Bless og takk fyrir okkur

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af einhverri sviðsmynd til afþreyingar, skrifar Gunnar Ingiberg Guðmundsson í aðsendri grein um stöðu faraldursins.

Auglýsing

Ég hef hingað til kosið að tjá mig ekki um Covid-19, ástæðan var ein­föld: Ég er ein­fald­lega ekki lækn­is­fræði- eða heil­brigð­is­mennt­aður og því gætu mínar hæg­inda­stóls­hug­leið­ingar orðið meira til skaða heldur en til gagns. Þessi afstaða var hins vegar mótuð áður en Covid-19 varð póli­tískt. Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að létta af landamæra­tak­mörk­unum og blása lífi í ferða­þjón­ust­una drap þessa afstöðu þar sem hug­leið­ingar hluta rík­is­stjórn­ar­innar eru bein­línis skað­leg­ar. Þau ákváðu að gera þetta póli­tískt í aðdrag­anda kosn­inga.

Sótt­varn­ar­að­gerðir hafa hingað til verið til­tölu­lega hóf­sam­ar, þannig að skað­inn af þeim, annar en af far­sótt­inni sjálfri, hefur verið lág­mark­að­ur. Þó hefur við­bragð í ljósi nýrra gagna stundum borið þess merki að vera seint og hlutur stjórn­mál­anna í því aug­ljós. Það vakti mér tölu­verðan óhug þegar spuna­meist­arar Sjálf­stæð­is­flokks­ins slógu upp þeirri skýja­borg að í sumar yrði aldeilis hægt að fagna frels­inu því Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætli sér að útrýma sam­komu­tak­mörk­unum til fram­búð­ar. Þarna var komin tölu­verð kosn­inga­lykt af þessu verk­efni.

Auglýsing

Nú hafa bólu­setn­ingar gengið vonum framar og Ísland fram­ar­lega í hlut­falli bólu­setn­inga, en eft­irá að hyggja líður mér eins mér hafi verið færð fal­leg brynja og skjöldur í miðju umsátri. Það nefndi það hins vegar eng­inn að til­gang­ur­inn væri að opna vindu­brúnna í sömu andrá. Alveg eins og reynt var síð­asta sumar með sömu afleið­ingum og við sitjum núna uppi með.

Mynd: Aðsend

Það er sjaldan sem ég tek undir mál­flutn­ing Sjálf­stæð­is­manna, en odd­viti bæj­ar­stjórnar Sjálf­stæð­is­manna í Vest­manna­eyjum hitti að vissu leyti naglann á höf­uðið þegar hún líkti stöð­ugu hringli með tak­mark­an­irnar frá degi til dags við pynt­ing­ar. Við sem byggjum Frón erum nú þegar búin að upp­lifa tvær illa ígrund­aðar til­raunir til þess að opna land­ið, til þess að skömmu seinna skella öllu í lás aft­ur. Þess á milli eru aðgerðir inn­an­lands íþyngj­andi fyrir öll önnur sam­skipti með til­heyr­andi and­legu álagi. Ísland var byggi­legt áður en ferða­menn flykkt­ust hing­að.

Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar virt­ist nefni­lega loks­ins hafa tek­ist að sann­færa rík­is­stjórn Íslands um að ákjós­an­leg­asti kost­ur­inn í stöð­unni væri lík­lega bara að hella ferða­mönnum á hjól atvinnu­lífs­ins svo Ísland geti loks­ins farið að græða aft­ur. Eins og fram­kvæmda­stjóri þeirra lét hafa eftir sér í útvarps­við­tali þann 24. mars: „Þó að ein­hver smit komi inn í gegnum landa­mæri þá eru það nátt­úr­lega við hér inn­an­lands sem sjáum um að dreifa þeim með óvar­legum hætt­i.“

Þetta er sem sagt okkur að kenna.

For­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar lét síðan hafa eftir sér í vik­unni að það væri gríð­ar­lega alvar­legt mál ef Ísland færi á rauðan lista því eitt­hvað erf­ið­lega gengur víst að selja ferðir í svona pestar­bæli. Eins og öll þessi harð­orðu bréf til ráð­herra hafi bara ekk­ert með þessa stöðu að gera. Eigum við, þau sem byggja þetta land, þá bara að drífa okkur öll saman í grímur og sjálf­skip­aðar sótt­kúl­ur?

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af ein­hverri sviðs­mynd til afþrey­ing­ar. Það eru færri ein­stak­lingar látnir á Nýja Sjá­landi heldur en á Íslandi en frelsið inn­an­lands hefur samt verið meira og stöðugra. Þeirra lausn var að veita frelsi inn­an­lands og tak­marka komur og farir við landa­mær­in. Við eigum nægi­lega mörg hót­el­her­bergi til þess að setja alla ferða­menn í sótt­kví. Ef ósk Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar er að Ísland verði grænt á ný er lausnin að styrkja landa­mærin á meðan löndin í kringum okkur eru enn að bisa við að bólu­setja hjá sér. Þá fyrst er hægt að selja þá ímynd að landið okkar sé sótt­laust.

Bless og takk fyrir okk­ur.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­ur­-­kjör­dæmi fyrir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar