Bjarni hunsaði allar viðvaranir

Atli Þór Fanndal fjallar um sölu Íslandsbanka í aðsendri grein.

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra og stjórn­ar­meiri­hlut­anum skorti ekki við­var­anir vegna sölu í Íslands­banka. Þau kusu að hunsa þær all­ar, snú­a út úr ­gagn­rýni og grafa undan heil­indum þeirra sem stigu fram. Spillt banka­sala er engin til­viljun heldur fyr­ir­sjá­an­leg afleið­ing skorts á heil­ind­um. Hún er fyr­ir­sjá­an­leg afleið­ing rót­gró­innar ábyrgð­ar­leys­is­menn­ing­ar. Sú menn­ing er heldur engin til­vilj­un. Stjórn­ar­flokk­arnir hafa barist með kjafti og klóm gegn því að sið­bótin nái til stjórn­mál­anna sjálfra. Þess í stað hafa þau skýlt sér­ bak við ­nefnd­ir, siða­reglur og „arms­lengd“ líkt og sið­ferði sé fyrst og fremst tækni­legt atriði. Það megi bara for­rita í burt vand­ann. Algjört van­traust á útboði hlutar rík­is­ins er því ekk­ert slys heldur afleið­ing sama hugs­un­ar­háttar og leiddi til hruns­ins.

„Ég hef aldrei selt banka áður,“ sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins og full­trúi í fjár­laga­nefnd, í kjöl­far sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í lok síð­asta mán­að­ar. Hún sagð­ist svekkt út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki spurt nægi­lega mik­ið. Þá árétt­aði Bryn­dís að ef hún og fleiri hefðu til dæmis sett frek­ari skil­yrði væri margt af því sem nú er til umræðu um söl­una frá. „Það er líka vegna þess að ég er svo ein­dregin stuðn­ings­maður þess að við seljum banka. Mér finnst það svo mik­il­vægt að ríkið sé ekki í banka­rekstri og mér finnst svo mik­il­vægt að það komi skýrt fram að við erum búin að breyta reglu­verk­in­u i kringum banka. Við erum með mjög öfl­ugt reglu­verk í kringum það líka hvernig á að selja banka.“

Það er auð­vitað rétt að þing­konan hefur aldrei selt banka áður en við skulum ekki falla í þá gryfju að gleyma því að stofn­ana­minni um sölu banka er til staðar hjá fram­kvæmda­vald­inu. Það er líka til staðar hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Það er bara umtals­verð reynsla af einka­væð­ingu banka á Íslandi. Það er einmitt upp­hafið af því sem ­flokks­fé­lag­ar Bryn­dísar kalla „hið svo­kall­aða hrun“. Sagan af því hvernig Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn læsti flokk­inn og félaga í bön­k­er ­sögu­föls­unar er okkur öllum kunn­ug. Flokk­ur­inn tryllt­ist á öllum sem skrif­uðu um veika stöðu bank­anna fyrir hrun þeirra. Sak­aði Morg­un­blaðið um að tala niður krón­una og vildi að ­grein­and­i ­Merrill ­Lynch skellti sér í end­ur­mennt­un. Neit­uðu stað­fast­lega fram að falli bank­anna fyrir að nokkuð væri að. Bjarni Bene­dikts­son seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lögin voru sett. Góðir flokks­fé­lagar fengu sím­töl um að nýu ættu þau að selja. Umbóta­skýrsla flokks­ins var rifin á lands­fundi. Þau höm­uð­ust gegn Lands­dómi. Hafa alla tíð haldið fram að Lands­dómur hafi sýknað fyrr­ver­andi for­mann flokks­ins og ef Lands­dómur sýkn­aði hann ekki, þá var hann dæmdur fyrir eitt­hvað forms­at­riði sem engu skipt­ir. Geir var reyndar dæmdur fyrir brot á ákvæði stjórn­ar­skrár). Flokk­ur­inn réð Hannes Hólm­stein til að skrifa skýrslu um hvernig hrunið var öllum öðrum að kenna en Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Auglýsing

Varð­and­i end­ur­mennt­un­ar­komment­ið skal tekið fram að Þor­gerður Katrín sem var ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins á þeim tíma en er nú í Við­reisn. Þor­gerður gerði upp ummælin eftir að hafa yfir­gefið flokk­inn. „Ég hef sagt það áður: á sínum tíma tal­aði ég um end­ur­menntun en fór svo sjálf í nokk­urs konar end­ur­mennt­un. Ég þurfti á henni að halda. Það var bæði sárt og heilandi í senn. Að horfast í augu við eigin mis­tök, læra af reynsl­unni, bæði því góða og slæma, og horfa síðan fram á veg­inn er ákveðið þroska­ferli,“ sagði hún við Kjarn­ann. 

