Brotamaður bakkar

Hermann Stefánsson
bogglapoststofan.jpg
Auglýsing

Afstaða Hjalta Snæs Ægis­sonar til útgáfu­mála Braga Ólafs­sonar var frá upp­hafi byggð á sandi. Því er fagn­að­ar­efni að hann dregur í nýj­ustu grein sinni allar full­yrð­ingar sínar til baka, bakkar eins og bakkað verð­ur. Gott mál. Batn­andi manni er best að lifa. Mað­ur­inn sem sagði: „Því skyldi rík­is­sjóður veita fé til lista­manna sem skapa ein­göngu fyrir lok­aða elít­u?“ segir nú: „Eng­inn hefur óskað eftir því að Bragi Ólafs­son verði sviptur rit­launum fyrir Böggla­póst­stof­una og að halda öðru eins fram er mark­leysa.“ Mað­ur­inn sem gaf í skyn að Bragi hefði sett „verð­miða á lista­manns­heiður sinn“ segir nú að „rit­höf­und­um, líkt og öðrum lista­mönn­um, [sé] full­frjálst að selja verk sín“ – að vísu bara þeim sem Hjalti hefur vel­þóknun á. Og reyndar hótar Hjalti því í fram­hjá­hlaupi að hætta að verja rit­launa­kerfið ef rit­höf­undar ætli „upp til hópa” að birta verk með sama hætti og Bragi Ólafs­son gerir í Böggla­póst­stof­unni. Hvað þýðir það í raun? Jú, rit­höf­undar skulu halda sig á þröngt snið­inni mottu um hvernig bók­menntum skuli miðlað en fyr­ir­gera ella stuðn­ingi í bar­átt­unni um rit­laun­in. Og Hjalti dregur fokk­merkið sitt meira að segja nið­ur, nú hefur hann allt í einu fulla trú á að rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son, sem átti ekki að hafa sagt neitt mark­vert í tíu ár, eigi fleiri tromp uppi í erminni.

Gott og vel. Á und­an­hald­inu saltar Hjalti Snær í mig, sem honum er guð­vel­komið að gera, en nær þar mark­verðum hæðum í ósam­kvæmni. Fyrst seg­ist hann hafa skrifað stuð­andi grein til að hrista upp í umræð­unni, síðan dregur hann þá röngu ályktun að ég hafi í grein minni verið að skamma hann fyrir „öfga­fulla yfir­lýs­inga­gleð­i”, finnur síðan til nokkuð mörg dæmi þar sem honum finnst ég hafa gert mig sekan um slíkt hið sama. Upp­taln­ing­unni (hún er púra retó­rík og errat­ísk í ofaná­lag) er ætlað að sýna fram á að ekki sé neitt mark á mér tak­andi – en um leið grefur Hjalti undan eigin grein sem, sam­kvæmt honum sjálf­um, er skrifuð með sömu aðferða­fræði eða stíl­með­ul­um.

Stað­reyndin er sú að ég var ekki að skamma Hjalta Snæ fyrir að vera með kjaft. Ég veit ekki við hverju háskóla­kenn­ari býst þegar hann sakar rit­höf­und opin­ber­lega um að hafa haft almenn­ing að féþúfu í tíu ár á lista­manna­launum ef ekki að fá eitt­hvað svipað í haus­inn. Ef maður sakar rit­höf­und um að vera tagl­hnýt­ingur auð­kýf­inga og dregur svo alla rit­höf­unda (eða alla honum tengda) í eina með­virka kap­ít­al­íska kví getur maður barasta hreint ekki kvartað yfir að fá nákvæm­lega það sama til baka. Það er enda í meira lagi skrýtið að Hjalti Snær sé að skrifa um Braga ef hann hefur ekki haft áhuga á bókum hans svona lengi.

Auglýsing

Kjarni þessa litla og ómerki­lega máls er útgáfu­rétt­ur­inn, réttur rit­höf­undar til að haga útgáfu eigin verka með þeim hætti sem honum sýn­ist. Það er tómt mál að tala um úti­lokun í því sam­hengi. Ef rit­höf­undur vill gefa út mark­póst gerir hann það. Vilji hann gefa út vef­síðu sem hverfur gerir hann það. Ekk­ert bók­mennta­eft­ir­lit er til. Álíti sig ein­hver hafa óskorað og óve­fengj­an­legt for­skrift­ar- og kenni­vald í þessum efnum er sá hinn sami á villi­götum og verð­skuldar ræki­legt spark.

Kjarni þessa litla og ómerki­lega máls er útgáfu­rétt­ur­inn, réttur rit­höf­undar til að haga útgáfu eigin verka með þeim hætti sem honum sýn­ist. Það er tómt mál að tala um úti­lokun í því sam­hengi. Ef rit­höf­undur vill gefa út mark­póst gerir hann það. Vilji hann gefa út vef­síðu sem hverfur gerir hann það. Ekk­ert bók­mennta­eft­ir­lit er til. Álíti sig ein­hver hafa óskorað og óve­fengj­an­legt for­skrift­ar- og kenni­vald í þessum efnum er sá hinn sami á villi­götum og verð­skuldar ræki­legt spark.

Fyrir 15 árum mátti fá í örfáum bóka­búðum ljóða­bækur sem José Sara­mago gaf út í 300 ein­tökum hjá obskúr for­lögum og ég veit ekki til þess að hafi ratað í hans opin­beru útgáfu­sögu eða á bóka­söfn (fremur en stór hluti útgef­inna verka á Spáni kemst nokkru sinni á neitt bóka­safn). Þannig hefur hann viljað hafa það, kannski hefur hann litið svo á að þessar bækur ættu bara erindi við tak­mark­aðan hóp í Portú­gal og Galisíu og kannski hefur hann litið svo á að hann væri hrein­lega ekki nógu gott ljóð­skáld. Að saka Sara­mago um að bregð­ast „sam­fé­lags­legri ábyrgð“ sinni með því að velja þessa útgáfu­leið væri hreint dellu­m­akk­erí.

Og svo er það hin leið­in, mikil útbreiðsla en ekk­ert nafn: Fjöldi íslenskra rit­höf­unda og fræði­manna hefur skrifað fróð­leikstexta um íslenskt mál og bók­menntir utan á mjólk­ur­fern­ur, texta með mikla útbreiðslu; samt veit eng­inn hver skrif­aði þá því höf­und­arnir ráða því hvort þeir telja text­ana með höf­und­ar­verki sínu eða ekki, hvort þeir telji þetta merki­leg fræði eða skáld­skap, telji stöffið sitt ekki barasta rétti­lega eiga heima í nafn­lausu birt­ing­ar­um­hverfi. Að ræða úti­lokun hluta höf­und­ar­verka í því sam­hengi myndi hljóma eins og ég veit ekki hvað, spor­hundur með ofnæmi. Vilji ein­hver grennsl­ast fyrir um efnið gæti það auð­vitað verið skemmti­legur leikur en hitt væri hrein þvæla.

Sama má segja um höf­und sem kysi að gefa út litla bók í tíu ein­tökum fyrir vini sína. Þess eru mörg dæmi. Fólk stendur í alls­konar smá­út­gáfum fyrir hina og þessa.

Mér finnst raunar ýmis­legt næsta ámæl­is­laust af vand­læt­ing­ar­efnum Hjalta, svo sem að Björgólfur Guð­munds­son hafi haldið afmæli Ein­ars Más Guð­munds­sonar (Hjalti heyk­ist á að nefna fólk með nafni í grein sinn­i). Þetta hefur margur útgef­andi gert fyrr og síð­ar. Sama dag og síð­ari grein Hjalta birt­ist voru afhentir við Hug­vís­inda­svið dokt­ors­náms­styrkir sem ég sá ekki betur en að væru frá Eim­skip­um.

Að selja Gamma verk, drög að leik­verki, er það góð hug­mynd eða ekki? Ég veit það ekki, en það er svíns­lega ósann­gjarnt og hrein­lega blind­bil­legt að gera rit­höf­und­inn átómat­ískt að tákni fyrir spill­ingu, ég tala nú ekki um ef sá sem slíka gagn­rýni reifar hefur lengi verið áhuga­laus um höf­und­inn, fyrir smekks sak­ir. Engin leið er að taka slíku alvar­lega eða ansa öðru­vísi en með fyllsta þótta og kalla hroka­beyglað grillu­fang.

En mað­ur­inn bakk­ar. Þá má sjá í gegnum fingur með ýmis­legt, hið mesta basl með mynd­mál, skraut­hvörf um eigið texta­lega ofbeldi, sýnd­ar­venslun við vini mína sem eiga víst að bera ábyrgð á skrifum mín­um.

Ýmsar spurn­ingar liggja í loft­inu um sam­spil auð­magns við skáld­skap og fræði og væri gott ef ein­hver tæk­ist á við þær af ein­urð, hrein­skiptni, hug­rekki, ein­lægni og alvöru.

En þetta skrif hér er aðeins til að nótera merk­ingu: Hjalti Snær Ægi­son hefur dregið full­kom­lega í land. Og er það vel.

Það er ágætt ef grein mín, sem að sönnu hafði að geyma yfir­gengi­legar blammer­ing­ar, hafði þau áhrif.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None