Bakherbergið: Verður Sigrún elsti ráðherra lýðveldissögunnar?

sigr.n.jpg
Auglýsing

Fast­lega er búist við því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái fimmta ráð­herra sinn á rík­is­ráðs­fundi á gaml­árs­dag. Flokk­ur­inn hefur hingað til verið með fjóra á meðan að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur haft fimm. Lík­leg­ast þykir að eitt ráðu­neyti, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, verði fært undan Sig­urði Inga Jóhanns­syni, vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, til að gera þessa ráð­herra­aukn­ingu að veru­leika.

Eins og stendur eru þrjár konur ráð­herrar en sex karl­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði við myndun hennar að „auð­vitað væri alltaf skemmti­leg­ast að hafa sem jafn­ast hlut kynj­anna“ þótt það hafi ekki orðið raunin að þessu sinni.

Til að gera hlut­ina sem skemmti­leg­asta er því fast­lega búist við að kona úr röðum Fram­sókn­ar­manna hljóti upp­hefð­ina að verða skipuð nýr ráð­herra flokks­ins. Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, væri lík­leg­ust í starf­ið.

Auglýsing

Með Sig­rúnu kæmi, væg­ast sagt, mikil reynsla inn í rík­is­stjórn­ina. Eftir kosn­ing­arnar í fyrra varð Sig­rún elsti nýlið­inn til að setj­ast á Alþingi, en hún varð sjö­tug í júní síð­ast­liðn­um. Sig­rún er auk þess elsti þing­maður þjóð­ar­innar sem stend­ur, níu dögum eldri en Pétur Blön­dal og 47 árum eldri en Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, yngsti þing­maður þjóð­ar­inn­ar.

Verði Sig­rún skipuð ráð­herra mun hún líka verða elsti ein­stak­ling­ur­inn  til að setj­ast nýr í ráð­herra­stól. Nái Sig­rún að verða far­sæl í starfi, og sitji út kjör­tíma­bil­ið, gæti hún orðið elsti ráð­herra lýð­veld­is­sög­unn­ar.

Verði Sig­rún skipuð ráð­herra mun hún líka verða elsti ein­stak­ling­ur­inn  til að setj­ast nýr í ráð­herra­stól. Nái Sig­rún að verða far­sæl í starfi, og sitji út kjör­tíma­bilið gæti hún orðið elsti ráð­herra lýð­veld­is­sög­unn­ar. Þann heiður ber nú  Gunnar Thorodd­sen, sem var for­sæt­is­ráð­herra 72 ára. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sat síðan sjö­tug í emb­ætti frá októ­ber 2012 og fram til 22. maí 2013. Jóhanna þurfti þó ekki að bíða jafn lengi eftir ráð­herraupp­hefð­inni og Sig­rún, því hún varð fyrst ráð­herra árið 1987, þá 45 ára. Jóhanna varð þá þriðja konan í sög­unni til að setj­ast á ráð­herra­stól, á eftir Auði Auð­uns og Ragn­hildi Helga­dótt­ur. Sú fjórða bætt­ist ekki við fyrr en síðla árs 1994, þegar Rann­veig Guð­munds­dóttir tók við sem félags­mála­ráð­herra af Jóhönnu.

Ein­ungis einn annar ráð­herra, utan Gunn­ars og Jóhönnu, hefur náð að verða sjö­tugur í emb­ætti. Hanni­bal Valdi­mars­son, sem var félags­mála- og sam­göngu­ráð­herra árið 1973. Hann hætti sjö mán­uðum eftir sjö­tug­asta afmæl­is­dag­inn.

­Sig­rún verður líka lang­elsti ráð­herr­ann í núver­andi rík­is­stjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sig­mundur Davíð Gunnlaugsson.

Sig­rún verður líka lang­elsti ráð­herr­ann í núver­andi rík­is­stjórn, þrettán árum eldri en sá sem stendur henni næst í aldri, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, og heilum 31 árum eldri en sá yngsti, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Annað stór­merki­legt við skipan Sig­rún­ar, verði af henni, er að þá munu hjón í fyrsta sinn bæði hafa gengt ráð­herra­emb­ætti á Íslandi. Eig­in­maður Sig­rún­ar, Páll Pét­urs­son, var félags­mála­ráð­herra um margra ára skeið í kringum síð­ustu ald­ar­mót. Hann lét af emb­ætti árið 2003, ein­ungis 66 ára að aldri, og hafði þá verið ráð­herra í átta ár.

Upp­fært klukkan 20:58Bak­her­berg­is­mönnum og -konum yfir­s­ást að Gunnar Thorodd­sen var 72 ára þegar hann hætti sem for­sæt­is­ráð­herra árið 1983. Hann er því elsti ein­stak­lingur sem setið hefur í ráð­herra­emb­ætti hingað til. Texti Bak­her­berg­is­ins hefur verið upp­færður sam­ræmi við þennan sann­leika. Bak­her­bergið biður les­endur sína auð­mjúk­lega afsök­unnar á þess­ari yfir­sjón.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None