Eyðum ekki meiri tíma í síð­ustu einka­væð­ingu. Varð­and­i ­söl­una á Íslands­banka þá er vert að taka fram að ýmsar vís­bend­ingar eru um að sú ein­dregna afstaða stjórn­mál­anna að nauð­syn­legt sé að selja, selja selja, njóti ekki meiri­hluta­stuðn­ings almenn­ings. Það er svo­lítið und­ar­legt ef horft er til stjórn­mál­anna að sú skoðun að ekki eigi að selja bank­anna er jað­ar­sett líkt og varla finn­ist nokkur tals­maður þeirra sjón­ar­miða. Þar liggur kannski eitt fyrsta dæmið um vilja­leysi til að hlusta á við­var­an­ir. Kannski frekar vilja til að stroka út skoð­anir almenn­ings.

Í könnun sem ASÍ lét fram­kvæma í jan­úar 2021 kom fram að innan við fjórð­ungur lands­manna styður sölu rík­is­ins á Íslands­banka. Í sömu könnun kemur fram að aðeins meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins nýtur sala bank­anna stuðn­ings meiri­hluta kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna. 56% kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru að öllu leiti hlynnt, mjög og frekar hlynnt söl­unni. And­staða meðal kjós­enda flokks­ins er umtals­vert minni eða 22%. Meðal kjós­enda VG eru 65% andsnúin söl­unni en 22% fylgj­andi. Í Fram­sókn­ar­flokknum er staðan svipuð 21% eru fylgj­andi söl­unni en 53% mót­fall­in. Í heild­ina, meðal kjós­enda, er innan við fjórð­ungur almenn­ings hlynntur söl­unni á Íslands­banka. Málið flæk­ist örlítið þegar litið er til þess að núver­andi stjórn­ar­flokkar sigr­uðu síð­ustu kosn­ingar og földu ekki þá fyr­ir­ætlan sína að selja bank­ann. Út frá þeirri nið­ur­stöðu má auð­vitað láta líkt og stjórn­ar­flokk­arnir hafi umboð til að gera nokkurn veg­inn hvað sem þeim sýn­ist. Það gera flestir stjórn­ar­þing­menn þau örfáu skipti sem spurt er út í þennan anga stefnu þeirra.

Það er kannski einmitt hér sem vand­inn ligg­ur. Súr og and­lýð­ræð­is­leg menn­ing ábyrgð­ar­leys­is. Menn­ing þar sem fólk heldur því fram án þess að fara hjá sér, að kann­anir sem gefa vís­bend­ingar um að verk þeirra, hafi ekki neina mein­ingu nema þegar það hentar þeim. Í kosn­ingum er kosið um stóran pakka og stefnu. Alveg eins og við kennum börnum að þau geti ekki alltaf fengið allt eru Alþing­is­kosn­ingar kennsla í því sama fyrir kjós­endur en ekki síst eiga stjórn­mála­menn. Hver og einn kjós­andi metur sín for­gangs­mál og kýs í kjöl­farið þá sem falla best af sinni hugs­un. Það er hins vegar hluti af samn­ingnum að lýð­ræð­is­leg­ir ­mekk­an­ismi sé ekki gjör­sam­lega aftengdur næstu fjögur árin. Stjórn­mála­menn eru ein­fald­lega ekki kjörnir á þeim for­sendum að öll þeirra verk séu sam­þykkt.

Lýð­ræði er nefni­lega ekki bara rétt­ur­inn til að kjósa og lýð­ræðið er svo sann­ar­lega ekki rétt­ur­inn til að ráða. Lýð­ræði er rétt­ur­inn til þátt­töku og að skoð­anir kjós­enda séu teknar til greina. Þrátt fyrir kosn­ingar er ætl­ast til þess að meiri­hlut­inn sem mynd­aður er vinni í sam­ræmi við vænt­ingar um heil­indi.

