Ef forseti Íslands er samkvæmur sjálfum sér fer makrílfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu

10054184655-c3865a384f-z.jpg
Auglýsing

Á annan tug þús­und manns hafa þegar skrifað undir áskorun til for­set­ans á síð­unni þjóð­ar­eign.is þar sem hann er hvattur til að vísa frum­varpi um úthlutun mak­ríl­kvót­ans til þjóð­ar­at­kvæð­is. Að baki söfn­un­inni stendur alls kyns þunga­vigt­ar­fólk: Jóns Steins­son hag­fræð­ing­ur, Jón Sig­urðs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, fyrrum for­seta­fram­bjóð­andi, Þor­kell Helga­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or, Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda, hag­fræð­ing­arnir Henný Hinz og Bolli Héð­ins­son og Agnar K. Þor­steins­son, sér­fræð­ingur í upp­lýs­inga­tækni.

Mjög áhuga­vert verður að sjá hvernig Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, bregst við áskor­un­inni. Í aðdrag­anda síð­ustu for­seta­kosn­inga sagði hann í við­tali við útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni að það væri erfitt að hugsa sér stærra mál sem væri eði­legt að setja í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu en kvóta­mál. Það væri orðið stærsta mál þjóð­ar­inn­ar. „Þar er um að ræða ráð­stöfun á sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þar er um að ræða hvað þjóð­in, eig­andi auð­lind­ar­inn­ar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðli­legt að setja í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, ef ein­hver hluti þjóð­ar­innar telur það mik­il­vægt[...]

Þannig að ég tel að eðli máls­ins sé þannig, að það séu til­tölu­lega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eins og kvóta­mál­in. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráð­stafa sam­eign sinn­i,“ sagði for­set­inn.

Í júli 2013 fékk for­set­inn afhent 35 þús­und und­ir­skriftir þar sem hann var hvattur til að synja lögum um lækkun veiði­gjalda á útgerð­ir, sem þá glæný rík­is­stjórn gerði að fyrsta máli sínu til að keyra í gegnum þing­ið. Eftir að hafa legið undir feldi í nokkra daga ákvað for­set­inn að skrifa undir lög­in. Í yfir­lýs­ingu útskýrði hann ákvörðun sína svona:  „Lögin fela því ekki í sér grund­vall­ar­breyt­ingar á nýt­ingu auð­lind­ar­innar en kveða á um tíma­bundnar breyt­ingar á greiðslum til rík­is­ins, sköttum vegna nýt­ing­ar. Að vísa lögum af því tagi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu væri svo afdrifa­ríkt for­dæmi að víð­tækar umræður og afar breiður þjóð­ar­vilji þyrfti að vera á bak­við slíka nýskipan í með­ferð skatt­lagn­ing­ar, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur um hækk­anir eða lækk­anir á ein­stökum tekju­liðum rík­is­ins[...]Ég hef þess vegna ákveðið að stað­festa lögin en árétta um leið hvatn­ingu til stjórn­valda, Alþingis og rík­is­stjórn­ar, um að kapp­kosta við boð­aða end­ur­skoðun að ná var­an­legri og víð­tækri sátt um skipan fisk­veiða og arð­greiðslur til þjóð­ar­innar enda sýnir fjöldi und­ir­skrifta vegna lag­anna um veiði­gjald að almenn­ingur hefur ríkan vilja og rétt­læt­is­kennd í þessum mál­u­m.“

Auglýsing

Lít­ill vafi er á því að frum­varpið um úthlutun mak­ríl­kvót­ans felur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á til­högun fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Sam­kvæmt því verður mak­ríl­kvóta, sem skilar tugum millj­arða króna á ári, úthlutað til útgerð­ar­manna í sex ár hið minnsta. Því er útgerð­ar­mönnum í fyrsta sinn veitt óaft­ur­kall­an­legt for­ræði yfir afla­heim­ildum til lengri tíma en eins árs.

Lögin fjalla alls ekki ein­vörð­ungu um tíma­bundnar greiðslur til rík­is­ins og með þeim er sann­ar­lega verið að ráð­stafa arð­inum af sam­eign þjóð­ar­innar til fárra útgerð­ar­fyr­ir­tækja.

Í bak­her­berg­inu eru allir sam­mála um að ef Ólafur Ragnar ætlar að vera sam­kvæmur sjálfum sér sé borð­liggj­andi að hann vísi þessu „stærsta máli þjóð­ar­inn­ar“ til þjóð­ar­at­kvæðis svo þjóðin geti sent þing­mönnum skýr skila­boð um hvort hún vilji að kvóti sé gef­inn útgerðum eða hvort hann eigi að skila meiru í sam­neysl­una.

Þannig gæti for­set­inn hætt (kjör­tíma­bilið hans rennur út á næsta ári) eftir 20 ára for­dæma­lausa setu í emb­ætt­inu með því að leggja mesta deilu­mál síð­ustu ára­tuga í hendur þjóð­ar­inn­ar.

Það verður að telja ólík­legt að Ólafur Ragn­ar, sem er mik­ill aðdá­andi hins dramat­íska, láti slíkt tæki­færi renna sér úr greip­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None