Bakherbergið:Sigmundur Davíð með sjö ráðgjafa og aðstoðarmenn

sigmundur-3-0.png
Auglýsing

Það vakti tölu­verða athygli í byrjun des­em­ber þegar Hrannar Pét­urs­son, fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, var ráð­inn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til að móta stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins í upp­lýs­inga- og sam­skipta­mál­um. Það er nefni­lega ekki langt síðan ann­ars ein­stak­lingur var ráð­inn í sér­verk­efni á sviði upp­lýs­inga­mála hjá sama ráðu­neyti. Það gerð­ist í mars síð­ast­liðnum og sá sem var ráð­inn var Mar­grét Gísla­dótt­ir, sem hafði áður verið aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra.

Þau bæt­ast nú í hóp með Sig­urði Má Jóns­syni, fyrrum rit­stjóra Við­skipta­blaðs­ins, sem var ráð­inn sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar í byrjun sept­em­ber 2013. Upp­lýs­inga­málin hjá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra ættu því að vera í topp­mál­um.

Til við­bótar við þessa stóð upp­lýs­inga­mála­sér­fræð­inga er Sig­mundur Davíð með tvo aðstoð­ar­menn, þá Jóhannes Þór Skúla­son, sem fylgt hefur honum frá upp­hafi,  og alþing­is­mann­inn Ásmund Einar Daða­son, sem bætt­ist í hóp­inn í nóv­em­ber í fyrra og er fyrsti þing­maður þjóð­ar­innar til að vera ráð­inn aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herr­ann er líka vel hald­inn varð­andi efna­hags­ráð­gjöf. Bene­dikt Árna­son hefur starfað sem sér­legur efn­hags­ráð­gjafi hans frá 27. ágúst 2013. Þann 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var Lilja Alfreðs­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu banka­stjóra og alþjóða­sam­skipta í Seðla­banka Íslands, ráðin í tíma­bundna verk­efna­stjórn sem tengd­ist vinnu ráðu­neyt­is­ins við losun fjár­magns­hafta. Ráðn­ing Lilju, sem er dóttir Fram­sókn­ar­flokks­goð­sagn­ar­innar Alfreðs Þor­steins­son­ar, þótti nokkuð umdeild í ýmsum kreðsum, enda óvenju­legt að stjórn­mála­menn taki lyk­il­leik­menn úr Seðla­bank­anum yfir í sína póli­tísku stefnu­mótum með þessum hætti, þar sem sjálf­stæði Seðla­bank­ans á að vera tryggt í lög­um.

­Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri.

Sam­tals eru því sjö manns að aðstoða for­sæt­is­ráð­herr­ann í upp­lýs­inga­mál­um, efna­hags­málum og hinu almenna póli­tíska amstri. Ein­ungis tveir eru vit­an­lega titl­aðir aðstoð­ar­menn, enda heim­ila lög ein­ungis tvo slíka fyrir hvern ráð­herra. Kannski veitir ekk­ert af öllu þessu fólki á þessum víð­sjár­verðu tímum sem við lif­um.

Ekki er auð­velt að sjá hver kostn­aður skatt­greið­enda er af aðstoð­ar­manna- og ráð­gjafa­fylk­ingu Sig­mundar Dav­íðs utan þess að Ásmundur Einar tekur ekki við­bót­ar­gjald við þing­fara­kaupið fyrir að aðstoða for­mann sinn. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru sam­kvæmt lögum á sömu launum og skrif­stofu­stjórar í ráðu­neyt­um, sem í dag eru 764 þús­und krónur auk þess sem þeir fá rúm 128 þús­und krónur fyrir fasta yfir­vinnu. Heild­ar­mán­að­ar­laun hvers aðstoð­ar­manns eru því um 893 þús­und krón­ur.

Þessi mikla fjölgum aðstoð­ar­manna og ráð­gjafa spilar því ugg­laust inn í það að kostn­aður við rekstur Rík­is­stjórnar Íslands hefur farið frá því að vera 242,5 millj­ónir króna árið 2013, þegar sitj­andi stjórn tók við, í 339,6 millj­ónir króna á árinu 2015, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None