Bakherbergið:Sigmundur Davíð með sjö ráðgjafa og aðstoðarmenn

sigmundur-3-0.png
Auglýsing

Það vakti tölu­verða athygli í byrjun des­em­ber þegar Hrannar Pét­urs­son, fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, var ráð­inn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til að móta stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins í upp­lýs­inga- og sam­skipta­mál­um. Það er nefni­lega ekki langt síðan ann­ars ein­stak­lingur var ráð­inn í sér­verk­efni á sviði upp­lýs­inga­mála hjá sama ráðu­neyti. Það gerð­ist í mars síð­ast­liðnum og sá sem var ráð­inn var Mar­grét Gísla­dótt­ir, sem hafði áður verið aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra.

Þau bæt­ast nú í hóp með Sig­urði Má Jóns­syni, fyrrum rit­stjóra Við­skipta­blaðs­ins, sem var ráð­inn sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar í byrjun sept­em­ber 2013. Upp­lýs­inga­málin hjá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra ættu því að vera í topp­mál­um.

Til við­bótar við þessa stóð upp­lýs­inga­mála­sér­fræð­inga er Sig­mundur Davíð með tvo aðstoð­ar­menn, þá Jóhannes Þór Skúla­son, sem fylgt hefur honum frá upp­hafi,  og alþing­is­mann­inn Ásmund Einar Daða­son, sem bætt­ist í hóp­inn í nóv­em­ber í fyrra og er fyrsti þing­maður þjóð­ar­innar til að vera ráð­inn aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herr­ann er líka vel hald­inn varð­andi efna­hags­ráð­gjöf. Bene­dikt Árna­son hefur starfað sem sér­legur efn­hags­ráð­gjafi hans frá 27. ágúst 2013. Þann 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var Lilja Alfreðs­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu banka­stjóra og alþjóða­sam­skipta í Seðla­banka Íslands, ráðin í tíma­bundna verk­efna­stjórn sem tengd­ist vinnu ráðu­neyt­is­ins við losun fjár­magns­hafta. Ráðn­ing Lilju, sem er dóttir Fram­sókn­ar­flokks­goð­sagn­ar­innar Alfreðs Þor­steins­son­ar, þótti nokkuð umdeild í ýmsum kreðsum, enda óvenju­legt að stjórn­mála­menn taki lyk­il­leik­menn úr Seðla­bank­anum yfir í sína póli­tísku stefnu­mótum með þessum hætti, þar sem sjálf­stæði Seðla­bank­ans á að vera tryggt í lög­um.

­Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri.

Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri. Ein­ungis tveir eru vit­an­lega titl­aðir aðstoð­ar­menn, enda heim­ila lög ein­ungis tvo slíka fyrir hvern ráð­herra. Kannski veitir ekk­ert af öllu þessu fólki á þessum víð­sjár­verðu tímum sem við lif­um.

Ekki er auð­velt að sjá hver kostn­aður skatt­greið­enda er af aðstoð­ar­manna- og ráð­gjafa­fylk­ingu Sig­mundar Dav­íðs utan þess að Ásmundur Einar tekur ekki við­bót­ar­gjald við þing­fara­kaupið fyrir að aðstoða for­mann sinn. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru sam­kvæmt lögum á sömu launum og skrif­stofu­stjórar í ráðu­neyt­um, sem í dag eru 764 þús­und krónur auk þess sem þeir fá rúm 128 þús­und krónur fyrir fasta yfir­vinnu. Heild­ar­mán­að­ar­laun hvers aðstoð­ar­manns eru því um 893 þús­und krón­ur.

Þessi mikla fjölgum aðstoð­ar­manna og ráð­gjafa spilar því ugg­laust inn í það að kostn­aður við rekstur Rík­is­stjórnar Íslands hefur farið frá því að vera 242,5 millj­ónir króna árið 2013, þegar sitj­andi stjórn tók við, í 339,6 millj­ónir króna á árinu 2015, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None