Dagur barna í sorg

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um það sorgarferli sem hann gekk í gegnum sem barn vegna veikinda og síðar andláts móður sinnar.

Auglýsing

Í Banda­ríkj­unum í dag er dagur barna í sorg, þá minn­ist ég ást­kærrar móður minn­ar, sem lést þegar ég var fimmtán ára, eftir fjög­urra ára bar­áttu við krabba­mein sem end­aði í jafn­tefli.

Í til­efni dags­ins ætla ég að skrifa um það sorg­ar­ferli sem ég gekk í gegnum sem barn vegna veik­ind­anna henn­ar. Þetta ferli mun fylgja mér mjög lengi, en þar sem ég er nýhættur að vera barn hentar það að líta örstutt yfir öxl og spóla sirka átta ár aftur í tím­ann.

Skýrasta minn­ingin úr þessu ferli er þegar við komumst fyrst að því að hún mamma væri með brjóstakrabba­mein, ég man eftir til­finn­ing­unni sem fylgdi því að heyra alla gráta, en sá það reyndar ekki, því að ég grét svo mikið (ég sló pott­þétt Íslands­met í hágrát­i). Eftir þetta hef ég ekki grátið mik­ið, enda var botn­inum náð þarna.

Vegna grát­skorts tók ég sér­stak­lega inn á mig umræður um karl­mennsku og fann oft (dag­lega, sér­stak­lega á kvöld­in) fyrir þrýst­ingi um að ég ætti að gráta meira. Ég hélt að ég væri geð­veikur og sið­laus aum­ingi því að ég grét svo lít­ið. Ef allir í kringum mig vildu að ég myndi gráta af hverju gat ég ekki grát­ið? Ég túlk­aði þetta sem merki um að ég elskaði ekki mömmu mína. Þessi gas­lýs­ing var eitt af því versta í mínu sorg­ar­ferli, gott hafa í huga að sorg er mjög ein­stak­lings­bundin og kemur mis­mun­andi fram hjá fólki.

Auglýsing
Ég hataði líka inni­lega að fara til sál­fræð­inga, eða að tala um þetta við fólk sem þekkti mig ekki eða skildi ekki hvað ég var að tala um. Ég skildi sjálfan mig reyndar ekki sjálfur og taldi mig vera með ein­hvers­konar geð­veiki eins og áður hefur komið fram, bæði því að ég grét ekki og því að ég gat ekki talað við stelp­ur, sem er kannski skilj­an­legt og þetta er ALLS EKKI við­loð­andi vanda­mál.

Tíma­bilið eftir að hún dó var ekk­ert skárra, en það bætti svörtu ofan að það síð­asta sem ég sagði við hana var að ég kæmi aftur eftir smá. Þessu fylgdi sekt­ar­kennd sem var erfitt að vinna sig úr. Ég gat ekki hugsað skýrt um þetta fyrr en ég fór á heima­vist, tveimur árum eftir að mamma lést. Ég setti ekki í sam­hengi hversu illa mér leið fyrr en að ömur­leg­asta þynnka ævi minnar minnti mig á venju­legan skóla­dag í tíunda bekk.

Mér finnst vera hálf nei­kvæð slag­síða í þessum texta (af hverju skildi það ver­a?), þannig að ég vil þakka öllum sem hafa aðstoðað mig í þessu ferli. Ég hef ekki almenni­lega þakkað vin­konum mömmu og fjöl­skyld­unn­ar, frænd­um, frænkum, ömm­um, öfum, pabba, vinum mín­um, vin­konum mín­um, starfs­fólki félags­mið­stöðva, sál­fræð­ingum og náms­ráð­gjöf­um. Takk fyrir alla aðstoð­ina og hjálp­ina. Svo vil ég líka þakka Ern­inum og Ljós­inu fyrir þau frá­bæru störf sem þau stunda, en þökk sé Ern­inum hef ég náð að tala við jafn­ingja og myndað ómet­an­leg vina­tengsl. Reyndar myndi ég kalla flest fjöl­skyldu- og vina­tengsl sem ég hef ómet­an­leg.

Höf­undur er nemi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar