Bakherbergið: Verður Sigrún elsti ráðherra lýðveldissögunnar?

sigr.n.jpg
Auglýsing

Fast­lega er búist við því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái fimmta ráð­herra sinn á rík­is­ráðs­fundi á gaml­árs­dag. Flokk­ur­inn hefur hingað til verið með fjóra á meðan að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur haft fimm. Lík­leg­ast þykir að eitt ráðu­neyti, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, verði fært undan Sig­urði Inga Jóhanns­syni, vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, til að gera þessa ráð­herra­aukn­ingu að veru­leika.

Eins og stendur eru þrjár konur ráð­herrar en sex karl­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði við myndun hennar að „auð­vitað væri alltaf skemmti­leg­ast að hafa sem jafn­ast hlut kynj­anna“ þótt það hafi ekki orðið raunin að þessu sinni.

Til að gera hlut­ina sem skemmti­leg­asta er því fast­lega búist við að kona úr röðum Fram­sókn­ar­manna hljóti upp­hefð­ina að verða skipuð nýr ráð­herra flokks­ins. Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, væri lík­leg­ust í starf­ið.

Auglýsing

Með Sig­rúnu kæmi, væg­ast sagt, mikil reynsla inn í rík­is­stjórn­ina. Eftir kosn­ing­arnar í fyrra varð Sig­rún elsti nýlið­inn til að setj­ast á Alþingi, en hún varð sjö­tug í júní síð­ast­liðn­um. Sig­rún er auk þess elsti þing­maður þjóð­ar­innar sem stend­ur, níu dögum eldri en Pétur Blön­dal og 47 árum eldri en Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, yngsti þing­maður þjóð­ar­inn­ar.

Verði Sig­rún skipuð ráð­herra mun hún líka verða elsti ein­stak­ling­ur­inn  til að setj­ast nýr í ráð­herra­stól. Nái Sig­rún að verða far­sæl í starfi, og sitji út kjör­tíma­bil­ið, gæti hún orðið elsti ráð­herra lýð­veld­is­sög­unn­ar.

Verði Sig­rún skipuð ráð­herra mun hún líka verða elsti ein­stak­ling­ur­inn  til að setj­ast nýr í ráð­herra­stól. Nái Sig­rún að verða far­sæl í starfi, og sitji út kjör­tíma­bilið gæti hún orðið elsti ráð­herra lýð­veld­is­sög­unn­ar. Þann heiður ber nú  Gunnar Thorodd­sen, sem var for­sæt­is­ráð­herra 72 ára. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sat síðan sjö­tug í emb­ætti frá októ­ber 2012 og fram til 22. maí 2013. Jóhanna þurfti þó ekki að bíða jafn lengi eftir ráð­herraupp­hefð­inni og Sig­rún, því hún varð fyrst ráð­herra árið 1987, þá 45 ára. Jóhanna varð þá þriðja konan í sög­unni til að setj­ast á ráð­herra­stól, á eftir Auði Auð­uns og Ragn­hildi Helga­dótt­ur. Sú fjórða bætt­ist ekki við fyrr en síðla árs 1994, þegar Rann­veig Guð­munds­dóttir tók við sem félags­mála­ráð­herra af Jóhönnu.

Ein­ungis einn annar ráð­herra, utan Gunn­ars og Jóhönnu, hefur náð að verða sjö­tugur í emb­ætti. Hanni­bal Valdi­mars­son, sem var félags­mála- og sam­göngu­ráð­herra árið 1973. Hann hætti sjö mán­uðum eftir sjö­tug­asta afmæl­is­dag­inn.

­Sig­rún verður líka lang­elsti ráð­herr­ann í núver­andi rík­is­stjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sig­mundur Davíð Gunnlaugsson.

Sig­rún verður líka lang­elsti ráð­herr­ann í núver­andi rík­is­stjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Annað stór­merki­legt við skipan Sig­rún­ar, verði af henni, er að þá munu hjón í fyrsta sinn bæði hafa gengt ráð­herra­emb­ætti á Íslandi. Eig­in­maður Sig­rún­ar, Páll Pét­urs­son, var félags­mála­ráð­herra um margra ára skeið í kringum síð­ustu ald­ar­mót. Hann lét af emb­ætti árið 2003, ein­ungis 66 ára að aldri, og hafði þá verið ráð­herra í átta ár.

Upp­fært klukkan 20:58Bak­her­berg­is­mönnum og -konum yfir­s­ást að Gunnar Thorodd­sen var 72 ára þegar hann hætti sem for­sæt­is­ráð­herra árið 1983. Hann er því elsti ein­stak­lingur sem setið hefur í ráð­herra­emb­ætti hingað til. Texti Bak­her­berg­is­ins hefur verið upp­færður sam­ræmi við þennan sann­leika. Bak­her­bergið biður les­endur sína auð­mjúk­lega afsök­unnar á þess­ari yfir­sjón.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None