Brotamaður bakkar

Hermann Stefánsson
bogglapoststofan.jpg
Auglýsing

Afstaða Hjalta Snæs Ægis­sonar til útgáfu­mála Braga Ólafs­sonar var frá upp­hafi byggð á sandi. Því er fagn­að­ar­efni að hann dregur í nýj­ustu grein sinni allar full­yrð­ingar sínar til baka, bakkar eins og bakkað verð­ur. Gott mál. Batn­andi manni er best að lifa. Mað­ur­inn sem sagði: „Því skyldi rík­is­sjóður veita fé til lista­manna sem skapa ein­göngu fyrir lok­aða elít­u?“ segir nú: „Eng­inn hefur óskað eftir því að Bragi Ólafs­son verði sviptur rit­launum fyrir Böggla­póst­stof­una og að halda öðru eins fram er mark­leysa.“ Mað­ur­inn sem gaf í skyn að Bragi hefði sett „verð­miða á lista­manns­heiður sinn“ segir nú að „rit­höf­und­um, líkt og öðrum lista­mönn­um, [sé] full­frjálst að selja verk sín“ – að vísu bara þeim sem Hjalti hefur vel­þóknun á. Og reyndar hótar Hjalti því í fram­hjá­hlaupi að hætta að verja rit­launa­kerfið ef rit­höf­undar ætli „upp til hópa” að birta verk með sama hætti og Bragi Ólafs­son gerir í Böggla­póst­stof­unni. Hvað þýðir það í raun? Jú, rit­höf­undar skulu halda sig á þröngt snið­inni mottu um hvernig bók­menntum skuli miðlað en fyr­ir­gera ella stuðn­ingi í bar­átt­unni um rit­laun­in. Og Hjalti dregur fokk­merkið sitt meira að segja nið­ur, nú hefur hann allt í einu fulla trú á að rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son, sem átti ekki að hafa sagt neitt mark­vert í tíu ár, eigi fleiri tromp uppi í erminni.

Gott og vel. Á und­an­hald­inu saltar Hjalti Snær í mig, sem honum er guð­vel­komið að gera, en nær þar mark­verðum hæðum í ósam­kvæmni. Fyrst seg­ist hann hafa skrifað stuð­andi grein til að hrista upp í umræð­unni, síðan dregur hann þá röngu ályktun að ég hafi í grein minni verið að skamma hann fyrir „öfga­fulla yfir­lýs­inga­gleð­i”, finnur síðan til nokkuð mörg dæmi þar sem honum finnst ég hafa gert mig sekan um slíkt hið sama. Upp­taln­ing­unni (hún er púra retó­rík og errat­ísk í ofaná­lag) er ætlað að sýna fram á að ekki sé neitt mark á mér tak­andi – en um leið grefur Hjalti undan eigin grein sem, sam­kvæmt honum sjálf­um, er skrifuð með sömu aðferða­fræði eða stíl­með­ul­um.

Stað­reyndin er sú að ég var ekki að skamma Hjalta Snæ fyrir að vera með kjaft. Ég veit ekki við hverju háskóla­kenn­ari býst þegar hann sakar rit­höf­und opin­ber­lega um að hafa haft almenn­ing að féþúfu í tíu ár á lista­manna­launum ef ekki að fá eitt­hvað svipað í haus­inn. Ef maður sakar rit­höf­und um að vera tagl­hnýt­ingur auð­kýf­inga og dregur svo alla rit­höf­unda (eða alla honum tengda) í eina með­virka kap­ít­al­íska kví getur maður barasta hreint ekki kvartað yfir að fá nákvæm­lega það sama til baka. Það er enda í meira lagi skrýtið að Hjalti Snær sé að skrifa um Braga ef hann hefur ekki haft áhuga á bókum hans svona lengi.

Auglýsing

Kjarni þessa litla og ómerki­lega máls er útgáfu­rétt­ur­inn, réttur rit­höf­undar til að haga útgáfu eigin verka með þeim hætti sem honum sýn­ist. Það er tómt mál að tala um úti­lokun í því sam­hengi. Ef rit­höf­undur vill gefa út mark­póst gerir hann það. Vilji hann gefa út vef­síðu sem hverfur gerir hann það. Ekk­ert bók­mennta­eft­ir­lit er til. Álíti sig ein­hver hafa óskorað og óve­fengj­an­legt for­skrift­ar- og kenni­vald í þessum efnum er sá hinn sami á villi­götum og verð­skuldar ræki­legt spark.

Kjarni þessa litla og ómerki­lega máls er útgáfu­rétt­ur­inn, réttur rit­höf­undar til að haga útgáfu eigin verka með þeim hætti sem honum sýn­ist. Það er tómt mál að tala um úti­lokun í því sam­hengi. Ef rit­höf­undur vill gefa út mark­póst gerir hann það. Vilji hann gefa út vef­síðu sem hverfur gerir hann það. Ekk­ert bók­mennta­eft­ir­lit er til. Álíti sig ein­hver hafa óskorað og óve­fengj­an­legt for­skrift­ar- og kenni­vald í þessum efnum er sá hinn sami á villi­götum og verð­skuldar ræki­legt spark.

Fyrir 15 árum mátti fá í örfáum bóka­búðum ljóða­bækur sem José Sara­mago gaf út í 300 ein­tökum hjá obskúr for­lögum og ég veit ekki til þess að hafi ratað í hans opin­beru útgáfu­sögu eða á bóka­söfn (fremur en stór hluti útgef­inna verka á Spáni kemst nokkru sinni á neitt bóka­safn). Þannig hefur hann viljað hafa það, kannski hefur hann litið svo á að þessar bækur ættu bara erindi við tak­mark­aðan hóp í Portú­gal og Galisíu og kannski hefur hann litið svo á að hann væri hrein­lega ekki nógu gott ljóð­skáld. Að saka Sara­mago um að bregð­ast „sam­fé­lags­legri ábyrgð“ sinni með því að velja þessa útgáfu­leið væri hreint dellu­m­akk­erí.

Og svo er það hin leið­in, mikil útbreiðsla en ekk­ert nafn: Fjöldi íslenskra rit­höf­unda og fræði­manna hefur skrifað fróð­leikstexta um íslenskt mál og bók­menntir utan á mjólk­ur­fern­ur, texta með mikla útbreiðslu; samt veit eng­inn hver skrif­aði þá því höf­und­arnir ráða því hvort þeir telja text­ana með höf­und­ar­verki sínu eða ekki, hvort þeir telji þetta merki­leg fræði eða skáld­skap, telji stöffið sitt ekki barasta rétti­lega eiga heima í nafn­lausu birt­ing­ar­um­hverfi. Að ræða úti­lokun hluta höf­und­ar­verka í því sam­hengi myndi hljóma eins og ég veit ekki hvað, spor­hundur með ofnæmi. Vilji ein­hver grennsl­ast fyrir um efnið gæti það auð­vitað verið skemmti­legur leikur en hitt væri hrein þvæla.

Sama má segja um höf­und sem kysi að gefa út litla bók í tíu ein­tökum fyrir vini sína. Þess eru mörg dæmi. Fólk stendur í alls­konar smá­út­gáfum fyrir hina og þessa.

Mér finnst raunar ýmis­legt næsta ámæl­is­laust af vand­læt­ing­ar­efnum Hjalta, svo sem að Björgólfur Guð­munds­son hafi haldið afmæli Ein­ars Más Guð­munds­sonar (Hjalti heyk­ist á að nefna fólk með nafni í grein sinn­i). Þetta hefur margur útgef­andi gert fyrr og síð­ar. Sama dag og síð­ari grein Hjalta birt­ist voru afhentir við Hug­vís­inda­svið dokt­ors­náms­styrkir sem ég sá ekki betur en að væru frá Eim­skip­um.

Að selja Gamma verk, drög að leik­verki, er það góð hug­mynd eða ekki? Ég veit það ekki, en það er svíns­lega ósann­gjarnt og hrein­lega blind­bil­legt að gera rit­höf­und­inn átómat­ískt að tákni fyrir spill­ingu, ég tala nú ekki um ef sá sem slíka gagn­rýni reifar hefur lengi verið áhuga­laus um höf­und­inn, fyrir smekks sak­ir. Engin leið er að taka slíku alvar­lega eða ansa öðru­vísi en með fyllsta þótta og kalla hroka­beyglað grillu­fang.

En mað­ur­inn bakk­ar. Þá má sjá í gegnum fingur með ýmis­legt, hið mesta basl með mynd­mál, skraut­hvörf um eigið texta­lega ofbeldi, sýnd­ar­venslun við vini mína sem eiga víst að bera ábyrgð á skrifum mín­um.

Ýmsar spurn­ingar liggja í loft­inu um sam­spil auð­magns við skáld­skap og fræði og væri gott ef ein­hver tæk­ist á við þær af ein­urð, hrein­skiptni, hug­rekki, ein­lægni og alvöru.

En þetta skrif hér er aðeins til að nótera merk­ingu: Hjalti Snær Ægi­son hefur dregið full­kom­lega í land. Og er það vel.

Það er ágætt ef grein mín, sem að sönnu hafði að geyma yfir­gengi­legar blammer­ing­ar, hafði þau áhrif.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None