Bankamenn hvattir áfram

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Lehman Brothers fékk rúm­lega 40 millj­ónir doll­ara í bón­us­greiðslur á síð­asta ári. Og nei, þessi pist­ill var ekki skrif­aður árið 2009 og geymdur í skúffu. Þessar bón­us­greiðslur voru fyrir árið 2014. Upp­hæðin nam 50 millj­ónum doll­ara árið 2013. Bank­inn er enn starf­andi því að nokkur umsýsla er enn í kringum eignir hans, sem verið er að vinda ofan af. Það sama gildir um gömlu íslensku bankana, en eins og oft hefur komið fram hafa slita­stjórn­ar­menn þeirra einnig greitt sér háar fjár­hæðir á síð­ustu árum.

Maka krók­inn



Sigríður Mogensen Sig­ríður Mog­en­sen, hag­fræð­ing­ur.

Í rann­sókn þriggja pró­fess­ora við Harvard háskóla í Banda­ríkj­unum kemur fram að fimm æðstu stjórn­endur Bear Ste­arns og Lehman Brothers högn­uð­ust um rúm­lega þús­und millj­ónir doll­ara á árunum 2000-2008. Var um að ræða bón­us­greiðslur og sölu á hluta­bréfum í bönk­unum sjálf­um. Þessar fjár­hæðir skýr­ast að mörgu leyti af ævin­týra­legum vexti, og hagn­aðar alþjóð­legs fjár­mála­kerfis á síð­ustu ára­tug­um. Því hefur verið haldið fram að stjórn­endur fall­inna fjár­mála­stofn­ana hafi sjálfir hlotið mik­inn skaða af falli þeirra og það sé sönnun þess að þeir hafi ekki haft hag af því að taka of mikla áhættu. Þessar tölur sýna annan raun­veru­leika. Vissu­lega töp­uðu yfir­menn gjald­þrota banka miklum upp­hæðum í formi hluta­bréfa­eignar þegar bank­arnir sem þeir stýrðu féllu. En gróð­inn sem þeir höfðu tekið út áður er marg­faldur þeirri upp­hæð sem tap­að­ist á papp­írn­um, og mun meiri en með­al­mað­ur­inn þénar alla sína starfsævi.

Umboðsvandi



Grunn­rökin fyrir árang­urstengdum greiðslum í formi bónusa, kaupauka og kaup­rétta hjá fyr­ir­tækjum er sú trú að þær leysi hinn svo­kall­aða umboðs­vanda. Í sinni ein­föld­ustu mynd snýst umborðsvand­inn um það að stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa ekki endi­lega hvata til að starfa í sam­ræmi við hags­muni hlut­hafa, vinnu­veit­enda sinna. Árang­urstengdar greiðslur ganga út á að verð­launa stjórn­endur og starfs­menn fyrir að hámarka hag hlut­hafanna, „hvetja“ þá til að setja hag hlut­hafa í for­grunn en ekki sinn per­sónu­lega hag.

bankar_island

Auglýsing

Nið­ur­stöður þeirra sem rann­sök­uðu fall Lehman Brothers benda til að bónus­kerfið sem þar var við líði hafi aukið áhætt­una í rekstri bank­ans umtals­vert. Í skýrslu þeirra kemur fram að  hvata­kerfi bank­ans hafi leitt til þess að starfs­menn og stjórn­endur tóku aukna áhættu með skamm­tíma­gróða að leið­ar­ljósi, og hafi beitt ýmsum aðferðum til þess. Þetta er í þver­sögn við þær kenn­ingar að bón­us­greiðslur bæti afkomu hlut­hafa. Rann­sóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl á milli bónus­kerfa og bók­halds­svika. Stjórn­endur sem fái árang­urstengdar greiðslur hafi hvata til að ýkja hagn­að­ar­tölur og draga úr bók­færðum kostn­aði. Þess háttar hegðun felur ekki endi­lega í sér lög­brot, því reikn­ings­skila­reglur gefa stjórn­endum ákveðið svig­rúm til að meta tekjur og kostn­að. Í til­felli Lehman Brothers fóru stjórn­endur þó langt yfir strikið með aðferðum sínum við upp­gjör afleiðu­samn­inga, sem leiddu til þess að opinberar tölur um afkomu bank­ans voru veru­lega skekkt­ar. Áhættu­stýr­inga­kerfi í bönkum virð­ast ekki með nokkru móti hafa tekið til­lit til þeirrar áhættu sem skap­að­ist í tengslum við upp­bygg­ingu bón­us­greiðslna.

Bón­us­greiðsl­urnar sjálfar áhættu­þáttur



Bón­us­greiðslur og aðrar árang­urstengdar greiðslur hafa tíðkast um ára­tuga­skeið í öllum greinum atvinnu­lífs. Ein­hverjir spyrja sig eflaust hvort það sé ekki bara í góðu lagi, hvort þetta sé ekki einka­mál fyr­ir­tækja og þeirra starfs­manna sem njóta ágóð­ans af bón­us­greiðsl­um? Það er auð­vitað ekk­ert að því að verð­launa gott starfs­fólk með góðum kjörum, og auð­vitað er jákvætt að það séu tengsl á milli vinnu­semi og afkomu fólks. En það hvernig til dæmis bankar haga launa­greiðslum til starfs­fólks er ekki einka­mál hlut­hafanna, því eins og fjár­mála­kerfið er upp­byggt í dag kemur öllu sam­fé­lag­inu við.

Bónus­arnir komnir aftur



Margir eru á þeirri skoðun -- og hafa fært fyrir því sann­fær­andi rök -- að bón­us­greiðslur til banka­manna hafi verið einn aðal­or­saka­valdur fjár­málakrepp­unnar sem skall á árið 2008. Að bón­us­greiðslur og árang­urstengdar greiðslur hafi í raun haft í för með sér aukna áhættu­sækni og að þær skapi ranga hvata, sem komi niður á lang­tíma­hags­munum hlut­hafa og sam­fé­lag­inu í heild.

Íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki eru farin að greiða starfs­mönnum sínum bónusa á ný. Það er ekki að undra þó að fólk spyrji sig hvers vegna. Ekki má gleyma að stærstu bank­arnir voru reistir úr öskustónni með skattfé almenn­ings. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti bönkum og háum launum í banka­kerf­inu. En það þarf að eiga sér stað yfir­veguð umræða um það hvort það sé rök­rétt að starfs­fólk banka fái afkomu­tengdar greiðslur og hvernig launa­kerfið á að vera upp­byggt, til að tryggja hags­muni hlut­hafa og sam­fé­lags­ins. Þetta er ekki bara spurn­ing um sið­ferði heldur einnig áhættu. Reynsla áranna 2000-2008 sýnir að það ætti ekki að vera sjálf­sagður hlutur að greiða him­in­háa bónusa.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og meist­ara­nemi við LSE í London.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None