Borgríki eða landsríki?

14520556196-d8a5c5e5a3-z.jpg
Auglýsing

Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins búa nú um hund­rað þús­und manns og hafa aldrei verið fleiri frá því land byggð­ist. Mennt­un­ar­stig um land allt hefur aldrei verið hærra, fjöl­breytni atvinnu­lífs aldrei verið meiri og sam­göngur hafa aldrei verið betri. Þá hefur tækni­bylt­ingin skapað stór­kost­lega mögu­leika í sam­skiptum fólks og aðgangi að upp­lýs­ingum sem hefði verið óhugs­andi fyrir örfáum árum.

Þóroddur mynd Þór­oddur Bjarna­son.

Þrátt fyrir þessa  stór­sókn lands­byggð­anna er íslenska ríkið að mörgu leyti skipu­lagt sam­kvæmt þeirri hug­mynda­fræði nítj­ándu ald­ar­innar að fimm­tíu þús­und manna þjóð geti í besta falli byggt upp einn byggða­kjarna fyrir landið allt. Sú útbreidda skoðun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að opin­ber starf­semi eigi for­taks­laust að vera stað­sett þar sem meiri­hluti þjóð­ar­innar býr er angi af þessum úrelta hugs­un­ar­hætti.

Auglýsing

Það er sönnu nær að opin­ber þjón­usta ætti að vera sem næst þeim sem henni njóta, hvar á land­inu sem þeir búa. Störf á vegum rík­iss­ins eru jafn­framt mik­il­vægur þáttur í fjöl­breyttum vinnu­mark­aði, ekki síður en störf á vegum einka­að­ila. Með sama hætti og ríkið hvetur einka­fyr­ir­tæki til starf­semi um allt land er því eðli­legt að sam­þjöppun starf­semi rík­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu end­ur­skoðuð með reglu­bundnum hætti.

Fjöl­breytni byggð­anna



Æv­in­týra­legur vöxtur Reykja­víkur og síðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hófst með flutn­ingi opin­berrar starf­semi til þorps­ins sem taldi um þrjú hund­ruð íbúa í upp­hafi nítj­ándu ald­ar. Með sam­þjöppun stjórn­sýslu, mennt­un­ar, efna­hags­lífs og menn­ingar tókst að umbreyta þorp­inu í borg og land­inu öllu í fjöl­breytt nútíma­sam­fé­lag. Tveimur öldum síðar getum við sann­ar­lega verið stolt af litlu borg­inni okkar við sund­in.

Lands­byggð­irnar í seil­ing­ar­fjar­lægð frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa einnig vaxið og telja rúm­lega fimm­tíu þús­und íbúa á þremur vinnu­sókn­ar­svæð­um. Akur­eyr­ingar eru um helm­ingur 36 þús­und íbúa Norð­ur­lands en Akur­eyri og aðrir norð­lenskir þétt­býl­is­staðir styðja fjölda smærri byggða­kjarna og sveita­sam­fé­laga. Íbúar Aust­ur­lands eru um tíu þús­und tals­ins, en um 80% þeirra búa á atvinnu- og þjón­ustu­svæði Mið-Aust­ur­lands. Þannig mætti áfram telja vaxt­ar­brodda lands­byggð­anna.

Alvar­legur byggða­vandi er að mestu tak­mark­aður við lít­inn hluta þjóð­ar­innar í sveitum og smærri sjáv­ar­byggð­um. Til­hneig­ing fjöl­miðla­manna og álits­gjafa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að álíta alvar­legan vanda brot­hættra byggð­ar­laga dæmi­gerðan fyrir „lands­byggð­ina“ hefur hins vegar drepið mark­vissri umræðu um byggða­mál á dreif og fyrir vikið virð­ast aðgerðir til upp­bygg­ingar ólíkra svæða oft vera illa ígrund­aðar eða jafn­vel óskilj­an­leg­ar.

Ódýrt er ekki alltaf hag­kvæmt



Það kann að vera ódýrt fyrir rík­is­sjóð að þjappa opin­berri þjón­ustu saman á einum stað, en sá sparn­aður veltir ferða­kostn­aði, tíma­sóun og launatapi yfir á not­endur þjón­ust­unn­ar. Marg­vís­leg þjón­usta í heil­brigð­is­mál­um, félags­þjón­ustu, menntun og menn­ingu þarf að vera eins nálægt not­endum hennar og mögu­legt er.  Þar gegna stærri þétt­býl­iskjarnar og greiðar sam­göngur í hverjum lands­hluta lyk­il­hlut­verki.

Þess ber þó að gæta þess að eftir því sem þjón­usta sem almenn­ingur sækir er sér­hæfð­ari krefst hún stærra upp­töku­svæðis og öfl­ugri vinnu­mark­að­ar. Það er því óhjá­kvæmi­legt að almenn­ingur geti aðeins sótt mjög sér­hæfða opin­bera þjón­ustu á einn stað á land­inu. Mjög sér­hæfða þjón­ustu ætti að veita þar sem mann­fjöld­inn er mestur og aðrir lands­menn að njóta stuðn­ings til að sækja hana þang­að. Um það ætti eng­inn ágrein­ingur að vera.

Marg­vís­leg fjar­þjón­usta, stjórn­sýsla og  eft­ir­lits­störf krefj­ast hins vegar ekki stöðugra per­sónu­legra sam­skipta við almenn­ing. Jafn­framt fer stjórn­sýslu­leg þörf fyrir að lík­amar emb­ætt­is­manna geti snerst á hverjum degi sífellt minnk­andi. Raunar leyfir tæknin nú þegar land­fræði­lega dreifða stjórn­sýslu þótt þess verði e.t.v. ekki enn mikið vart í sam­skiptum stjórn­sýslu rík­is­ins í Reykja­vík við íbúa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.  Sú tækni­þróun mun enn skapa nýja mögu­leika á næstu árum.

Engu að síður verður að taka til­lit til þess að sér­hæfð störf krefj­ast fjöl­breytts vinnu­mark­að­ar, ekki síst þar sem makar sér­fræð­inga eru oft einnig sér­fræði­mennt­að­ir. Ýmsar sér­hæfðar opin­berar stofn­anir gætu þó eflaust sinnt hlut­verki sínu með prýði á stærri vinnu­sókn­ar­svæðum lands­ins. Á fámenn­ari svæðum er í mörgum til­vikum væn­legra að huga að stofnun úti­búa sem tengj­ast svæð­unum sér­stak­lega eða mögu­leikum ein­stak­linga til starfa án stað­setn­ing­ar.

Byggða­stefna fyrir alla lands­menn



Það er löngu orðið tíma­bært að end­ur­skipu­leggja starf­semi rík­is­ins í takt við þær sam­fé­lags- og tækni­breyt­ingar sem orðið hafa og munu verða á næstu árum. Þannig eru tvö hund­ruð þús­und íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins full­færir um að sjá um ýmis mál sín sjálfir og engin ástæða til að ríkið og sveit­ar­fé­lögin byggi þar upp tvö­falda þjón­ustu. Reykja­vík­ur­borg eða Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gætu því til dæmis tekið við marg­vís­legum verk­efnum sem nú eru á hendi rík­is­ins.

Í kjöl­far fólks­fjölg­un­ar, hækk­andi mennt­un­ar­stigs, bættra sam­gangna og tækni­bylt­ingar í sam­skiptum og upp­lýs­ingum eru jafn­framt marg­vís­legir mögu­leikar á land­fræði­lega dreifð­ari stjórn­sýslu rík­is­ins en nú tíðkast. Með sama hætti eru íbúar lands­byggð­anna nú í stakk búnir til að taka að sér verk­efni sem hefðu verið óhugs­andi fyrir nokkrum ára­tug­um, hvað þá við upp­haf þétt­býl­i­svæð­ingar í upp­hafi nítj­ándu ald­ar. Í því felst mikið sókn­ar­færi á tímum þegar þörf á vinnu­afli í frum­fram­leiðsl­unni fer sífellt minnk­andi og menntun ungs fólks fer vax­andi.

Flutn­ingur eða stað­setn­ing nýrra opin­berra stofn­ana, stofnun úti­búa, störf án stað­setn­ingar og flutn­ingur verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga eða lands­hluta­sam­taka þeirra eru mis­mun­andi leiðir að því mark­miði að aðlaga starf­semi hins opin­bera að þörfum allra lands­manna. Þær hafa kosti og galla sem þarf að meta hverju sinni.

Skyn­samt fólk getur haft ólíkar skoð­anir á skipu­lagi opin­berrar starf­semi en mál­efna­leg og hóf­stillt umræða um mark­mið og leiðir hlýtur að vera væn­legri til árang­urs en gleið­gosa­legar yfir­lýs­ingar um kjör­dæma­pot og spill­ingu lands­byggð­anna ellegar ofríki meiri­hlut­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

 

Höf­und­ur er pró­fessor í félags­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri og for­maður stjórnar Byggða­stofn­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None