Dánaraðstoð og afstaða fatlaðs fólks

Ingrid Kuhlman segir engan fá dánaraðstoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða fatlað fólk eða aðra.

Auglýsing

Dán­ar­að­stoð er við­kvæmt mál og því mik­il­vægt að sem flestir taki þátt í umræð­unni. Einn hópur sem hefur haft áhyggjur af lög­leið­ingu dán­ar­að­stoðar er fatlað fólk. Reynslan í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er til umræðu sýnir að það hafa komið fram efa­semdir og varn­að­ar­orð frá hags­muna­sam­tökum fatl­aðra. Nefnt hefur verið að lög­gjöf um dán­ar­að­stoð sé ótíma­bær, sið­ferði­lega röng og óæski­leg. Ástæða er til að svara áhyggjum fatl­aðs fólks og ást­vina þess í umræð­unni um dán­ar­að­stoð. Skoðum helstu rök fatl­aðs fólks gegn dán­ar­að­stoð.

Félags­legar aðstæður fatl­aðra

Ein rökin eru þau að nauð­syn­legt sé, áður en dán­ar­að­stoð verði heim­il­uð, að farið verði í rót­tækar end­ur­bætur á heil­brigð­is- og félags­þjón­ust­unni og að hætt verði að mis­muna fötl­uðu fólki. Ef fatlað fólk búi ekki við gott örygg­is­net og góð lífs­kjör og hafi ekki góðan aðgang að heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu noti það mögu­lega dán­ar­að­stoð sem leið út úr því. Það sé ódýr­ari kostur að hjálpa því að deyja en veita því við­eig­andi stuðn­ing og tryggja því sam­fé­lags­þátt­töku. Með því að fjar­lægja þær hindr­anir sem fatlað fólk standi frammi fyrir og hjálpa því að lifa með reisn þyrfti það ekki lengur að biðja um dán­ar­að­stoð þar sem líf þess yrði bæri­legra. 

Hér er fötl­uðu fólki og fólki sem er óbæri­lega kvalið blandað sam­an. Það eru ekki sam­fé­lags­legir erf­ið­leikar sem fá fólk til að biðja um dán­ar­að­stoð heldur sárs­auki, óbæri­legar þján­ingar og van­líðan sem fólk glímir við síð­ustu mán­uði og vikur ævi sinn­ar, oft­ast vegna ólækn­andi sjúk­dóma. Jafn­vel þótt hægt væri að breyta og bæta aðstæður eða umhverfi þess­ara ein­stak­linga hyrfu ekki þján­ing­arn­ar. Þeir sem eru ein­göngu með fötlun en ekki ólækn­andi sjúk­dóma eða óbæri­legar þján­ingar myndu ekki fá beiðni um dán­ar­að­stoð sam­þykkta.

Lög­gjöf um dán­ar­að­stoð myndi mynda þrýst­ing

Einn stærsti ótt­inn er að þegar dán­ar­að­stoð er leyfð mynd­ist þrýst­ingur til að binda endi á líf sitt hjá þeim sem upp­lifa sig byrði á sam­fé­lag­inu eða sínum nánustu, t.d. fjár­hags­lega eða vegna umönn­un­ar. Í sam­fé­lag­inu ríki gjarnan þekk­ing­ar- og skiln­ings­leysi og jafn­vel for­dómar í garð fatl­aðra. Val­kost­ur­inn um dán­ar­að­stoð gæti falið í sér skila­boð og þrýst­ing um að nýta sér þennan mögu­leika þar sem líf fatl­aðs fólks sé óæðra og minna virði en líf þeirra sem ekki búa við fötl­un. Lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar myndi þannig leiða til þess að fatlað fólk þyrfti að rétt­læta vilja sinn til að fá að lifa. 

Auglýsing
Að sjálf­sögðu á eng­inn að þurfa að rétt­læta til­vist sína. Allir eiga að hafa jafnan rétt og tæki­færi á að lifa góðu lífi, alveg eins og allir ættu að hafa rétt á að velja að halda ekki áfram að lifa. Eng­inn þrýst­ingur á að vera frá lækni eða aðstand­endum um að binda endi á líf sitt enda væri það ósið­legt og ekki í sam­ræmi við hugs­un­ina um að geta óskað eftir dán­ar­að­stoð að upp­fylltum ströngum skil­yrð­um. Auk þess er mikil áhersla lögð á það í þjálfun lækna í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er heimil að þeir ræði eins­lega og ítrekað við sjúk­ling­inn um rök hans fyrir dán­ar­að­stoð til að ganga úr skugga um að ósk hans sé sjálf­viljug og vel ígrunduð og ekki um þrýst­ing frá öðrum að ræða.

Áhyggjur af hlut­verki lækna

Önnur rök eru áhyggjur af hlut­verki lækna og hvernig dán­ar­að­stoð hefði áhrif á störf þeirra og til­finn­inga­legt ástand. Það sé hlut­verk lækna að lækna fólk en ekki deyða það. 

Greina má hug­ar­fars­breyt­ingu hjá læknum en bresku lækna­sam­tökin ákváðu sem dæmi fyrr á þessu ári, fyrst lækna­sam­taka í heimi, að breyta afstöðu sinni til dán­ar­að­stoðar úr því að vera and­víg og í það að vera hlut­laus. Auk þess er mik­il­vægt að nefna að í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er heim­iluð er aldrei hægt að þvinga lækni til að veita dán­ar­að­stoð. Læknar hafa ótví­ræðan rétt til að neita ef dán­ar­að­stoð stríðir gegn sann­fær­ingu þeirra eða sam­visku. Sjúk­lingur á ekki rétt á dán­ar­að­stoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dán­ar­að­stoð.

Leið til að losa sam­fé­lagið við fatlað fólk

Stundum er haldið fram að dán­ar­að­stoð sé aðferð sam­fé­lags­ins til að losa sig við fatlað fólk og dán­ar­að­stoð jafn­vel líkt við aðferð­irnar sem not­aðar voru í Þýska­landi á tímum nas­ista­stjórn­ar­inn­ar. 

Þessi rök­semd felur í sér afar vill­andi við­horf. Það er eng­inn að fara að losa sig við neinn. Dán­ar­að­stoð er í fyrsta lagi aðeins veitt að beiðni ein­stak­lings og það er aðeins hann sem getur lagt mat á eigin lífs­gæði. Aðeins lítið hlut­fall þeirra sem líða óbæri­legar þján­ingar biður um dán­ar­að­stoð. Læknir veitir þar að auki aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn mun fá dán­ar­að­stoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða fatlað fólk eða aðra. 

Í öðru lagi yrði dán­ar­að­stoð aldrei heim­iluð hér á landi nema að upp­fylltum skýrum og ströngum skil­yrð­um. Skýrir verk­ferlar myndu tryggja að ekki yrði farið gegn vilja ein­stak­lings á neinn hátt.

Köllum eftir mál­efna­legri umræðu

Það er þörf á góðri og fag­legri umræðu um þetta mik­il­væga mál­efni. Það skiptir máli að fatlað fólk, heil­brigð­is­starfs­menn, hags­muna­sam­tök sjúk­linga, stjórn­mála­menn og sam­fé­lagið allt komi inn í þá umræðu. Lífs­virð­ing leggur áherslu á að dán­ar­að­stoð verði mann­úð­legur val­kost­ur. Félagið berst ekki fyrir þvi að sem flestir velji þessa leið, ein­göngu að dán­ar­að­stoð standi þeim örfáu til boða sem þrá lífs­lok vegna óbæri­legra þján­inga.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar