Bakherbergið: Voru ekki líkur á gjaldþroti Exista?

fors----umynd.jpg
Auglýsing

Fyrirtaka fór fram í hinu svokallaða SPRON-máli í morgun, en aðalmeðferð í því á að hefjast í júní næstkomandi. Í málinu eru fyrrum sparisjóðsstjórinn og fjórir stjórnarmenn sparisjóðsins ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir að hafa misnotað aðstoðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði fjárfestingafélaginu Exista tvo milljarða króna þann 30. september 2008. Hinir ákærðu eru Guðmundur Örn Hauksson, sparisjóðsstjóri, og stjórnarmennirnir Rannveig Rist, sem er forstjóri Rio Tinto Alcan, Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, auk Ara Bergmanns Einarssonar og Jóhanns Ásgeirs Baldurs.

Við fyrirtökuna í morgun lögðu verjendur fram ýmis gögn í málinu. Í frétt á mbl.is segir að meðal gagna sem verjendur lögðu fram hafi verið sérfræðiálit á fjárhagsstöðu Exista þegar lánveitingin átti sér stað, sem að sögn verjenda sýnir fram á að gjaldþrot félagsins hafi alls ekki verið líklegt á þeim tímapunkti og ekki veruleg hætta á því að sú staða kæmi upp.

Í bakherberginu eru uppi ýmsar skoðanir á því hvort líklegt sé að sakfellt verði í málinu eða sýknað, og sitt sýnist hverjum. Flestir þar eru þó sammála um að staða Exista á þeim tíma sem lánið var veitt hafi ekki verið neitt sérlega beysin, svo vægt sé til orða tekið.

Auglýsing

Fimm dögum áður en Exista fékk lánið hafði stjórn Kaupþings, sem var stærsta eigna Existu, fellt niður persónulegar ábyrgðir allra starfsmanna sinna á lánum sem bankinn hafði veitt þeim til hlutabréfakaupa. Umfang lánanna var um 50 milljarðar króna. Stjórn Kaupþings tók ákvörðunina í ljósi þess að hlutabréfaverð bankans var að falla hratt.

Auk þess hafði Glitnir verið þjóðnýttur nokkrum dögum áður en lánið var veitt og öllum með augu og eyru ljóst að víðsjárverðir tímar voru í íslensku fjármálalífi. Töluverðar líkur voru þess vegna á því að Exista, líkt og allir aðrir stórir og skuldsettir eigendur íslenskra banka, væri að stefna í þrot á þessum tíma.

Exista endaði með því að tapa 206 milljörðum króna á árinu 2008, fara í gegnum nauðasamninga og kröfuhafar félagsins reikna einungis með að fá brot af kröfum sínum til baka. Óháð því hvort lánveitingin hafi verið ólögleg eða ekki, um það skera dómstólar, þá er tekið undir þau orð endurskoðunarnefndar SPRON frá því í janúar 2009 að lánið til Exista, í miðju íslensku bankahruni, hafi verið „óheppileg lánveiting.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None