Bréf til reiða fólksins

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Snæbjörn Ragnarsson rithöfundur. Snæ­björn Brynjars­son rit­höf­und­ur.

Það er ákveðin hópur fólks í íslenska hægr­inu sem ég skrifa til. Hópur sem mætti kalla reiða fólk­ið. Það er fólk­inu sem finnst óbæri­legt að hugsa til þess að ekki verði allt, alltaf, allan tím­ann eftir vilja þess far­ið. Ég vona fyrir hönd nán­ustu fjöl­skyldu­með­lima og vina þeirra, að það sé auð­veld­ara að vera í sam­búð með þeim heldur en að mynda sam­fé­lag. Póli­tíkin virð­ist alla­vega ekki auð­veld með þeim. Enda sjá þeir stjórn­málin ein­ungis sem átaka­flöt án þess að koma auga á sam­starfs­mögu­leika. Allt end­ur­mat og sjálfs­gagn­rýni er séð sem sorg­ar­ferli og öll utan­að­kom­andi gagn­rýni ósvífin árás. Jafn­vel sam­særi.

Ég vona fyrir hönd nán­ustu fjöl­skyldu­með­lima og vina þeirra, að það sé auð­veld­ara að vera í sam­búð með þeim heldur en að mynda samfélag.

Auglýsing

Maður ætti aldrei að mæta í byssu­bar­daga ein­ungis vopn­aður hníf. Þetta er eflaust gott ráð sé maður á leið í byssu­bar­daga, og ef eitt­hvað er að marka fréttir og yfir­lýs­ingar stjórn­mála­fólks má gera ráð fyrir mik­illi fjölgun á byssu­bar­dögum (Fólk sem bendir á lækkun glæpa­tíðni með töl­fræði­gögnum er bara naívt og fylgist ekki með útlönd­um). En mig langar ekki til að skrifa til reiða fólks­ins um það. Sem betur fer fara stjórn­mála­á­tök ekki fram með byssum á Íslandi enn­þá, heldur með umræðu og átökum hug­mynda. Það sem mig langar að skrifa til íslenska hægr­is­ins er bréf um hug­mynda­fræði­lega fátækt þess, skort­inn á nýjum lausnum og þröng­sýn­ina sem ein­kennir það.

Það var hrun. Já, ég veit að í íslenska hægr­inu er önnur túlkun á þeim atburð­um, en, lesið nú samt. Það getur verið að íslenska hrunið hafi orsakast út af  sér­ís­lensku eft­ir­lits­leysi, spill­ingu og klíku­skap og svo getum við bara kennt kaup­hall­ar­hrun­inu banda­ríska um þetta allt sam­an. Margir íslenskir hægri­menn hampa seinni skýr­ing­unni og tala um efna­hags­leg fár­viðri án þess að hugsa það fylli­lega til enda.

 ­Jafn­vel ef við gefum okkur að íslenskt stjórn­mála og banka­fólk hafi staðið sig með prýði en ekki veðrað erlendan storm þá er hug­mynda­fræði­lega krísan enn til staðar.

Jafn­vel ef við gefum okkur að íslenskt stjórn­mála og banka­fólk hafi staðið sig með prýði en ekki veðrað erlendan storm þá er hug­mynda­fræði­lega krísan enn til stað­ar. Enda var fyr­ir­myndin sótt til Banda­ríkj­anna og hug­mynda þaðan um fáar reglu­gerðir og lága skatta sem nauð­syn­legt var að koma á til að fyr­ir­mynd­ar­ríki frjáls­hyggj­unar gæti orðið að veru­leika. Banda­rísk hægri­stefna hefur haft mikil áhrif á sein­ustu árum. Skyndi­lega sér maður trú­ar­lega við­burði í boði íslenska hægr­is­ins, bæna­stundir með fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar sem beðið er fyrir kvóta­kerf­inu og áður óþekktan ákafa fyrir vopna­væð­ingu. Jafn­vel tungu­takið virð­ist óís­lenskt. Talað er um „attack‟ á skóla á Íslandi.

Nei, þing­mað­ur­inn sem tal­aði um „attack‟ var ekki geng­inn í Attac-­sam­tökin heldur að lýsa því hvernig hann sæi fyrir sér íslenskan lög­reglu­þjón stökkva úr bíl og bjarga skólakrökkum frá morð­óðum brjál­æð­ingi (Eins og riflasam­tökin banda­rísku, NRA, myndu segja: It takes a good guy with a gun to stop a bad guy with a gun).

Attack er frekar slappt nýyrði, en honum var vor­kunn því það var ekk­ert íslenskt orð til yfir „school-s­hoot­ing‟ (Þótt að skóla-skotárás myndi kannski vera þjálla á móð­ur­máli okk­ar). Ástæðan fyrir þessum skorti er ein­fald­lega sú að það lýsir ekki íslenskum raun­veru­leika eða aðstæð­um. Mig grunar að ástæða þess að þing­mað­ur­inn greip til þessa dæmis til að rétt­læta stóra byssu-inn­flutn­ing­inn hafi ekki verið sú að hann væri endi­lega rök­þrota, heldur frekar sá að hug­mynda­fræði hans og skoð­anir hans mót­ast nærri alger­lega á enskri tungu.

 Mér var hugsað til þess að nærri öll dellan sem Hannes Hólm­steinn þýðir yfir á íslensku er fram­leidd af banda­rískum hugs­ana­veit­um, reknum af banda­rískum milljarðamæringum.

Mér var hugsað til þess að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og annað ráð­herra­efni hefðu skroppið rétt fyrir síð­ustu kosn­ingar á lands­fund Repúblikana­flokks­ins. Mér var hugsað til þess að nærri öll dellan sem Hannes Hólm­steinn þýðir yfir á íslensku er fram­leidd af banda­rískum hugs­ana­veit­um, reknum af banda­rískum millj­arða­mær­ing­um. Mér var hugsað til að upp­á­halds­bækur ykkar eru oft á tíðum ein­hver af sjálfs­hjálp­ar­bókum Ayn Rand.

Það eru reyndar slá­andi lík­indi milli því hvernig Repúblikanar hafa hagað sér á valda­tíð Obama og hvernig Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­menn hög­uðu sér meðan Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir var for­sæt­is­ráð­herra. Í báðum til­vikum voru mál­þóf, sam­sær­is­kenn­ingar og öllum til­raunum til mála­miðl­ana hafn­að. Í báðum til­vikum var litið á sig­ur­veg­ara kosn­ing­ana sem ein­hvern veg­inn órétt­mæta. Í til­felli Obama bland­að­ist ógeð­felldur ras­ismi inn í kenn­ingar um afrískan fæð­ing­ar­stað en á Íslandi var vinstri­st­jórnin álitin óásætt­an­legt frá­vik. Eitt­hvað sem gerð­ist ein­ungis af því látið var undan ósvífnum anar­kistum (Með vænu dassi af kven­fyr­ir­litn­ing­u).

Svo virð­ist sem að þið lítið svo á að ekki hafi verið gengið nógu langt. Þið virð­ist líta á að í þetta sinn verði að vera hægri­s­inn­aðri og sam­heldn­ari. En samt virð­ist þið ekki einu sinni fylli­lega getað svarað þeirri spurn­ingu hvað það þýði að vera hægri­s­inn­að­ur. Sum ykkar virð­ast líta í átt til þjóð­ern­is­hyggj­unnar og svo­kall­aðra „kristi­legra gilda.‟ til að fylla upp í hug­mynda­fræði­legt tóm sitt, mjög í anda banda­ríska hægr­is­ins.

Ég skal alveg játa að ég væri til í að sjá Ísland færa sig til frjáls­ræðis og „borg­ara­legra gilda‟ að ýmsu leyti. Ég hef ekk­ert á móti bjór í búðum og held að ein­okun mjólk­ur­sam­söl­unnar sé af hinu illa. En ég velti fyrir mér hvaða fleiri hug­myndir þið hafið aðrar en að taka vínið úr vín­búð­inni og stilla upp við hlið­ina á mjólk­inni?

Kannski geta full­trúar frjáls­ræðis og borg­ara­legra gilda litið víðar en bara til Amer­íku? Til hægri­st­jórna í Þýska­landi eða Norð­ur­lönd­un­um? Kannski sam­taka og hugs­ana­veita innan Evr­ópu eða jafn­vel Asíu? Eða? Ég veit ekki, þetta er ykkar nafla­skoð­un.

Það hefur stundum verið sagt um íslenska vinstrið að það mæti í byssu­bar­dag­ann aðeins með hníf. Að það leyfi hægr­inu að skil­greina kosn­ing­arnar og nái seint að bregð­ast við útspilum þess. Annað sem hefur orsakað að hægri flokk­arnir hafa mótað íslenskt sam­fé­lag að mestu leyti er klofn­ingur vinstri manna, ótal vinstri­flokkar hafa sprottið upp í gegnum tíð­ina en fáir hægri flokkar hafa skotið rót­um. Akornin falla ekki langt frá eik Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þau deyja í skugga hans.

En að sigra kosn­ingar forðar manni ekki úr hug­mynda­fræði­legri krísu. Ef það er eitt­hvað sem vinstri menn eru góðir í þá er það að vera ósam­mála, en það er eins og lit­rófið verði grárra hægra meg­in. Hvaðan koma hug­myndir ykk­ar? Hvar er end­ur­mat­ið? Hvar er vilj­inn til að koma til móts við önnur sjón­ar­mið?

Það gengur alla­vega ekki mikið lengur að vera reiði mað­ur­inn. Það er hrika­lega erfitt að vera í sam­fé­lagi með hon­um, hvað þá sambúð.

Það gengur alla­vega ekki mikið lengur að vera reiði mað­ur­inn. Það er hrika­lega erfitt að vera í sam­fé­lagi með hon­um, hvað þá sam­búð. Ef við eigum að búa á Íslandi saman þá þurfum við að fara ræða málin og hlusta á hvort ann­að, og ef einn aðil­inn gefur undan þá þarf hinn að gera það líka. Kannski komumst við þannig hjá ein­hverjum hörm­ung­um, annarri bús­á­halda­bylt­ingu þar sem illa sofnar lög­reglur mæta bitrum mót­mæl­endum og hríð­skota­vopn rífa sár sem ómögu­legt verður að græða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None