Blekkingar um rammaáætlun og virkjanir

Snorri Baldursson
Hagavatn_._Eystri.Hagafellsj.kull_.1.jpg
Auglýsing

Í umræðu um for­dæma­lausa breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar Alþingis að færa fyrst fjóra, síðan þrjá, virkj­un­ar­kosti úr bið­flokki ramma­á­ætl­unar í nýt­ing­ar­flokk hafa fylg­is­menn gjörn­ings­ins beitt blekk­ingum sem ástæða er til að leið­rétta. Virkj­un­ar­kost­irnir sem um ræðir eru Skrokköldu­virkjun á Sprengisandi og Holta- og Urriða­foss­virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár.

Ramma­á­ætl­un­ar­ferlið



Fyrst er þó rétt að fara örstutt yfir ramma­á­ætl­un­ar­ferlið sem hleypt var af stokk­unum árið 1999. Meg­in­til­gangur þess var og er að byggja fag­legan grunn og sátt um þá afdrifa­ríku ákvörðun hvar megi virkja og hvar ekki.  Lög um ramma­á­ætlun gera ráð fyrir að fjórir fag­hópar fjalli um, meti og raði í for­gangs­röð land­svæðum sem hugs­an­lega koma til tals sem virkj­un­ar­kost­ir. Fag­hóp­arnir fjalla um (I) vernd­ar­gildi nátt­úru og menn­ing­arminja, (II) land­nýt­ingu, svo sem ferða­þjón­ustu og úti­vist, (III) þjóð­hags­leg sjón­ar­mið, svo sem atvinnu og byggða­þró­un, og (IV) hag­kvæmni orku­nýt­ing­ar.  Þegar nið­ur­stöður fag­hópanna liggja fyrir raðar verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar við­kom­andi land­svæðum í þrjá flokka: Vernd­ar­flokk sem ber að frið­lýsa, nýt­ing­ar­flokk sem heim­ilt er að nýta til orku­vinnslu og bið­flokk sem ekki er unnt að flokka vegna skorts á gögnum og óvissu. Lendi land­svæði í bið­flokki sam­svarar það í raun frestun á ákvörðun um friðun eða nýt­ingu. Eftir lög­bundið kynn­ingar og umsagn­ar­ferli leggur verk­efn­is­stjórn rök­studda til­lögu fyrir ráð­herra. Kjósi ráð­herra að leggja til breyt­ingar á til­lög­unni – sem lögin heim­ila – skulu þær fara í nýtt kynn­ing­ar- og umsagn­ar­ferli.

Blekk­ing­arnar



Í fyrsta lagi heyr­ist full­yrt að það sem núver­andi meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar sé að reyna með flutn­ingi ofan­greindra virkj­un­ar­kosta úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk sé sam­bæri­legt við það þegar sex vikj­un­ar­kost­ir, þar á meðal þeir þrír sem styrinn stendur um núna, voru fluttir úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar.

Án þess að ég sé eitt­hvað sér­stak­lega að mæra fyrri rík­is­stjórn þá er þetta tvennt alger­lega ósam­bæri­legt. Umhverf­is­ráð­herra þá var heim­ilt sam­kvæmt lög­unum að breyta til­lögu verk­efn­is­stjórnar að við­höfðu kynn­ingar og umsagn­ar­ferli. Í því til­viki sem hér ræðir hefur sitj­andi verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­un­ar, aftur á móti, ekki hafið umfjöllun um (Skrokkalda) eða enn ekki talið for­sendur til að breyta flokk­un­inni vegna ríkj­andi óvissu (virkj­anir í neðri­hluta Þjórs­á). Þá er þess að geta að það er alls ekki sam­bæri­legt að flytja virkj­un­ar­kost úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk, fresta ákvörðun vegna vafa um umhverf­is­á­hrif, og að flytja kost úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk, þrátt fyrir vafa.  Í fyrra til­vik­inu er nátt­úran látin njóta vafans, í hinu síð­ara fram­kvæmda­að­il­inn.

Til að setja þetta í skilj­an­legt sam­hengi þá getur það varla talist sátt­ar­rof eða aðför að rétt­ar­ríki ef dóm­ari, sem hefur líf fanga í hendi sér, frestar aftöku meðan nýjar upp­lýs­ingar eru kru­fðar til mergj­ar.

Auglýsing

Önnur full­yrð­ing sem heyr­ist er að í land­inu ríki orku­skortur og að þess vegna sé ekki hægt að bíða í eitt ár eftir nið­ur­stöðu núver­andi verk­efn­is­stjórn­ar. Þetta er heldur ekki rétt. Hið rétta er að hugs­an­lega getur orðið hér orku­skortur eftir nokkur ár þegar og ef ítr­ustu áætl­anir um bygg­ingu kís­il­vera ganga eft­ir. ­Fjögur slík eru fyr­ir­hug­uð, þrjár kís­il­málm­verk­smiðjur og ein sól­ar­kís­il­verk­smiðja. Í fyrsta áfanga er orku­þörf þess­ara verk­smiðja um 260 mega­vött, en 500 mega­vött miðað við hámarks­fram­leiðslu. Fimm hund­ruð mega­vött sam­svara 11 Skrokköldu­virkj­un­um.

Meng­andi stór­iðja



Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Umhverf­is­stofnun (sjá t.d. Fram­leiðsla á sól­ar­kísli – minn­is­blað um umhverf­is­lega áhættu. Environ­ice 2014) munu kís­il­málm­verk­smiðj­urnar þrjár í fullum afköstum blása út  vel á aðra milljón tonna af koltví­sýr­ingi (heild­ar­losun á Íslandi árið 2010 var um 4.5 millj­ónir tonna), 4.300 tonnum af brenni­steins­dí­oxíði, um 1500 tonnum af nit­uroxíði, 450 tonnum af svifryki, auk minna magns af fjöl­hringa kol­vetn­um, þung­málmum o.fl. Kís­il­vinnsla er því stór­iðja, víðs­fjarri því að vera hreinn iðn­að­ur.

Forn­eskja sem verður að taka endi



Forkast­an­legt er að samið sé við stór­iðju­fyr­ir­tæki um orku áður en fyrir liggur hvort unnt er að afla hennar með ásætt­an­legum hætti fyrir land og þjóð. Löngu er orðið ljóst að stór­iðja getur ekki keppt við ferða­mennsku hvað gjald­eyr­is­sköp­un, arð­semi og umhverf­is­á­hrif snertir og að áhugi ferða­manna á land­inu byggir fyrst og fremst á villtri nátt­úru þess. Snúa þarf ofan af samn­ingum við stór­iðju­fyr­ir­tæki frekar en að bæta í. Að farga verð­mætum nátt­úru­svæðum vegna orku­vinnslu fyrir meng­andi stór­iðju er forn­eskja sem verður að taka endi.

Höf­undur er líf­fræð­ingur og for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None