Auglýsing

Ég fór á fund í hádeg­inu í Iðn­ó þar sem kjara­deilur voru til umræðu og fluttu Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ari Skúla­son hag­fræð­ingur og Katrín Ólafs­dótt­ir, doktor í vinnu­mark­aðs­hag­fræði og einn nefnd­ar­manna í Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, erindi. Hvað er hægt að læra af sög­unni? var spurt, og sér­stak­lega horft til þess, hvernig mætti vernda kaup­mátt­ar­ár­angur sem hefur náðst að und­an­förnu.

Öll sam­mála um ómögu­leg­heitin



Skemmst er frá því að segja, og öll voru þau sam­mála um að staðan sem upp er komin í kjara­við­ræðum sé óvið­un­andi, óskyn­sam­leg og að öllum lík­indum muni hún leiða til þess að allir hópar, sem nú freista þess að ná fram kjara­bót­um, muni á end­anum tapa. Ástæðan er sú að hag­kerfið muni ekki geta staðið undir því að hækka laun allra hópa um þau 15 til 30 pró­sent sem kröfur hafa verið gerðar um. Verð­bólga muni aukast og vextir hækka.

Þetta kom ekki að öllu leyti á óvart, og þó. Það er ekki eins og þau komi öll úr sömu átt­inni. Ari var hag­fræð­ingur ASÍ um tíma, og var hann þó lík­lega sá sem not­aði stærstu orð­in. Óskilj­an­legt væri í reynd, hvers vegna ekki væri horft meira til þeirrar aðferð­ar­fræði, sem hefði gef­ist vel í síð­ustu tveimur kjara­samn­ing­um; að reyna að semja um að auka kaup­mátt launa fremur að horfa til þess að hækka nafn­laun og gera öllum til geðs. Með öðrum orð­um; að hugsa um hags­muni heild­ar­inn­ar.

Þor­steinn Páls­son benti síðan á þrjú atriði, sem segja mikið um stöðu mála og það póli­tíska and­rúms­loft sem hér hefur ríkt alveg frá kosn­ing­unum 2009. Stjórn­völd hafa van­rækt að halda traustu sam­bandi við verka­lýðs­hreyf­ing­una og atvinnu­rek­end­ur. Bæði vinstri stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og nú rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Sagði Þor­steinn, að miðjan hefði verið hundsuð, í póli­tískum skiln­ingi, sem hefði leitt til harð­ari og til­finn­inga­rík­ari deilna um hvar hin rétt­láta skipt­ing þjóð­ar­kök­unnar ligg­ur. Auk þess hefði trú­verð­ugri og vel unn­inni skýrslu frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu McK­insey, sem sýndi svart á hvítu að auka þyrfti fram­leiðni á Íslandi - það væri í raun aðkallandi vanda­mál - verið sett ofan í skúffu og stjórn­völd ekk­ert gert með hana.

Auglýsing

Síðan var það rús­ínan í pylsu­end­an­um: Þor­steinn sagði öll helstu útflutn­ings­fyr­ir­tæki lands­ins búa við annan veru­leika en almenn­ing­ur. Þau væru með tekjur í erlendri mynt, með bók­haldið í erlendri mynt og fengju auk þess aðgang að lánsfé í erlendri mynt, á allt öðrum og betri vaxta­kjörum en byð­ist öðr­um. Þetta leiddi til bar­áttu milli tveggja heima; hávaxta­veru­leik­ans með örmynt­ina, krón­una, og síðan hins stönduga hluta hag­kerf­is­ins sem nyti góðs af alþjóð­legu sam­keppn­isum­hverfi.

Sagði Þor­steinn að þetta leiddi til vend­inga og óstöð­ug­leika, sem birt­ust ekki síst í hörðum deilum á vinnu­mark­aði þessa dag­ana. Einnig leiddi þetta fram rök­ræður sem væru dæmdar til þess að falla niður dauð­ar. Eins og þegar læknar kröfð­ust þess að fá laun, sem væru sam­keppn­is­hæf við útlönd. Þetta væru ómögu­leg rök á Íslandi, þar sem mark­miðið um að búa til sam­keppn­is­hæf laun við alþjóð­lega stöðu, með núver­andi fyr­ir­komu­lag, gæti aldrei orðið að veru­leika, og þau væru auk þess yfir­fær­an­leg á aðrar stéttir á Íslandi sömu­leið­is. Spurn­ing­in; hver ætti skilið að fá hækk­un, á þessum for­send­um, væri mark­laus og opin í báða enda.

Sker­andi beitt



Grein­ing Þor­steins var sker­andi beitt, satt best að segja, og alvar­leg um leið. Hann sagð­ist halda, að kjara­við­ræð­urnar hefðu farið út um þúfur eftir að Vil­hjálmur Birgs­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, fékk óskor­aðan stuðn­ing for­sæt­is­ráð­herra, fyrir þeim kröfum sem síðan hafa orðið leið­ar­stefið á almennum vinnu­mark­aði. Eftir það hefðu við­ræð­urnar verið komnar á enda­stöð, og ómögu­legt hefði verið að byggja upp traust, bæði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og síðan milli stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Við­kvæm staða hefði orðið verri. Lík­lega væri best að semja í eins stuttan tíma og mögu­legt væri, til þess að reyna að vinna tíma til þess að koma hlut­unum aftur á réttar braut­ir.

Nú er að vona að það náist samn­ingar um eitt­hvað annað en inni­stæðu­lausar hækk­anir á launum almenn­ings, sér­staka­lega þeim hluta sem ber­st í bökkum í örmynt­ar­hluta hag­kerf­is­ins. Stjórn­mála­menn hafa gjör­sam­lega brugð­ist í hlut­verki sínu og þurfa auð­mjúk­lega að við­ur­kenna það. Og beita sér fyrir sátt, og skyn­sam­legri lausn á þessum harð­vít­ugu deilum sem eru að ógna ann­ars góðum árangri í end­ur­reisn­ar­starf­inu eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None