Salan á Íslands­banka er ekki gott dæmi um slíkar hug­mynd­ir. Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort raun­veru­legur áhugi sé meðal almenn­ings á að selja. Enn síður er aðdrag­andi söl­unnar hafin yfir gagn­rýni. Alvar­leg­ast er ríkur vilji meiri­hlut­ans til að hundsa allar við­var­an­ir. Ekk­ert reglu­verk, siða­reglur eða minn­is­blöð koma í staðin fyrir vilj­ann til sam­ráðs og sátt­ar. Hafi stjórn­ar­meiri­hlut­inn á þingi og ráð­herrar ákveðið að öll gagn­rýni séu póli­tískar til­raunir til að grafa undan þeim er ekk­ert sem gott reglu­verk áork­ar.

Raunar lýsti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, því best hvernig tekið er í ábend­ing­ar. „Það er nú þannig að margir þeirra sem vilja lýsa van­trausti á öllu ferl­inu að þeir eru gjarnan á móti því að allur bank­inn sé seldur og eins stjórn­ar­and­stæð­ing­ar,“ sagði ráð­herra í Kast­ljós­inu þann sjö­unda apríl síð­ast­lið­inn. Í Silfr­inu á sunnu­dag mátti svo heyra sams­konar hug­mynd­ir. „Það er nátt­úru­lega þannig að þessi umræða verður nátt­úru­lega mjög póli­tísk vegna þess að stjórn­ar­and­staðan hún hefur ákveðna hags­muni af því að gera ferlið tor­tryggi­legt. Þá veltir maður fyrir sér, er betra fyrir stjórn­ar­and­stöð­una að koma með gagn­rýn­ina eftir á frekar en að koma með hana þegar að ferlið sjálft er í und­ir­bún­ing­i,“ sagði Andrea Sig­urð­ar­dótt­ir verk­efn­is­stjóri um þá gagn­rýni sem fram hefur komið á söl­una. Það er ekki hægt að draga ein­falda línu á milli þess að vera mót­fall­inn sölu rík­is­ins á bönkum og vilja ein­fald­lega að salan endi þannig að Bjarni selji pabba sínum hlut í bank­anum á bón­us­díl.

Mik­il­væg­ara er þó að þessi sögu­förðun er ósönn. Það var ein­fald­lega gerð athuga­semd við ferlið áður en í það var far­ið. Fyrst hlust­uðu þau ekki og nú ætla þau að gera þá sem reyndu með­sek.

Ímyndum okkur nú hvernig það er að koma með ábend­ingar á ferlið í kúltúr þar sem allt sem þú segir er málað upp sem til­raun til að grafa undan ferl­inu en ekki til­raun til að gera vel. Í slíku umhverfi gæti það vel átt sér stað að umsögn efna­hags- og við­skipta­nefndar um grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra vegna fram­halds á sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka yrði ein­fald­lega dautt skjal þar sem horft er fram hjá ­at­huga­semdum minni­hlut­ans. Í sama umhverfi gætu stjórn­ar­liðar veigrað sér við að sinna eft­ir­lits­skyldu sinni enda örugg leið til að vera stimpl­aður sem hluti af póli­tískum leik ó­vin­ar­ins. Kannski hafði þessi stemn­ing áhrif á Bryn­dísi? Hún sem ein­dreg­inn stuðn­ings­maður þess að selja banka þurfti kannski ekk­ert að spyrja og stimpla sig út sem ómark­tæka. Með­limur í hinu ómark­tæka lið­inu sem vill bara alls ekk­ert selja banka. Sami kúltúr skapar svo kæl­inga­á­hrif ­meðal almenn­ings og álitsgjafa.

Hvað kemur fram í umsögn efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar?

Mark­mið söl­unnar eru sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni eft­ir­far­andi:

  • að minnka áhættu rík­is­ins af svo stórum eign­ar­hlut í fjár­mála­kerf­inu;
  • að efla virka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði;
  • að hámarka end­ur­heimtur rík­is­sjóðs af eign­ar­hald­inu og sölu á hlut­um;
  • að stuðla að fjöl­breyttu, heil­brigðu og dreifðu eign­ar­haldi til lengri tíma;
  • að auka fjár­fest­ing­ar­mögu­leika fyrir inn­lenda ein­stak­linga og fag­fjár­festa;
  • að minnka skuld­setn­ingu eða auka svig­rúm rík­is­ins til sam­fé­lags­lega arð­bærra fjár­fest­inga.

Í sömu grein­ar­gerð er tekið fram að umfjöllun nefnd­ar­innar afmarkast í sam­ræmi við skipt­ingu mála­sviða fasta­nefnda og því sé meg­in­á­hersla ­nefnd­ar­inn­ar á; að minnka áhættu rík­is­ins af svo stórum eign­ar­hlut í fjár­mála­kerf­inu, efla virka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði, stuðla að fjöl­breyttu, heil­brigðu og dreifðu eign­ar­haldi til lengri tíma og auka fjár­fest­ing­ar­mögu­leika fyrir inn­lenda ein­stak­linga og fag­fjár­festa.

Auglýsing

Í umsögn meiri­hluta er lýst yfir stuðn­ing við söl­una og ferl­ið. Þá er bent á að hugs­an­lega sé ekki heppi­legt að líf­eyr­is­sjóð­irnir verði ráð­andi í sölu­ferl­inu og vitna þar til umsagnar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. „Líkt og rakið er í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er lík­legt að hlut­falls­leg eign líf­eyr­is­sjóða í bank­anum auk­ist við áfram­hald­andi sölu. Huga þurfi að því að líf­eyr­is­sjóð­irnir eru bæði mik­il­vægir við­skipta­vinir bank­anna og keppi­nautar þeirra á hús­næð­is­lána­mark­aði. Þá eru líf­eyr­is­sjóð­irnir veiga­miklir hlut­hafar í ýmsum stærri fyr­ir­tækjum sem einnig eru meðal helstu við­skipta­vina bank­ans. Jafn­framt kom fram við umfjöllun nefnd­ar­innar að beiti stærri hlut­hafar ekki eig­enda­afli sínu sé meiri hætta á að minni eign­ar­halds­fé­lög öðlist meiri völd en eign­ar­hlutur þeirra segi til um. Í sam­hengi við fram­an­greint hefur komið fram að aðkoma erlendra fjár­festa, t.d. nor­rænna banka, get­i verið fýsi­legur kost­ur. Almennt er talið að íslenski banka­mark­að­ur­inn sé of lít­ill til að erlendir aðilar sjái sér hag í því að hasla sér völl hér á landi með stofnun nýs banka. Í því sam­hengi geti falist ákveðin tæki­færi til auk­innar sam­keppni með aðkomu erlendra aðila að söl­unn­i.“ Þessi fyr­ir­vari meiri­hlut­ans er ágætur og ef horft er á útboðið virð­ist hafa verið hlustað á þessar ábend­ing­ar. Það er hins vegar gert með því að draga inn fjöld­ann allan af smáum fjár­festum sem engin sér­stök ástæða er til að hleypa inn í sér­stakt útboð sem almenn­ingi var selt á þeim for­sendum að væri til að draga að öfl­uga fjár­festa sem staðið gætu með bank­an­um. Draga má í efa að það hafi verið mark­mið varn­ar­orð­anna en ekki verður horft fram hjá því að varað var við að það gæti einmitt orðið afleið­ing­in.

Í umsögn fyrsta minni­hluta, það er Guð­brands Ein­ars­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, er tekið undir ábend­ingar meiri­hlut­ans og lagt til að „Fyrsti minni hluti leggur áherslu á að við söl­una verði litið til þeirra við­miða sem fram koma í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sér í lagi varð­andi það að stefnt verði að sem fjöl­breytt­ustu eign­ar­haldi aðila sem hafa að leið­ar­ljósi lang­tíma­hags­muni þjóð­ar­innar af traustum banka­rekstri. Mik­il­vægt er að eign­ar­hald bank­ans sé dreift og að kaup­endur á hlutum í bank­anum hafi ekki ríkra hags­muna að gæta sem beinir sam­keppn­is­að­ilar bank­ans, eig­endur stórra hluta í sam­keppn­is­að­ilum bank­ans eða séu umsvifa­miklir við­skipta­vinir hans.“ Sé þessi umsögn skoðuð sést svart á hvítu hversu ósann­gjörn og hættu­leg þessi póli­tíska menn­ing er. Það er nefni­lega ekki sam­hengi á milli þess að allt sem frá minni­hlut­anum kemur sé ómark­tækt eða í óeðli­legri póli­tískri and­stöðu við stjórnarmeiri­hlut­ann. Enn síður er rétt­mætt að afskrifa óánægju með ferli sem aug­ljós­lega er ekki í sam­ræmi við vænt­ing­ar.

Minni­hlut­inn var­aði þó við ýmsu sem síðar kom í ljós. „Ef ráð­herra hyggst selja 65% hlut í Íslands­banka er nauð­syn­legt að tryggja gæði nýrra eig­enda umfram þau lág­marks­skil­yrði sem kveðið er á um í 42. gr. laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ríkið þarf að setja skil­yrði fyrir fram um það hvers konar aðilar fái að eignast ­kerf­is­lega ­mik­il­vægan við­skipta­banka. Fall for­vera Íslands­banka mark­aði upp­haf keðju­verk­andi atburða­rásar sem olli gjald­þroti íslenska banka­kerf­is­ins í heild,“ segir í umsögn Ást­hildar Lóu Þórs­dótt­ur, full­trúa Flokks fólks­ins í nefnd­inni. Nú þegar ferl­inu er lokið sjá flestir að hér var um rétt­mæta athuga­semd en það hefði líka mátt sjá áður en ferlið fór af stað. „Ríkið þarf við söl­una að gera mun meiri kröfur en gerðar eru í lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki enda er það ekki bundið af þeim, nema að lág­marki, og getur sett eigin skil­yrði við söl­una til að tryggja heil­brigði fjármála­kerf­is­ins þar sem stöð­ug­leiki, sam­keppni, hag­kvæmni og hagur almenn­ings, spari­fjár­eig­enda og lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja verði haft að leið­ar­ljósi. Ríkið þarf því einnig að krefja vænt­an­lega kaup­end­ur, sem vilja fara með virkan eign­ar­hlut í Íslands­banka, um að gefi upp fyr­ir­ætl­anir sínar með eign­ar­hald­inu með því að þeir leggi fram skrif­legar áætl­anir til lengri og skemmri tíma áður en ríkið sam­þykkir þá sem kaup­end­ur.“

Jóhann Páll Jóhanns­son, full­trúi Sam­fylk­ingar í nefnd­inni, segir að mis­ráðið hafi verið að hefja söl­una í heims­far­aldri. „Eins og Sam­fylk­ingin var­aði ein­dregið við að myndi ger­ast voru hluta­bréf í bank­anum seld á und­ir­verði með til­heyr­andi fjár­hagstjóni fyrir íslenska ríkið og almenn­ing. Það er eðli­leg krafa að unnin verði ítar­legri grein­ing á fyrsta fasa sölu­með­ferð­ar­innar og að fram fari þing­leg umræða um frumút­boðið áður en sölu­ferlið heldur áfram.“ Það er hættu­legt að mála slíka ábend­ingu sem ein­ungis til­raun stjórn­ar­and­stöð­unnar til að grafa undan sölu­ferl­inu. Það er alls ekki ólík­legt að úttektin hefði leitt í ljós að var­huga­vert sé að selja aðilum sem lík­legir eru til að kaupa á und­ir­verði og selja hratt á mark­aðs­verði.

Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar bendir einnig á að 63% van­treysti Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til að leiða einka­væð­ingu Íslands­banka. „Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í efna­hags- og við­skipta­nefnd hefur skiln­ing á þessu van­trausti í ljósi þess að Bjarni Bene­dikts­son tók þátt í við­skiptum sem veiktu Íslands­banka á árunum fyrir hrun ásamt skyld­mennum sínum og við­skipta­fé­lögum sem voru í senn meðal stærstu eig­enda og stærstu lán­taka bank­ans. Þá kom Bjarni að við­skiptafléttu árið 2008 þar sem Hæsti­réttur Íslands telur að hags­munir lán­taka hafi verið teknir fram yfir hags­muni bank­ans sjálfs. Til að fullt traust ríki um söl­una á Íslands­banka er rétt­ast að for­sæt­is­ráð­herra feli öðrum ráð­herra að fara með mál­ið.“ Í ljósi þess að faðir fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagar má velta því fyrir sér hvort mál­efna­leg rök séu fyrir þessum fyr­ir­vara. Það er alla­vega hollt fyrir alla að afskrifa ekki alla gagn­rýni sem póli­tískar til­raunir til að grafa undan sölu­ferl­inu. Þessi regla á líka við um það sem erfitt er að heyra.

„Fram kemur í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið frá 2018 að „heil­brigt eign­ar­hald“ sé for­senda þess að banka­kerfi standi traustum fót­um. Huga þurfi sér­stak­lega að því við sölu rík­is­ins á eign­ar­hlut í bönkum að nýir eig­endur séu traust­ir, hafi umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­semi banka og fjár­hags­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í efna­hags- og við­skipta­nefnd tekur undir þetta áherslu­at­riði og furðar sig því á að ekki sé að finna neina umfjöllun um lík­lega þróun breytts eign­ar­halds Íslands­banka í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um fram­hald banka­söl­unn­ar. Í grein­ar­gerð­inni er heldur ekki að finna neina umfjöllun um áhrif banka­söl­unnar á sam­keppni, til að mynda um sam­keppn­is­leg áhrif þeirrar lík­legu nið­ur­stöðu að líf­eyr­is­sjóðir stór­auki hlut­deild sína í banka­kerf­in­u.“ Eitt af því sem hefur verið kallað til sem útskýr­ing á því hvers vegna smáir fjár­festar fengu að kaupa bréf í útboð­inu er einmitt ótti við að auk­inn hlut­deild líf­eyr­is­sjóð­anna í bank­anum hafi nei­kvæð áhrif á sam­keppni. Það er því ekk­ert sér­stak­lega ­flokkspóli­tísk ­at­huga­semd að grein­ingu á þessum ótta skorti.

Í umsögn Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, full­trúa Pírata, koma fram veru­legar athuga­semdir við hug­myndir meiri­hlut­ans um að áhætta minnki við sölu Íslands­banka. Í umsögn­inni er gerð athuga­semd við fram­kvæmd­ina í tengslum við öll yfir­lýst mark­mið. Píratar gerðu athuga­semd við hug­myndir um að áhætta sé minni ef bank­inn er í einka­eigu. „Fjórði minni hluti bendir á tví­skinn­ung­inn í þessu áhættu­mati, að það sé nákvæm­lega jafn mikil áhætta ­fyrir ríkið að eiga banka og hafa þá einka­rekna, a.m.k. ef banka­kerfið fer á haus­inn. Kostn­aður rík­is­ins yrði lík­lega svipað mik­ill hvort sem bank­arnir væru einka­reknir eða í opin­berri eigu. Það þýðir ekki að bankar eigi bara að vera reknir á opin­berum for­sendum heldur þýðir það bara það að „að minnka áhættu“ séu ekki rök fyrir sölu. Rökin um að láta einka­fram­takið sjá um tækni­fram­farir í banka­þjón­ustu eru betri, en útskýrir þá ekki eigu rík­is­ins á Lands­bank­an­um. Áhættan á sölu Íslands­banka kom svo ber­lega í ljós í kjöl­far frumút­boðs. Áhættan á því að bank­inn hafi verið und­ir­verð­lagður (eins og vakin var athygli á fyrir frumút­boð­ið) var miklu meiri en áhætta rík­is­ins af öðrum atriðum því það er ýmis­legt hægt að gera fyrir 27 millj­arð­ana sem verðið var van­metið um.“

