Betra sjónvarpsefni

Alma Mjöll Ólafsdóttir
h_51705020-1.jpg
Auglýsing

Á tímum sem þessum, þar sem ungar konur hefja hverja bylt­ing­una á fætur ann­arri, fyllist ég gríð­ar­legu stolti. Ég er svo upp­full af stolti og kær­leik til þessa kvenna að stundum get ég ekki annað en hrein­lega grát­ið. Ég átti gott augna­bik í þess­ari viku þar sem ég var að skrolla niður frétta­veit­una mína og lesa sögur af hug­rekki, þerr­andi gleði­tárin (og sorg­ar­tár­in), komin upp á hið bleika ský bylt­ing­ar­inn­ar, þegar ég rakst á mynd frá Ung­frú Ísland sem skellti mér strax aftur til jarð­ar.

Um þessar mundir er verið að velja (og kannski er jafn­vel búið að velja) kepp­end­ur, stelp­ur, kon­ur, í feg­urð­ar­sam­keppn­ina Ung­frú Ísland 2015. Þegar þessar bylt­ingar blasa við manni og hug­rekkið sem hóf þær þá virð­ist keppnin „Ung­frú ísland“ ennþá bjána­legri og óþarfari en áður og það að þetta sé að ger­ast sam­tímis setur hlut­ina í eitt­hvert nýtt sam­hengi.

Tíma­skekkjaHug­rekki þess­ara kvenna og þess­ara bylt­inga hefur EKK­ERT með hlut­gerða feg­urð að gera. Brjóstin þín þurfa ekki að upp­fylla ein­hverja feg­urð­ar­staðla (hvítra, mið­aldra karla í vest­ur­lönd­um) til að breyta heim­in­um, þau þurfa bara að vera óhrædd og laus við skömm. Sagan þín þarf ekki að vera fal­leg til að við nennum að hlusta á hana og tökum mark á henni. Raun­veru­leik­inn, nákvæm­lega eins og hann er, er það sem stingur okkur svo djúpt og neyðir okkur til að hlusta. Þú þarft ekki að vera í bikíní til að við hlust­um, þú þarft ekki að velja þér síð­kjól, þú þarft ekki að hvítta á þér tenn­urn­ar, maka á þig brúnku­kremi, læra að labba í hæl­um, vera and­lit Ori­blou eða krulla á þér hár­ið.

Þú mátt auð­vitað gera alla þessa hluti en ekki til að tekið sé mark á þér eða til að þú getir sinnt góð­gerða­mál­um. Þú þarft ekki að upp­fylla kröfur sam­fé­lags­ins um feg­urð til að breyta hlutum til hins betra.

Auglýsing

Hall­æris­legt slag­orðSam­kvæmt fram­kvæmd­ar­stýru Ung­frú Íslands 2015 á keppnin í ár ekki að snú­ast um feg­urð (ég hef séð slag­orðið „beauty with a pur­pose“ (nenni ekki einu sinni að fara útí það hvað mér finnst þetta slag­orð hall­æris­legt) hér og þar á síðu keppn­inn­ar. Hún á að snú­ast um að byggja upp sjálfs­á­lit kepp­enda og und­ir­búa þá fyrir keppn­irnar úti og gera þá að góð­gerð­ar­-ung­frúm Íslands og svo síðar góð­gerð­ar­-ung­frúm heims­ins sem vilja aðeins heims­frið! Ef svo er, af hverju ekki að sleppa öllu glingr­inu í þetta skipt­ið? Af hverju ekki að sleppa tísku­sýn­ing­unni, sund­fata­keppn­inni (það eru, eins og margir vita, veitt sér­stök verð­laun fyrir stúlk­una sem lítur best út í bikíní eða und­ir­fötum sem ég skil ekk­ert hvernig teng­ist góð­gerð­ar­starf­sem­i), síð­kjól­unum og kór­ón­unni?

Ef þið viljið endi­lega halda þessa keppni (því hún er svo óskap­lega mik­il­væg), af hverju ekki að sleppa catwalk­inu og skella upp ræðupúlti? Taka út „beauty“ og ein­beita sér bara að „pur­pos­e.“ Tím­inn sem fer í æfingar að ganga á hælum getur farið í að und­ir­búa vel ígrund­aða kynn­ingu á því hvernig þú, sem ein­stak­ling­ur, getur bætt umhverfi þitt og svo heim­inn.  Og ef þetta snýst um hvernig ein­stak­lingur getur breytt heim­inum með góð­verkum og góð­gerða­starf­semi, af hverju ekki að hafa bæði kynin og sleppa „ung­frú“ og kalla þetta „full­trúa góð­gerða­mála fyrir hönd Íslend­inga-keppn­in“?

Væri að ekki skemmti­legra sjón­varps­efni? Eða væri þetta kannski bara frá­bært podcast?

Og ef sú hug­mynd er alveg hrika­leg ,og þið viljið bara halda í keppn­ina eins og hún er, þá segi ég bú á ykkur og útaf með Ung­frú Ísland.

Höf­undur er skáld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None