Byssumálið: Verklag lögreglu úr takt við alþjóðlega staðla

ZZZZZMP5-038626-9.jpg
Auglýsing

Helen Ólafsdóttir Helen Ólafs­dótt­ir

Umfjöllun í íslenskum fjöl­miðlum um vopna­inn­flutn­ing, vopna­val og áætl­anir um breyt­ingar á með­ferð vopna innan íslensku lög­regl­unnar síð­ustu miss­eri hafa vakið athygli mína. Án þess að þekkja vel til lög­regl­unnar á Íslandi voru engu að síður nokkur atriði sem hljóm­uðu fremur sér­kenni­lega í eyrum þeirrar sem vinnur við þessi mál á alþjóða­vett­vangi.

Hluti af mínu starfi hjá Sam­ein­uðu Þjóð­unum felst einmitt í því að þróa lög­gæslu í löndum sem hafa átt í átökum þar sem inn­viðir sam­fé­lags­ins eru oft rústir einar og fátt um reg­ul­gerð­ir, búnað eða þjálfað starfs­fólk. Vopn­væð­ing lög­reglu og lag­ara­mm­inn er mik­il­vægur hluti af þess­ari upp­bygg­ingu og bót­um, þar sem farið eftir ströngum alþjóð­legum reglum sem fela í sér klár skil­yrði í tengslum við með­höndlun lög­reglu á vopnum og inn­flutn­ingi.

Auglýsing

Skortur á verk­lags­reglum og gagn­sæiÞað fyrsta sem þarf að skoða eru reglu­gerðir um inn­flutn­ing á vopn­um. Á Íslandi eru slíkar reglu­gerðir en lög­reglan sætir sér­á­kvæðum og er greini­legt af spurn­ingum þing­manna að þessar verk­lags­reglur eru ekki mjög kunn­ar, ef það þá yfir­höfuð liggja fyrir slíkar regl­ur. Það er hins vegar venjan á Vest­ur­löndum að þessi mál, sér í lagi val á skot­vopnum fyrir lög­gæslu og her, séu yfir­farin í sér­stökum þing­nefndum sem gæta eft­ir­lits með fram­kvæmda­vald­inu, sér í lagi þar sem um útgjöld skatt­greið­enda er að ræða.

"Slíkar stórar breyt­ingar á reg­ul­gerðum lög­reglu væri eðli­egt að vinna í fagnefnd þar sem hægt væri að leita eftir sér­fræði­á­liti og vinnu­ferlið gagn­sætt nema þjóðar­ör­yggi komi í veg fyrir opna umræðu."

Nú sýn­ist mér reyndar deilt um hvort vopnin séu gjöf en það er engu að síður kostn­aður við við­hald og skot­færi sem hljóta að koma inn í mynd­ina og gera þarf ráð fyrir því hvernig eigi að losa sig við vopnin þegar þau eru útrunnin en það getur verið ansi kostn­að­ar­samt.

Breyt­inga er þörf á reg­ul­gerð lög­regluÍ lögum og reglu­gerðum um lög­reglu er minnst á vopn í tengslum við reglu­gerð 774/1998 um sér­sveit lög­reglu­stjór­ans. Þar segir í 1. Grein: „Rík­is­lög­reglu­stjór­inn ann­ast við­fangs­efni sem eðli máls sam­kvæmt eða aðstæðna vegna kalla á mið­stýr­ingu eða sam­hæf­ingu lög­reglu­liða á lands­vísu. Hann skal starf­rækja sér­sveit lög­reglu til að takast á við vopnuð lög­reglu­störf og örygg­is­mál þegar þörf krefur hvar sem er á land­inu og innan efna­hags­lög­sögu Íslands.”

Ekki fæ ég séð við fyrstu sýn að ákvæði sé að finna um vopna­burð almennrar lög­reglu og myndi það því eðli máls­ins sam­kvæmt þurfa breyt­ingar á reglu­gerð lög­reglu sem þyrfti sam­þykkt ráð­herra áður en vopn gætu farið í almenna umferð. Slíkar stórar breyt­ingar á reg­ul­gerðum lög­reglu væri eðli­legt að vinna í fagnefnd þar sem hægt væri að leita eftir sér­fræði­á­liti og vinnu­ferlið gagn­sætt nema þjóðar­ör­yggi komi í veg fyrir opna umræðu.

