Bakherbergið:Sigmundur Davíð með sjö ráðgjafa og aðstoðarmenn

sigmundur-3-0.png
Auglýsing

Það vakti tölu­verða athygli í byrjun des­em­ber þegar Hrannar Pét­urs­son, fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, var ráð­inn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til að móta stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins í upp­lýs­inga- og sam­skipta­mál­um. Það er nefni­lega ekki langt síðan ann­ars ein­stak­lingur var ráð­inn í sér­verk­efni á sviði upp­lýs­inga­mála hjá sama ráðu­neyti. Það gerð­ist í mars síð­ast­liðnum og sá sem var ráð­inn var Mar­grét Gísla­dótt­ir, sem hafði áður verið aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra.

Þau bæt­ast nú í hóp með Sig­urði Má Jóns­syni, fyrrum rit­stjóra Við­skipta­blaðs­ins, sem var ráð­inn sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar í byrjun sept­em­ber 2013. Upp­lýs­inga­málin hjá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra ættu því að vera í topp­mál­um.

Til við­bótar við þessa stóð upp­lýs­inga­mála­sér­fræð­inga er Sig­mundur Davíð með tvo aðstoð­ar­menn, þá Jóhannes Þór Skúla­son, sem fylgt hefur honum frá upp­hafi,  og alþing­is­mann­inn Ásmund Einar Daða­son, sem bætt­ist í hóp­inn í nóv­em­ber í fyrra og er fyrsti þing­maður þjóð­ar­innar til að vera ráð­inn aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herr­ann er líka vel hald­inn varð­andi efna­hags­ráð­gjöf. Bene­dikt Árna­son hefur starfað sem sér­legur efn­hags­ráð­gjafi hans frá 27. ágúst 2013. Þann 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var Lilja Alfreðs­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu banka­stjóra og alþjóða­sam­skipta í Seðla­banka Íslands, ráðin í tíma­bundna verk­efna­stjórn sem tengd­ist vinnu ráðu­neyt­is­ins við losun fjár­magns­hafta. Ráðn­ing Lilju, sem er dóttir Fram­sókn­ar­flokks­goð­sagn­ar­innar Alfreðs Þor­steins­son­ar, þótti nokkuð umdeild í ýmsum kreðsum, enda óvenju­legt að stjórn­mála­menn taki lyk­il­leik­menn úr Seðla­bank­anum yfir í sína póli­tísku stefnu­mótum með þessum hætti, þar sem sjálf­stæði Seðla­bank­ans á að vera tryggt í lög­um.

­Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri.

Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri. Ein­ungis tveir eru vit­an­lega titl­aðir aðstoð­ar­menn, enda heim­ila lög ein­ungis tvo slíka fyrir hvern ráð­herra. Kannski veitir ekk­ert af öllu þessu fólki á þessum víð­sjár­verðu tímum sem við lif­um.

Ekki er auð­velt að sjá hver kostn­aður skatt­greið­enda er af aðstoð­ar­manna- og ráð­gjafa­fylk­ingu Sig­mundar Dav­íðs utan þess að Ásmundur Einar tekur ekki við­bót­ar­gjald við þing­fara­kaupið fyrir að aðstoða for­mann sinn. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru sam­kvæmt lögum á sömu launum og skrif­stofu­stjórar í ráðu­neyt­um, sem í dag eru 764 þús­und krónur auk þess sem þeir fá rúm 128 þús­und krónur fyrir fasta yfir­vinnu. Heild­ar­mán­að­ar­laun hvers aðstoð­ar­manns eru því um 893 þús­und krón­ur.

Þessi mikla fjölgum aðstoð­ar­manna og ráð­gjafa spilar því ugg­laust inn í það að kostn­aður við rekstur Rík­is­stjórnar Íslands hefur farið frá því að vera 242,5 millj­ónir króna árið 2013, þegar sitj­andi stjórn tók við, í 339,6 millj­ónir króna á árinu 2015, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None