Auglýsing

Einu sinni á ári fer fram mikil umræða um laun í íslensku sam­fé­lagi. Það ger­ist þegar upp­lýs­ingar frá skatt­inum eru birtar og fjöl­miðlar vinna úr þeim fréttir þar sem greina má með nákvæmum hætti hvernig launa­þró­unin hefur verið í íslensku sam­fé­lagi. Fólkið á gólf­inu upp­lifir sem fyrr minni hækkun launa sinna heldur en stjórn­endur fyr­ir­tækja, sem er bæði ósann­gjarnt og óskyn­sam­legt. Best væri ef fólkið á gólf­inu upp­lifði það á eigin skinni að árangur starfs þeirra væri ­met­inn, að minnsta kosti til jafns við það hvernig hann er met­inn hjá stjórn­end­um. Þá væri hlut­falls­þró­unin í launum stjórn­enda og fólks­ins á gólf­inu svip­að­ur. Svo er ekki þessi miss­erin og það ætti að vera mikið áhyggju­efni fyrir ­kom­andi rök­ræður um kaup og kjör á almennum vinnu­mark­aði.

Ein elítu­deild



Launa­skriðið í fjár­mála­geir­anum er meira en ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Hann er hálf­gerð elítu­deild þegar kemur að launum og hefur verið lengi. Það sama er uppi á ten­ingnum víða um heim.

Þetta finnst mér mikið umhugs­un­ar­efni og fullt til­efni er til þess að staldra við og velta því upp, hvort þetta sé skyn­sam­leg þróun og hvort það geti verið að launa­hækk­an­irnar séu inni­stæðu­lausar þegar málið er skoðað frá öllum hlið­um.

Banka­þjón­usta á Íslandi er úr takti við alþjóða­lega fjár­mála­mark­aði eftir hrun­ið, eða því sem næst. ­Ís­lenskir bankar, þeir end­ur­reistu, hafa stigið hænu­skref inn á alþjóð­lega lána­mark­aði og eru fyrst og fremst byggðir upp á grunni inn­lána frá almenn­ingi á Íslandi, ein­stak­lingum og fyr­ir­­tækj­um. Hluta­bréfa- og skulda­bréfa­mark­aðir hafa verið að rísa úr rústum hruns­ins og hefur umtals­verður árangur náðst á skömmum tíma við að glæða þessa mark­aði lífi, svo þeir geti þjón­u­stað íslenskt atvinnu­líf og almenn­ing. Það sem síðan er mest ein­kenn­andi fyrir íslenskan fjár­mála­mark­að, þegar hann er bor­inn saman við fjár­mála­mark­aði ann­ars stað­ar, er að hann er nær allur í örmynt­inni íslenskri krónu, innan víð­tækra fjár­magns­hafta.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/3[/em­bed]

Ekki nein sam­keppni



Þessar sér­ís­lensku aðstæður gera algeng­ustu rök­semd­ina sem banka­menn nota til að rétt­læta him­inhá laun afar mátt­litla. Hún er sú að fjár­mála­mark­aðir landa heims­ins séu sam­ofnir og því þurfi fjár­mála­fyr­ir­tæki að vera hluti af alþjóð­legri launa­þróun þar sem öll vötn renna til lokum til Wall Street í New York, City í London og víð­líka svæða þar sem stærstu fjár­mála­fyr­ir­tæki heims­ins eru með starf­semi. Sam­keppn­is­hæfn­is­rökin eru veik af þessum fyrr­nefndu ­sök­um, svo ekki sé meira sagt.

Íslenskur fjár­mála­mark­aður er í dag inni­lok­aður í fjár­magns­höftum og byggir til­veru sína að mestu á því að ­ís­lenskur almenn­ingur getur ekk­ert annað gert en að vera með reikn­inga hjá hinum nýend­ur­reistu íslensku bönk­um. Auk þess er í gildi yfir­lýs­ing um opin­bera ábyrgð á inn­lán­um, það er rík­is­á­byrgð á inn­lán­un­um, skuldum ­fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna. Í skjóli þess­arar yfir­lýs­ingar er allur fjár­mála­geir­inn á Íslandi, jafn­vel þó það virð­ist aug­ljóst öllum að hún er frekar hald­lít­il.

En fyrst yfir­lýs­ingin er virk, og íslenskur almenn­ingur þar með settur í við­bragðs­stöðu ef allt fer á versta veg, þá skýtur það skökku við að launa­skriðið sé lang­sam­lega mest í fjár­mála­geir­an­um. Það er óskilj­an­legt raun­ar, því engar for­sendur eru til þess. Mikið eigið fé í fjár­mála­kerf­inu og „góð­ur“ árangur byggir á sér­ís­lenskum aðstæðum eftir alls­herj­ar­hrun við­skipta­banka­kerfis þjóð­ar­inn­ar.

Annað sem er mikið umhugs­un­ar­efni er að um 25 til 30 pró­sent af öllum hagn­aði fyr­ir­tækja á Íslandi er hjá end­ur­reistu bönk­unum þrem­ur, að því er Frosti Sig­ur­jóns­son, ­for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, greindi frá í pistli á vef­síðu sinni 9. mars. Þar vitn­aði hann til þess sem George Soros, fjár­festir­inn þekkti, hefur gagn­rýnt harð­lega í Bret­landi, en þar er fjár­mála­geir­inn með um 35 pró­sent ­hagn­aðar í hag­kerf­inu. Þetta finnst Soros alltof hátt hlut­fall og að betra væri að láta hagn­að­inn verða til í verð­mæta­skap­andi starf­semi frekar en í fjár­mála­þjón­ustu við atvinnu­líf­ið.

Frosti er einn fárra þing­manna sem hefur lagt sig fram í því að vekja fólk til umhugs­unar um hlut­verk fjár­mála­geirans í hag­kerf­inu og hvort það geti verið að það þurfi að breyta því veru­lega, með það að mark­miði að draga úr vægi fjár­mála­geirans, bein­línis minnka umfang hans og auka umfang fram­leiðslu, iðn­aðar og nýsköp­unar ýmis kon­ar.

Launa­þró­unin í fjár­mála­geir­an­um, við þær sér­ís­lensku aðstæður sem hér eru, ætti ekki að vera á skjön við þróun launa í öðrum geirum hvað varðar launa­hækk­an­ir. Það eru engar mál­efna­legar ástæður fyrir slíku. Fjár­mála­geir­inn er í þjón­ustu­hlut­verki við atvinnu­lífið og mik­il­vægt að muna að hann skapar ekki ný verð­mæti sem eru grund­völlur ­hag­vaxtar og fram­gangs. Blekk­ing­ar­heim­ur­inn sem fjár­mála­geir­inn hefur skap­að, í krafti þess að hann er of stór til að falla án þess að vanda­málin lendi í fang­inu á almenn­ingi, verður að fá að reka sig á raun­veru­leika­vegg­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None