegar hann hætti sem forsætisráðherra árið 1983. Hann er því elsti einstaklingur sem setið hefur í ráðherraembætti hingað til. Texti Bakherbergisins hefur verið uppfærður samræmi við þennan sannleika. Bakherbergið biður lesendur sína auðmjúklega afsökunnar á þessari yfirsjón.