Dagur barna í sorg

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um það sorgarferli sem hann gekk í gegnum sem barn vegna veikinda og síðar andláts móður sinnar.

Auglýsing

Í Banda­ríkj­unum í dag er dagur barna í sorg, þá minn­ist ég ást­kærrar móður minn­ar, sem lést þegar ég var fimmtán ára, eftir fjög­urra ára bar­áttu við krabba­mein sem end­aði í jafn­tefli.

Í til­efni dags­ins ætla ég að skrifa um það sorg­ar­ferli sem ég gekk í gegnum sem barn vegna veik­ind­anna henn­ar. Þetta ferli mun fylgja mér mjög lengi, en þar sem ég er nýhættur að vera barn hentar það að líta örstutt yfir öxl og spóla sirka átta ár aftur í tím­ann.

Skýrasta minn­ingin úr þessu ferli er þegar við komumst fyrst að því að hún mamma væri með brjóstakrabba­mein, ég man eftir til­finn­ing­unni sem fylgdi því að heyra alla gráta, en sá það reyndar ekki, því að ég grét svo mikið (ég sló pott­þétt Íslands­met í hágrát­i). Eftir þetta hef ég ekki grátið mik­ið, enda var botn­inum náð þarna.

Vegna grát­skorts tók ég sér­stak­lega inn á mig umræður um karl­mennsku og fann oft (dag­lega, sér­stak­lega á kvöld­in) fyrir þrýst­ingi um að ég ætti að gráta meira. Ég hélt að ég væri geð­veikur og sið­laus aum­ingi því að ég grét svo lít­ið. Ef allir í kringum mig vildu að ég myndi gráta af hverju gat ég ekki grát­ið? Ég túlk­aði þetta sem merki um að ég elskaði ekki mömmu mína. Þessi gas­lýs­ing var eitt af því versta í mínu sorg­ar­ferli, gott hafa í huga að sorg er mjög ein­stak­lings­bundin og kemur mis­mun­andi fram hjá fólki.

Auglýsing
Ég hataði líka inni­lega að fara til sál­fræð­inga, eða að tala um þetta við fólk sem þekkti mig ekki eða skildi ekki hvað ég var að tala um. Ég skildi sjálfan mig reyndar ekki sjálfur og taldi mig vera með ein­hvers­konar geð­veiki eins og áður hefur komið fram, bæði því að ég grét ekki og því að ég gat ekki talað við stelp­ur, sem er kannski skilj­an­legt og þetta er ALLS EKKI við­loð­andi vanda­mál.

Tíma­bilið eftir að hún dó var ekk­ert skárra, en það bætti svörtu ofan að það síð­asta sem ég sagði við hana var að ég kæmi aftur eftir smá. Þessu fylgdi sekt­ar­kennd sem var erfitt að vinna sig úr. Ég gat ekki hugsað skýrt um þetta fyrr en ég fór á heima­vist, tveimur árum eftir að mamma lést. Ég setti ekki í sam­hengi hversu illa mér leið fyrr en að ömur­leg­asta þynnka ævi minnar minnti mig á venju­legan skóla­dag í tíunda bekk.

Mér finnst vera hálf nei­kvæð slag­síða í þessum texta (af hverju skildi það ver­a?), þannig að ég vil þakka öllum sem hafa aðstoðað mig í þessu ferli. Ég hef ekki almenni­lega þakkað vin­konum mömmu og fjöl­skyld­unn­ar, frænd­um, frænkum, ömm­um, öfum, pabba, vinum mín­um, vin­konum mín­um, starfs­fólki félags­mið­stöðva, sál­fræð­ingum og náms­ráð­gjöf­um. Takk fyrir alla aðstoð­ina og hjálp­ina. Svo vil ég líka þakka Ern­inum og Ljós­inu fyrir þau frá­bæru störf sem þau stunda, en þökk sé Ern­inum hef ég náð að tala við jafn­ingja og myndað ómet­an­leg vina­tengsl. Reyndar myndi ég kalla flest fjöl­skyldu- og vina­tengsl sem ég hef ómet­an­leg.

Höf­undur er nemi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar