Dýrmætar skopmyndir

audur-jons.jpg
Auglýsing

Einu sinni, fyrir tæpum ára­tug þegar ég bjó í Kaup­manna­höfn, reyndi ég að verja við­brögð þeirra múslima sem mót­mæltu birt­ingu á skop­myndum af Múhameð spá­manni. Ástæðan var hat­urs­orð­ræðan í garð múslima sem var þá, og er senni­lega enn­þá, því mið­ur, ríkj­andi þar í landi og miklu víð­ar.

Eld­heit umræðan um þessar myndir var sem bensín á bál for­dóma. Í dag, í kjöl­far morð­anna í Par­ís, er vissu­lega hætta á að það sama ger­ist, að sak­laust fólk, þ.e. hóf­samir múslimar, verði fyrir hættu­legum hat­urs­for­dóm­um. Í Þýska­landi er nú þegar risin upp óhugn­an­leg hreyf­ing sem hefur verið mikið í fréttum und­an­far­ið, nefni­lega PEG­IDA (Pat­riot­ische Europäer gegen die Isla­misi­er­ung des Abend­land­es) en fólk hér í landi hefur fjöl­mennt víða til að reyna að draga strax úr áhrifum henn­ar, mætt í and­stöðu­göngur gegn PEDI­DA-­göngum og staðið fyrir tign­ar­lega tákn­rænum gjörn­ingum gegn þeim, gjörn­ingum á borð við myrkvaða Dóm­kirkj­una í Köln.

En þarna um árið gerði ég mig seka um að rugla saman ólíkum mál­um, for­dómum og frelsi, og það er hættu­legt að rugla þeim sam­an.

Auglýsing

Morðin í París eiga lík­lega eftir að hafa afleið­ing­ar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að mál- og tján­ing­ar­frelsið er heil­agt. Og þá ekki síður fyrir fólk í sam­fé­lögum þar sem mann­rétt­indi eru fótum troð­in. Því ef við svíkjum grund­vall­ar­hug­myndir á borð við það þá eru sam­fé­lög okkar á var­huga­verðum stað.

Charlie Hedbo

Heim­ur­inn stærri en Dan­mörk



Ég hafði rangt fyrir mér þegar ég reyndi að rétt­læta við­brögð múslima í Dan­mörku við skop­mynd­un­um. Þá horfði ég á hlut­ina í dönsku sam­hengi, það að eitt stærsta dag­blað Dan­merkur væri að hjóla í minni­hluta­hóp í sam­fé­lag­inu sem ætti erfitt með að fóta sig í for­dóma­fullu umhverfi, nokkuð sem á enn við.

En átökin um tján­ing­ar­frelsið eru svo miklu stærra mál en svo, það er eitt­hvað sem snertir allar mann­eskjur djúpt. Tján­ing­ar­frelsið frelsar okkur mann­eskj­urnar úr viðjum rang­hug­mynda okk­ar. Í dag er ég því þakk­lát þessum skop­myndum sem hafa fengið mig til að hugsa nán­ast dag­lega um tján­ing­ar­frelsið síð­asta ára­tug­inn, nokkuð sem ég hefði lík­lega ekki gert hefðu þessar myndir aldrei birst.

Vissu­lega getur í sumum til­fellum verið fín­leg, jafn­vel ójós lína á milli hat­urs­orð­ræðu og tján­ing­ar­frelsis en þessi mörk eru samt ólýs­an­lega áhuga­verð og efni í enda­lausar pæl­ing­ar, pæl­ingar sem við ættum að velta upp á hverjum ein­asta degi því einmitt rök­ræðan færir okkur nær skiln­ingi. Oft kostar það að við þurfum að fikra okkur í blindni eftir króka­leiðum – og reka okkur á í rök­ræðum – en kannski er það eina leið­in, að takast á við hug­mynd­ir, bæði góðar hug­myndir og rang­hug­mynd­ir, vega þær og meta, skilja mót­sagn­irnar í bæði sjálfum sér og öðrum og gleyma aldrei að í líf­inu fyr­ir­finn­ast hlutir sem eru æðri okkur sjálf­um. Einmitt þessa hluti er ekki alltaf auð­velt að skilja, birt­ing­ar­myndir þeirra geta verið flökt­andi.

Opin­berun heimsk­u­nnar



Um­ræðan um skop­mynd­irnar af Múhameð er dýr­mæt. Hún var – og er – nauð­syn­leg. Allar þessar ólíku raddir sem heyrð­ust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef mynd­irnar hefðu ekki birst og fengið fólk til að hugsa um gjörn­ing­inn í stærra sam­hengi, út frá öllum hlið­um. Þær fengu fólk út um allan heim til að ríf­ast, rök­ræða og hugsa.

Vissu­lega varð öll þessi umræða kveikja að for­dóm­um, eins og áður sagði, en þegar öllu er á botn­inn hvolft þá kom meira gott en vont út úr birt­ingu mynd­anna. Hlutir sem þurftu hrein­lega að koma upp á yfir­borðið og hefðu gert það, fyrr eða síð­ar­. ­Gjörn­ing­ur­inn varð til þess að með­vit­und fjöl­margra um mál- og tján­ing­ar­frelsið jókst til muna, held ég.

En frels­inu fylgir ábyrgð og því er hræði­legt að sjá nú fólk þjóta fram á víg­völl sam­skipta­miðl­anna með for­dóma­fullum upp­hróp­unum í garð múslima almennt, líkt og það hlakki í því yfir ódæð­inu.

Þetta fólk vil ég minna á að Steph­ane Charbonni­er, rit­stjóri Charlie Hebdo sem lést í gær, sagði í við­tali við BBC eftir sprengju­til­ræði árið 2011 að það væri á ábyrgð heimskra öfga­manna en end­ur­spegl­aði ekki múslima í Frakk­landi.

Senni­lega eru múslimar í Frakk­landi upp til hópa eins og fólkið í göt­unni minni hér í Berlín, í henni er hátt hlut­fall íbú­anna múslim­ar. Upp til hópa fólk sem lifir sínu lífi í frið og spekt. Elsku­legt fólk sem hefur orð á sér fyrir að vera barn­vænt og greið­vikn­ara en margur þung­bú­inn þýskætt­aði Berlín­ar­bú­inn. Fólk sem þarf að lifa við að í sögu­lega með­vit­uðu heima­landi þess, Þýska­landi, sé hættu­leg hreyf­ing á borð við PEG­IDA orðin að veru­leika.

Það er auð­velt að mis­nota tján­ing­ar­frelsið til að dul­búa hat­urs­orð­ræðu. And­stæðu alls þess sem er þess virði að lifa og deyja fyr­ir. En tján­ing­ar­frelsið er ekki það sama og afsökun fyrir opin­berun heimsku­nn­ar, sama þótt það veiti okkur frelsi til að tjá hana.

Gleymum heldur ekki að sama dag og ráð­ist var með vopnum á tján­ing­ar­frelsið í París þá var heill Víð­sjár­þáttur til­eink­aður bágri stöðu fjöl­miðla á Íslandi og því hvernig eign­ar­hald fjöl­miðl­anna kæfir tján­ing­ar­frelsi blaða­manna. Sýnum öllum sem látið hafa lífið fyrir tján­ing­ar­frelsið þá virð­ingu að hlúa að því hvern ein­asta dag, af virð­ingu en þó áræðni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None