Bílar eru ekki í útrýmingarhættu

Auglýsing

Af mál­flutn­ingi þeirra sem harð­ast berj­ast gegn minnstu breyt­ingum á sam­göngu­venjum Íslend­inga mætti stundum halda að bílar væru í bráðri útrým­ing­ar­hættu hér á landi. Nýjasta dæmið um það barst okkur fyrr í vik­unni í formi gíf­ur­yrtrar yfir­lýs­ingar Félags íslenskra bif­reiða­eig­enda, þar sem talað var um gísla­tök­ur, að fólki hafi verið bannað nota bíla sína þótt líf lægi við og að borg­ar­yf­ir­völd vildu gera bíla útlæga. Allt vegna þess að mið­bænum var lokað fyrir bíla­um­ferð í einn dag svo að þær 120 þús­und mann­eskjur sem sóttu bæinn heim ættu auð­veld­ara með að kom­ast um. Degi fyrr hafði verið talað á svip­uðum nótum í stak­steinum Morg­un­blaðs­ins, þar sem talað var um ofstæki borg­ar­yf­ir­valda gegn einka­bílnum vegna þess að bílar, sem sann­ar­lega lögðu ólög­lega, voru sektaðir fyrir það.

Allir sem að Menn­ing­arnótt standa eru sam­mála um það að það var nauð­syn­legt og gott að loka hluta mið­bæj­ar­ins fyrir bíla­um­ferð þennan eina dag. Lok­unin var aug­lýst ræki­lega og fjöl­margir aðrir kostir kynntir fólki. Kostir sem áttu það meira að segja allir sam­eig­in­legt að vera ókeyp­is. Auk þess mátti fatlað fólk keyra á lok­aða svæð­inu, sem og neyð­ar­bíl­ar. Auð­vitað mátti fólk líka keyra ef líf þess lá við, að halda öðru fram er algjör­lega fárán­legt, nema FÍB hafi dæmi á reiðum höndum um ann­að. Ég hef að minnsta kosti efa­semdir um að björg­un­ar­sveit­irnar sem gættu gatn­anna hafi meinað fólki að kom­ast á Land­spít­al­ann.

Auð­vitað mátti fólk líka keyra ef líf þess lá við, að halda öðru fram er algjör­lega fárán­legt, nema FÍB hafi dæmi á reiðum höndum um annað.


Auglýsing

Allir græða á þeim sem keyra ekki



Und­an­farna ára­tugi hefur bíla­um­ferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk­ist meira hlut­falls­lega en íbúa­fjöld­inn. Höf­uð­borg­ar­svæðið hefur þan­ist út, nú búa miklu færri íbúar á hverjum hekt­ara lands en fyrir 30 árum. Þrjár af hverjum fjórum ferðum sem farnar eru á svæð­inu eru farnar á einka­bíl. Hlut­fallið er óvíða hærra en það, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða borgir í heit­ari löndum eða borgir á svip­aðri breidd­argráðu og við. Og fyrst farið er að ræða um stað­setn­ingu þá er tómt mál að tala um að það sé svo kalt á Íslandi að við verðum bara að vera á bíl­um. Í öðrum norð­lægum borgum af svip­aðri stærð og höf­uð­borg­ar­svæðið er ganga fleiri, hjóla eða nota almenn­ings­sam­göng­ur. Reykja­vík er með lang­hæsta hlut­fall einka­bíla­ferða.

Ferðavenjur á norðlægum slóðum, úr skýrslu Mannvits. Ferða­venjur á norð­lægum slóð­um, úr skýrslu Mann­vits, sjá hér.

Sýnt hefur verið fram á að það er nán­ast ómögu­legt að halda áfram á sömu braut, þótt ekki væri nema bara fyrir þá stað­reynd að það væri mjög erfitt að finna bygg­ing­ar­land fyrir fólkið sem bæt­ast mun við íbúa­fjöld­ann. Ef haldið yrði áfram á sömu braut myndi bílum fjölga um 45 þús­und, bíla­stæðum þyrfti að fjölga um 85 til 130 þús­und og 60 pró­sent af upp­bygg­ingu hús­næðis yrði utan núver­andi byggða­marka. Það myndi þýða aukna bíla­um­ferð, lengri vega­lengdir og það þyrfti að ráð­ast í miklar fram­kvæmdir til þess ná fram full­nægj­andi afkasta­getu. Fólk myndi almennt verja miklu meiri tíma í bíl og aka lengri vega­lengdir til að kom­ast leiðar sinnar en það gerir núna. Óskar ein­hver sér þess?

Það hefur líka verið sýnt fram á það að ef ferða­venjur þótt ekki væri nema nokk­urra pró­senta íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu breyttu­st þá myndi það skila miklu meiri ávinn­ingi heldur en það að stækka og fjölga umferð­ar­mann­virkj­um. Ávinn­ing­ur­inn er miklu meiri fyrir alla, meira að segja þá sem kjósa að vera áfram á sínum bíl­um. Ein­fald­lega vegna þess að eftir því sem fleiri velja aðra sam­göngu­kosti, þeim mun auð­veld­ara verður fyrir bíl­ana að kom­ast sinnar leið­ar. Svo ekki sé minnst á þátt bættrar lýð­heilsu og umhverf­is­mála, sem eru tvö af stærstu úrlausn­ar­efnum nútím­ans og fram­tíð­ar­inn­ar.

Ennþá helm­ingur allra ferða



Meðal ann­ars af þessum sökum hafa sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu komið sér saman um svæð­is­skipu­lag og segj­ast vilja bæta aðstöðu þeirra sem vilja taka strætó, ganga eða hjóla. Það hefur nefni­lega, þar til á allra síð­ustu árum, ekki verið gert neitt sér­stak­lega mikið fyrir þessa hópa fólks. Sveit­ar­fé­lögin virð­ast átta sig á því að breyt­inga eru ekki bara æski­leg­ar, heldur nauð­syn­leg­ar.

Og þrátt fyrir þennan góða vilja til breyt­inga er ennþá gert ráð fyrir því að einka­bíll­inn verði ráð­andi sam­göngu­máti. „Rót­tækustu“ hug­mynd­irnar um breyt­ingar á ferða­venjum fram til árs­ins 2040 myndu leiða til þess að ferðir með einka­bílum yrðu ennþá helm­ingur allra ferða. Það er nú öll aðförin að og útrým­ingin á bíl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None