Álit fag­manna og sam­ráð nauð­syn­legt við val á vopnumÞað er einnig venja að þegar gerðar eru breyt­ingar á vopna­burði lög­gæslu í lýð­ræð­is­legu sam­hengi þar sem stjórn­sýsla er gagn­sæ, að ræki­lega sé skoðað hvaða vopn eigi við hverju sinni. Þess má t.d. geta að ákveðin útgáfa af MP5 vopnum (til eru yfir 100 afbrigði) er í notkun hjá amer­íska sjó­hern­um. Sú breyt­ing að fara úr því að vera með óvopn­aða lög­gæslu yfir í vopn­aða lög­gæslu með til­komu MP5 vopna gefur í skyn að mikil hætta steðji að sem rétt­læti slíka breyt­ingu. Eðli­legt væri að vísa til auk­inna árása í sam­fé­lag­inu þar sem skot­vopn koma við sögu en hvergi hefur slík töl­fræði litið dags­ins ljós, að minnsta kosti ekki tengt þess­ari umræðu.

"­Mik­il­væg­ast er að meta lík­urnar á að vopn­væð­ing lög­regl­unnar leiði ekki til stig­mögn­unar á notkun skot­vopna og eins þarf að gera góðar ráð­staf­anir um með­höndlun og geymslu á skot­vopnum áður en þau eru sett í umferð svo borg­urum stafi hrein­lega ekki hætta af."

 

Ef megin ástæðan er ótti við hryðju­verk þá hefði slík umræða átt að fara fram í tengslum við örygg­is­á­ætlun lands­ins eða sem kallað er ‘national security stra­tegy’. Slík stra­tegía felur í sér áhættu­mat og þar væri eðli­legt að taka ákvarðnir um hvaða bún­aður séu nauð­syn­legur fyrir lög­reglu og land­helg­is­gæslu til að bregð­ast við hætt­un­um. Það er mis­jafnt hvaða ráðu­neyti hefur yfir­um­sjón með slíkri vinnu en umfjöllun um þjóðar­ör­yggi fer venju­lega fram í við­kom­andi þing­nefnd eins og raunin var einmitt nýlega þegar gerð örygg­is­á­ætl­unar var rædd í þing­inu.

Málið ekki endi­lega leyst með vopn­væð­inguÞegar búið er að skil­greina hætt­una sem steðjar að lög­reglu og borg­urum þá fyrst er kom­inn grund­völlur til að ræða hvers kyns vopn séu við­eig­andi en hafa ber í huga að það eru margar aðrar leiðir sem hægt er að fara til þess að auka öryggi í sam­fé­lag­inu sem felur ekki í sér aukna vopn­væð­ingu heldur for­varn­ir, betra upp­lýs­inga­flæði milli lög­reglu og borg­ara, sam­fé­lags­vinnu (comm­unity ori­ented policing) og betri þjálfun lög­reglu. Mik­il­væg­ast er að meta lík­urnar á að vopn­væð­ing lög­regl­unnar leiði ekki til stig­mögn­unar á notkun skot­vopna og eins þarf að gera góðar ráð­staf­anir um með­höndlun og geymslu á skot­vopnum áður en þau eru sett í umferð svo borg­urum stafi hrein­lega ekki hætta af.

Síð­ast en ekki síst má taka það fram að Ísland er númer fimmtán á lista yfir lönd með skot­vopn í einka­eigu. Þetta er ekki nýtt af nál­inni og hefur hingað til ekki kraf­ist þess að almenn lög­regla gangi um vopn­uð. Þess vegna er mik­il­vægt að rann­saka betur hætt­una til þess að brugð­ist sé rétt við vánni og lög­regla geti brugð­ist við án þess að þurfa að grípa til vopna.

Alþjóð­legar leið­bein­ingar hvetja til sam­vinnu lög­reglu og borg­araÞað skal ekki lesast þannig að ég hafi mótað mér skoð­anir um það hvers kyns vopna­bún­aður sé við­eig­andi í þessu til­felli og ljóst að lög­reglan þarf að búa yfir tækjum og tólum til þessa að verja sig og almenna borg­ara gagn­vart glæpa­mönnum eða jafn­vel hryðju­verka­mönnum en það eru til alþjóð­legar leið­bein­ingar um hvernig þessum málum skuli best háttað í lýð­ræð­is­ríkjum þar sem gagn­sæi stjórn­sýsl­unnar er horn­steinn lýð­ræð­is­ins og ákvarð­an­ar­takan á að vera sem næst almennum borg­urum sér í lagi þegar kemur að lög­gæslu.

Það er því kannski ábend­ing til íslenkra stjórn­valda og þing­manna að kynna sér vel alþjóð­legar reglur og leið­bein­ingar um þessi mál og skoða ræki­lega hvernig haldið er á spöð­unum í nágranna­ríkj­un­um. Þess má einnig geta að lög­reglan í Bret­landi hefur það sem yfir­lýst mark­mið að vera gagnsæ um kaup og notkun vopna innan lög­regl­unn­ar. Það er ekki tal­inn góður siður í lýð­ræð­is­ríkjum að skot­vopna­eign lög­reglu og notkun þeirra sé einka­mál lög­reglu og ráð­herra.

Höf­undur starfar sem ráð­gjafi hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum meðal ann­ars varð­andi vopna- og örygg­is­mál.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None