Lánleysi til þrautavara

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Ef draga ætti einn lær­dóm af þeirri fjár­málakreppu sem hófst fyrir nokkrum árum, ætti það að vera eft­ir­far­andi: Skatt­greið­endur eiga ekki að gang­ast í ábyrgð fyrir tap­rekstur fjár­mála­fyr­ir­tækja. Til­raunir standa nú enda yfir í að draga úr þess­ari ábyrgð. Alþjóða­fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðið (FS­B), sem G20 ríkin settu á lagg­irnar árið 2009, kynnti í byrjun þessa mán­aðar nýjar reglur sem eiga að tryggja að lán­veit­endur en ekki skatt­greið­endur taki á sig reikn­ing­inn þegar bankar fara í þrot. Regl­urnar fela það meðal ann­ars í sér að stórir og kerf­is­lega mik­il­vægir bankar taki til hliðar meira fjár­magn til að mæta áföll­um, í formi strang­ari eig­in­fjár­krafna og eiga að taka gildi í byrjun árs 2019.

Mark Car­ney, stjórn­ar­for­maður FSB og banka­stjóri Seðla­banka Eng­lands, hefur sagt að nýja reglu­verkið marki þátta­skil.  Rík­is­stjórnir um allan heim hafa á síð­ustu árum dælt út hund­ruðum millj­arða til að koma í veg fyrir gjald­þrot kerf­is­lega mik­il­vægra banka. Flestir eru eflaust á þeirri skoðun að nú sé mál að linni.

En hverju munu þessar reglur breyta í raun og veru? Væri ekki nær að ráð­ast að rót vand­ans og gera til­raunir til að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið frá grunni? Walter Bagehot, sem var breskur blaða­maður og smíð­aði kenn­ing­una um hlut­verk seðla­banka sem lán­veit­anda til þraut­ar­vara, hélt því fram að fjár­mála­á­föll yrðu þegar “hið blinda” fjár­magn almenn­ings (með öðrum orðum hefð­bund­inn sparn­að­ur) væri notað í óskyn­samar spek­úla­tí­var fjár­fest­ing­ar. Þó að fjár­málakreppan sem hófst árið 2007 eigi sér margar flóknar ástæður má segja að rót hennar liggi einmitt í þessu. Bankar, sem í grunn­inn gegna ein­földu hlut­verki, hófu að nýta fjár­mögnun í formi sparn­aðar í áhættu­samar fjár­fest­ing­ar, í krafti óbeinnar rík­is­á­byrgð­ar.

Auglýsing

Það er óum­deilt að bankar gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Mik­il­væg­ast af þeim er hlut­verk þeirra sem milli­liður sparn­aðar og fjár­fest­ing­ar. Bankar eru hverju hag­kerfi lífs­nauð­syn­legir því þeir stuðla að bættri hag­kvæmni og betri nýt­ingu tak­mark­aðra verð­mæta. Starf­semi stórra alþjóð­legra banka er hins vegar komin langt út fyrir þau hlut­verk sem eru rétt­læt­an­leg út frá hags­munum fyr­ir­tækja og heim­ila og sam­fé­lags­ins í heild. Bankar stunda áhættu­fjár­fest­ingar á eigin reikn­ing sem líkj­ast frekar fjár­hættu­spili en eðli­legum lána­við­skipt­um.

Notkun afleiðu­samn­inga átti þátt í að skapa þann vanda sem að lokum varð til þess að efna­hags­kerfi víða um heim léku á reiði­skjálfi. En hvernig stendur á því? Er ekki til­gangur afleiðu­samn­inga að draga úr áhættu? Jú, það var upp­haf­legi til­gang­ur­inn. Hið and­stæða virð­ist hins vegar hafa orðið raun­in. Afleiður breytt­ust í mörgum til­fellum úr því að verja áhættu í að vera not­aðar sem tæki til að auka hana og þar með hámarka skamm­tíma­hagn­að. Urðu í reynd svo flóknar að mark­aðs­að­il­arnir sjálfir – fjár­fest­ar, lán­veit­end­ur, stjórn­endur banka og mats­fyr­ir­tæki - skildu þær ekki leng­ur. Þetta og skortur á gegn­sæi afleiðu­mark­að­ar­ins  jók áhætt­una í fjár­mála­kerf­inu í aðdrag­anda alþjóð­legu fjár­málakrepp­unnar sem hófst árið 2007. Þrátt fyrir þann almenna skiln­ing að svo hafi verið hefur afleiðu­mark­að­ur­inn stækkað stöðugt á síð­ustu árum. Heild­ar­mark­aðsvirði afleiða í heim­inum nam um 20 þúsund millj­örðum doll­ara árið 2013, sam­an­borið við 11 þús­und millj­arða doll­ara árið 2007, sam­kvæmt Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel (BIS). Það eitt og sér ætti að hringja við­vör­un­ar­bjöllum – og nýjar og strang­ari reglur um eig­in­fjár­kvaðir munu blikna í sam­an­burði við þann vanda sem gæti skap­ast í kerf­inu. En afleiðu­mark­að­ur­inn er bara eitt dæmi þess að lít­ill árangur virð­ist hafa náðst í að draga úr kerf­is­á­hættu. Stærstu bankar í heimi hafa aldrei verið stærri. Raunar eiga sex stærstu bankar Banda­ríkj­anna nú um 70% allra eigna fjár­mála­stofn­ana þar í landi, sam­an­borið við um 40% árið 2008. Bón­us­greiðslur til banka­manna, sem byggja oft á skamm­tíma­hagn­aði, eru að aukast á ný.

Það ætti að vera eitt af mik­il­væg­ustu verk­efnum alþjóða­stofn­ana og leið­toga ríkja um allan heim að sporna við þess­ari þró­un. Það þarf annað og meira til en að setja fleiri og strang­ari regl­ur, ef byggja á á sama hugs­un­ar­hætti og sama kerfi. Í þessu sam­bandi ætti eitt fyrsta verk­efnið að vera að end­ur­skoða hlut­verk seðla­banka, m.a. í þeim til­gangi að reyna að breyta hvötum þeirra sem stýra bönk­um. Til­vist seðla­banka sem lán­veit­anda til þrauta­vara skapar óbeina rík­is­á­byrgð á rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja og brenglar hvata. Á meðan bankar geta sótt fyr­ir­greiðslu til seðla­banka þegar illa árar, munu skatt­greið­endur lík­lega sitja uppi með þær byrðar sem fjár­málakreppum fylgir – og eitt er víst, þær munu skella á aft­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None