Höfum öll spil á hendi - En alþjóðageirann þarf að vökva

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var í ágætu við­tali við Eyj­una í dag, þar sem hann sagði meðal ann­ars að Ísland hefði aldrei staðið traust­ari fótum í efn­hags­legu til­liti. Þetta er umdeild grein­ing, mitt í hörð­ustu kjara­deilum í tvo ára­tugi hið minnsta, í ljósi þess að brugðið getur til beggja vona. En Bjarni hefur þó nokkuð til síns máls.

Nokkur atriði standa upp úr, þegar hag­kerfið er skoð­að. End­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins hefur gengið í stórum dráttum vel, þó vita­skuld sé það umhugs­un­ar­efni hversu stórt það er og að sömu hvatar virð­ast ráð­andi innan bank­anna. Það eru bónusa­kerfi, og allt annar launa­veru­leiki en hjá öðrum geirum, þrátt fyrir að almenn­ingur fjár­magni kerfið að lang­mestu leyti með inn­lánum sínum og að ríkið ábyrgist kerf­ið.

Þrátt fyrir inn­an­mein, stendur fjár­mála­kerfið til­tölu­lega traustum fót­um, enda grunnur þessa alfarið byggður á íslenskum veru­leika.

Auglýsing

Síðan eru það útflutn­ings­grein­arn­ar. Ferða­þjón­ustan blómstrar nú sem aldrei fyrr, og sýna nýj­ustu tölur að vöxt­ur­inn sé meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Í apríl mán­uði eyddu erlendir ferða­menn 9,3 millj­örðum króna með kortum sín­um, sem er 40 pró­sent meira en á sama tíma í fyrra. Sum­arið lítur vel út, ef ekki skella á verk­föll.

Orku­geir­inn býr einnig við mikil tæki­færi, og fjár­hags­staða Lands­virkj­unar hefur styrkst tölu­vert að und­an­förnu, einkum vegna þess að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa haldið vel á spöð­un­um. Ljóst er þó, að átök um hvar eigi að draga lín­una þegar kemur að virkjun og vernd­un, verða við­var­andi á meðan stjórn­mála­menn ná ekki að koma sér sam­anum um hana, og semja ágrein­ings­efnin í burtu. Það má minna þá á það, að víða erlendis eru auð­linda­stefnur þjóða hafnar yfir póli­tíska flokka­drætti, enda lang­tíma­stefnu­mál. Nor­egur er ágætt dæmi um þetta.

Síðan er það sjáv­ar­út­veg­ur­inn, en bestu rekstr­arár hans í sög­unni hafa verið síð­ustu ár, einkum frá 2010 til 2014. Fátt bendir til ann­ars en að áfram­hald verið á góðu gengi, en áfram­hald verður vafa­lítið á því hvernig ágóð­anum skuli deilt. Það er ákveðin synd þegar kemur að íslenskum sjáv­ar­út­vegi, hversu lítið dreift eign­ar­haldið er á mörgum stærstu fyr­ir­tækj­un­um. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga lítið í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og almenn­ingur lítið sömu­leið­is, enda bara eitt stórt fyr­ir­tæki skráð á mark­að, HB Grandi. Ef fólk myndi finna fyrir góðum rekstri með beinum hætti, með betri líf­eyri og sterk­ari stöðu, þá væru deilur hugs­an­lega ekki jafn hávær­ar. En þó veit maður það ekki, enda er eðli­legt að deilt sé um það, hvernig arð­inum skuli skipta og einnig hverni kvóta­setn­ingum í nýjum teg­undum á sér stað.

Sam­an­lagt er útflutn­ing­ur­inn að skila góðum árangri, og mikil tæki­færi fyrir hendi þegar kemur að því að efla tækni­geirann, svo eitt­hvað sé nefnt.

Helst áhyggu­efnið er hinn ömur­legi hafta­bú­skap­ur, sem felur í sér hrika­lega frels­is­skerð­ingu fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki, og stuðlar að því að erf­ið­ara er að tengj­ast alþjóða­væddum við­skipta­heimi traustum fót­um. Von­andi verður eitt­hvað gert á þessu ári, sem leysir þessa skelfi­legu hlekki, og er nú góð von til þess.

Bjarni þyrfti að leggja öll spilin á borð­ið, varð­andi það, hvernig hann sjái fyrir sér að Ísland geti staðið upp­rétt í hafta­lausum heimi í fram­tíð­inni. Svo er ekki að sjá, að stjórn­mála­menn hafi neitt sér­stakar áhyggjur af því að íslenskt atvinnu­líf geti ein­angr­ast í fram­tíð­inni, þannig að á Íslandi bygg­ist upp lág­launa­s­töf á meðan sér­fræði­störfin verða ekki til, sem svo leiðir til skertrar sam­keppn­is­hæfni. Hag­töl­urnar geta nefni­lega litið tíma­bundið vel út, þrátt fyrir að speki­lek­inn sé við­var­andi. Hann er lúmsk­ur.

En allt bendir til þess, að við Íslend­ingar höfum öll spil á hendi til þess að vinna betur úr stöð­unni sem við erum í, en við höfum gert til þessa. Stjórn­mála­menn munu ekki ráða úrslitum í því, en stefna þeirra til fram­tíð­ar, þegar kemur að alþjóða­væddum heimi, mun þó skipta miklu um fram­hald­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None