Varð­andi sam­keppn­is­sjón­ar­mið segir einnig: „Það er óljóst hvort þessu mark­miði hafi verið náð eða því verði náð, síður en svo jafn­vel. Umsagn­ar­að­ilar búast flestir við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir verði þeir sem kaupa Íslands­banka. Það er ekki sam­keppn­is­efl­andi þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru einmitt í sam­keppni við bank­ana um íbúða­lán og fjár­fest­ing­ar. Eins er mark­viss und­ir­fjár­mögnun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áhyggju­efni í þessu sam­bandi þar sem stofn­unin á í erf­ið­leikum með að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu vegna und­ir­mönn­un­ar. Ekki er að finna nein áform rík­is­stjórn­ar­innar um að efla getu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til eft­ir­lits sam­hliða söl­unni sem er áhyggju­efn­i.“ Um það mark­mið að hámarka end­ur­heimtur rík­is­sjóðs með söl­unni segir ein­fald­lega að um brand­ara sé að ræða ef horft er til söl­unnar í fyrra. Um dreift eign­ar­hald seg­ir: „Hér voru umsagn­ar­að­ilar allir sam­mála, að það væri auð­vitað engin trygg­ing fyrir fjöl­breyttu eign­ar­haldi til fram­tíðar þar sem hverjum og einum væri frjálst að selja sína hluti í fram­tíð­inni. Eign­ar­haldið yrði örugg­lega dreifð­ara en ef ríkið ætti allt hlutafé en það er engin trygg­ing fyrir að eign­ar­haldið verði fjöl­breytt eða heil­brigt.“ Svona heldur umsögnin áfram.

Hafa verður í huga að fasta­nefndir Alþingis funda alla jafna ekki á opnum fund­um. Því vitum við ekki nákvæm­lega hvað fór fram á fund­un­um. Hins vegar er umsögn ­nefnd­ar­inn­ar vís­bend­ing um hvað kom út úr vinnu nefnd­ar­inn­ar. Í ljósi umsagn­ar­innar verð ég þó að segja að allt tal um að eng­inn hafi varað við að illa ­færi er frekar inn­an­tómt.

Umfjöllun nefnd­ar­innar var þó ekki í fyrsta sinn sem efa­semdir voru orð­að­ar. Það vekur raunar furðu­lega litla athygli að Sam­keppn­is­eft­ir­litið var­aði ekki ein­göngu við því að líf­eyr­is­sjóðir eign­uð­ust of mik­ið. Sam­keppn­is­eft­ir­litið var­aði líka við því að skuld­settum eign­ar­halds­fé­lögum yrði seldur hlut­ur. „.Á inn­lendum vett­vangi er einnig til að dreifa öðrum stórum fjár­fest­um. Í því sam­bandi ber að var­ast þá leið að selja eign­ar­hluti í bönkum mikið skuld­settum eign­ar­halds­fé­lögum í eigu einka­fjár­festa, vegna þeirrar hættu sem slíkt eign­ar­hald getur skap­að. Í því sam­bandi vís­ast til reynsl­unnar af banka­hrun­inu 2008 en bank­arnir voru á þeim tíma að veru­legu leyti í eigu og undir stjórn skuld­settra eign­ar­halds­fé­laga í eigu einka­fjár­festa sem gjarnan voru jafn­framt meðal stærstu við­skipta­vina bank­anna, ýmist beint eða óbeint“ Nú hafa komið fram upp­lýs­ingar um að slíkt geti hafa gerst í þessu útboði.

Það má týna til fleiri við­var­an­ir. Banka­sýslan sjálf sagði þetta um þá aðferð sem valið var að fara: „Það er þó ljóst að slíkt fyr­ir­komu­lag er ekki að fullu í anda meg­in­regla laga nr. 155/2012 um opið sölu­ferli og gagn­sæi. Þannig njóta ákveðnar fjár­festar betri rétt­inda en aðrir ásamt því að almenn­ingur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafn­ræði bjóð­enda. Aftur á móti er um að ræða hefð­bundna venju á alþjóð­legum verð­bréfa­mörk­uðum sem talin er ákjós­an­leg­asta aðferðin við áfram­hald­andi sölur til að hámarka verð og lág­marka áhætt­u.“ Þessi við­vörun kom fram í jan­úar á þessu ári.

Sama fólk og hlust­aði ekki á við­var­anir vegna þess að þær komu ekki innan úr klíkunni reynir nú að telja okkur öllum trú um að eng­inn hafi einu sinni reynt að vara við. Það er jafn hættu­legt að hlusta á þau nú og síð­ast þegar þau keyrðu landið í þrot.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Íslands­­­deild­ar Tran­­sparency In­ternat­i­onal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar