Lán Kaupþings til bréfberans Egils Ágústssonar sannkallað Kaupthinking

h_01514355.jpg
Auglýsing

Nú stendur yfir aðal­með­ferð í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Þar er meðal ann­ars tek­ist á um hvort það sé ólög­legt að lána eign­ar­lausum félögum millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í banka sem eng­inn annar vildi kaupa ein­ungis með veði í bréf­un­um. Þannig bar bank­inn sjálfur alla áhættu af við­skipt­inum en þeir ein­stak­lingar sem fengnir voru til að eiga félögin sem „keyptu“ gátu hagn­ast hluta­bréfin hækk­uðu í verði.

Þessir ein­stak­lingar eru oft kall­aðir „bréf­ber­ar“, vegna þess að þeir héldu á hluta­bréfum í bank­an­um. Og einn umfangs­mesti bréf­ber­inn í Kaup­þingi var Egill Ágústs­son, for­stjóri Íslensk Amer­íska.

Þessir ein­stak­lingar eru oft kall­aðir „bréf­ber­ar“, vegna þess að þeir héldu á hluta­bréfum í bank­an­um. Og einn umfangs­mesti bréf­ber­inn í Kaup­þingi var Egill Ágústs­son, for­stjóri Íslensk Ameríska.

Auglýsing

Kaup­þing hafði sam­band við Egil árið 2008 og bað hann um að eiga eign­ar­laust félag sem kall­að­ist Desulo Tra­d­ing og var skráð á Kýp­ur. Frá því í júní 2008 og fram að banka­hruni lán­aði Kaup­þing þessu eign­ar­lausa félagi 13,4 millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi, mest megnis af Kaup­þingi. Síð­asta lán­veit­ingin til þessa var fram­kvæmd 25. sept­em­ber 2008, sama dag og per­sónu­legar ábyrgðir starfs­manna Kaup­þings á lánum til hluta­bréfa­kaupa voru felldar nið­ur­,og örfáum dögum áður en bank­inn féll. Hún var upp á rúma fjóra millj­arða króna.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis kemur auk þess fram að Desu­lo, sem átti þá minna en ekk­ert, þar sem hluta­bréfin í Kaup­þingi höfðu lækkað tölu­vert í verði, hafi gert fram­virkan kaup­samn­ing um hluta­bréf í finnska félag­inu Sampo í sept­em­ber 2008 upp á tæp­lega 30 millj­arða króna. Sampo var í eigu Exista, stærsta eig­anda Kaup­þings.

Í fréttum RÚV í vik­unni var sagt frá því að í rétt­ar­höld­unum í stóra­mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu hafi verið vitnað í skýrslu Egils Ágústs­sonar hjá lög­reglu þar sem hann var spurður út í Desu­lo.

Þar kom fram að Magnús Guð­munds­son, for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, hafi falið und­ir­manni sínum að hafa sam­band við Egil að fyrra bragði og fá hann til að ger­ast bréf­ber­i.  Í frétt­inni segir síð­an: „Eg­ill bar vitni hjá lög­reglu og virð­ist ekki hafa hvarflað að honum hversu mikil við­skiptin urð­u. „Ég frétti af fyrsta ... bunk­anum sem var þá mjög stór hluti og mér nátt­úru­lega alveg snar­lega brá og ... hvað þetta var stórt. Og en það var aldrei haft sam­band við mig, ég beð­inn um að und­ir­rita ein­hverja lána­papp­íra, gefa ein­hverjar heim­ildir eða eitt eða neitt í sam­bandi við þetta ... alveg frá upp­hafi. ... Ég heyrði aldrei hósta eða stunu, hef aldrei fengið eitt yfir­lit frá þessu fyr­ir­tæki, ekki eitt upp­gjör eða það hefur aldrei verið haft sam­band við mig um eitt eða neitt út af þessu fyr­ir­tæki yfir höf­uð.“

Í Bak­her­berg­inu er ítrekað horft á hið fræga Kaupt­hink­ing-­mynd­band sem gert var fyrir Kaup­þing til að sýna starfs­fólki bank­ans að hann væri lík­lega ótrú­leg­asta fyr­ir­tæki í heimi. Ekk­ert fangar stemmn­ingu drambs og firru góð­ær­is­ár­anna jafn vel og mynd­band­ið. Það sýnir að Kaup­þing minnti um margt frekar á sér­trú­ar­söfnuð en fjár­mála­fyr­ir­tæki og að leið­togar bank­ans vor­u taldir vera ein­hvers konar hálf­guðir sem væru að end­ur­skil­greina fjár­mála­starf­semi.

Bak­her­berg­is­fólk hefur líka rifjað upp að í mynd­band­inu er ótrú­legur vöxtur Kaup­þings meðal ann­ars þakk­aður því að bank­inn fari fram yfir venju­lega hugsun (e. beyond normal think­ing).

Og „við­skipti“ Kaup­þings við Desulo og Egil Ágústs­son voru vissu­lega fram­úr­stefnu­leg banka­við­skipti, sann­kallað Kaupt­hink­ing, enda vissi við­skipta­vin­ur­inn ekki sjálfur hvað var verið að lána honum né hvað hann var að kaupa.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Rkz-hjpch38

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None