Bý ég í lýðræðisríki?

Signý Sigurðardóttir skrifar um kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins og segir offramboð af umfjöllun um Eurovision og íþróttir í sjónvarpinu, á meðan að þess sjáist varla stað að kosningar fari fram í landinu eftir tvær vikur.

Auglýsing

Ég er farin að hafa veru­legar efa­semdir um það. 14. maí nk., eftir rúmar tvær vikur verða sveit­ar­stjórna­kosn­ingar í sam­fé­lag­inu sem ég bý í. Hvar sér þess stað? Hvar eru upp­lýs­ing­arnar um þessar kosn­ing­ar? Hvar eru fram­bjóð­end­urnir kynnt­ir? Hvar eru umræð­urn­ar?

Ár hvert er mér boðið upp á ítar­lega umræðu á Rík­is­út­varp­inu um Eurovision-­söngvakeppn­ina. Umræðan um hana byrjar strax jan­úar og stendur óslitið fram í lok maí. Boðið er upp á kynn­ing­ar­þætti á lög­unum í sjón­varpi á besta tíma og umræðu um keppn­ina er haldið lif­andi í marga mán­uði með þeim hætti að fyrir mann­eskju eins og mig, sem hefur nákvæm­lega engan áhuga á þess­ari keppni, er gjör­sam­lega ómögu­legt að kom­ast hjá því að vera mjög vel með­vituð um að hún sé í gangi. Ekki bara það, heldur er umræðu um þessa keppni haldið svo hátt á lofti að það er ómögu­legt annað en halda að þessi við­burður sé mál mál­anna í íslensku sam­fé­lagi ár eftir ár eftir ár.

Og þá að íþrótt­un­um. Haldin eru heims­meist­ara­mót, Evr­ópu­mót, Ólymp­íu­leikar og alls kyns lands­mót og önnur mót sem talið er lífs­nauð­syn­legt að bjóða mér upp á í dag­skrá sjón­varps allra lands­manna á besta tíma. Ég, sem hef nákvæm­lega engan áhuga á íþrótt­um, á ekki val um að losna undan þess­ari áþján. Eða svo það sé skýrt orð­að: Það er algjör­lega ómögu­legt fyrir mig að kom­ast hjá því að vita að þessi mót séu í gangi. Dag­skrá sjón­varps­ins er ár eftir ár eftir ár eftir ár yfir­tekin af íþrótta­mótum og það þykir eðli­legt og sjálf­sagt að bjóða mér upp á það. Það eru ekki bara íþrótta­mótin sem mér er boðið upp á, heldur þykir nauð­syn­legt að bjóða upp á umræðu­þætti á hverjum degi þar sem menn liggja yfir úrslitum og við­burðum dags­ins á við­kom­andi móti.

Auglýsing

Og þá aftur að kosn­ingum í land­inu. Þær standa fyrir dyrum eftir hálfan mánuð og þess sér hvergi stað. Ekki hefur enn verið boðið upp á einn ein­asta þátt á besta tíma í sjón­varpi um þessar kosn­ing­ar. Hvað þá að boðið hafi verið upp á kynn­ingu á mál­efnum eða fram­bjóð­end­um. Jú, sagt hefur verið frá því í fréttum RÚV hvaða mál hver flokkur ætlar að hafa í önd­vegi í Reykja­vík og þar með er það upp­talið.

Í gær ákvað ég að fara að leita að kosn­inga­efni þar sem það virt­ist aug­ljóst að það yrði ekki á vegi mínum öðru­vísi. Fór inn á kosn­inga­vef RÚV til að leita að því hvaða efni stæði þar til boða um kosn­ing­arnar framund­an. Jú, þar var að finna hlað­varps­þætti. Fjóra hlað­varps­þætti þar sem talað er við rit­stjóra (mest­megnis karl­kyns) hér­aðs­frétta­blaða um hvað þeir teldu að væru helstu kosn­inga­málin í kjör­dæm­un­um, auk þess sem hringt var í ein­stak­linga af handa­hófi (lang­flesta karl­kyns) til að spyrja þess sama.

Ég er ekki komin lengra í hlust­un­inni en í miðjan annan þátt af fjórum en ég spyr mig: Á þetta að vera svona? Þykir þetta í lagi í lýð­ræð­is­ríki? Að lýð­ræð­is­legar kosn­ingar í öllum sveit­ar­fé­lögum lands­ins séu afgreiddar með þessum hætti? Á sama tíma og Eurovision-keppnin yfir­tekur sama fjöl­miðil mán­uðum sam­an?

Mér finnst þetta stór­merki­legt. Hlýtur þetta ekki að þýða að nú megi ég biðja RÚV um að hafa umræð­una um Eurovision í hlað­varps­formi fram­veg­is? Umræðu­þætt­ina um íþrótt­irn­ar? Má ég vin­sam­leg­ast biðja um þeir verði færðir yfir í hlað­varp?

Nú er það svo að RÚV hefur skýrt hlut­verk í lög­um. Það er bein­líns lög­bundin skylda Rík­is­út­varps­ins að stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu í sam­fé­lag­inu. Það er líka lög­bundin skylda þeirra að kynna fram­boð til almennra kosn­inga, helstu stefnu­mál fram­boða, fram­bjóð­enda og fylk­inga eftir atvikum og það skal gefa fylk­ingum jafnt tæki­færi til að kynna stefnu­mál sín „… í hefð­bundnum dag­skrár­tíma í sjón­varpi …“

Þetta hlut­verk RÚV er mjög mik­il­vægt og það er ekki síst mik­il­vægt vegna þess að því er ætlað að tryggja nauð­syn­lega kynn­ingu og und­ir­stöður fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu í aðdrag­anda kosn­inga.

Það getur vel verið að ungu fólki á RÚV og öðrum miðlum þyki línu­leg dag­skrá hall­æris­leg og hafi þær hug­myndir að hún sé úrelt. Það breytir ekki því að hún hefur enn mikið gildi og skiptir miklu máli í aðdrag­anda kosn­inga. Rík­is­fjöl­mið­ill sem bregst hlut­verki sínu á þessu sviði á sér engar máls­bæt­ur. Þessi skylda um hlut­verk RÚV er alveg skýr. Í raun og sann, ásamt örygg­is­hlut­verk­inu, sterk­ustu rökin fyrir því að halda almanna­út­varpi gang­andi.

Mér þykir vænt um RÚV og geri kröfur til þeirrar stofn­unar um að standa sig í stykk­inu hvað þessi mál varð­ar. Þetta er ekki boð­legt.

Höf­undur er áhuga­maður um stjórn­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar