Eigum rétt á skýrum merkingum

Brynhildur Pétursdóttir
matvara.jpg
Auglýsing

Ég ætla ekki að eyða plássi í að útskýra hversu mikil áhrif matar­æði getur haft á heils­una. Það liggur fyrir og þess vegna sér hið opin­bera ástæðu til að ráð­leggja okkur um hollt matar­æði, svo sem að neyta syk­urs í hófi, borða minna salt og borða frekar mjúka fitu (ómett­aða) en harða fitu (mett­aða). Þetta hljómar ekki flókið þar til maður stendur úti í búð og rýnir í upp­lýs­ing­arnar á umbúð­un­um. Þá fær maður á til­finn­ing­una að þær séu settar fram af sér­fræð­ingum fyrir sér­fræð­inga.

Ef það er talið mik­il­vægt að við forð­umst sumt og borðum meira af öðru af hverju er þá ekki lagt ofur­kapp á að upp­lýs­ingar á umbúðum séu skilj­an­leg­ar? Nú veit ég ekki með ykkur en ég er ekk­ert alveg með það á hreinu hvort 2,3 grömm af salti í 100 gramma af vöru sé mikið eða lítið (og svona til að flækja málið enn frekar hefur mátt gefa upp natr­íum magn en þá þarf að marg­falda með 2,5 til að fá salt­magn­ið). Nú hvað með 14,3 grömm af kol­vetni í 100 gramma vöru? Þýðir það að hún inni­haldi mik­inn sykur eða lít­inn? Og er ein­sykra betri en tví­sykra? Veit ann­ars ein­hver hvað tví­sykra er?

Land­lækn­is­emb­ættið hefur brugðið á það ráð að setja upp vef­síðu sem sýnir magn syk­urs í mat­vörum á mynd­rænan hátt. Þetta er gott fram­tak sem ég get ekki skilið öðru­vísi en að emb­ættið telji að merk­ingar á mat­vælum séu ekki nógu skýr­ar. Neyt­endur þurfi sem sagt aðstoð á mynd­rænu formi. Ég spyr því aft­ur; ætti bar­áttan ekki aðal­lega að snú­ast um að merk­ingar á mat séu þannig að fólk skilji þær? Er ekki eitt­hvað öfug­snúið við að ég þurfi að fara á netið á sér­staka vef­síðu til að skilja hversu mik­ill sykur er í ákveð­inni vöru en ef ég stend úti í búð með vör­una í hend­inni þá er ég litlu nær?

Auglýsing

Ég er ekki ein um að pirr­ast yfir því að mik­il­vægum upp­lýs­ingum sé haldið frá neyt­endum með því að klæða þær í bún­ing sem fáir skilja. Þegar Evr­ópu­sam­bandið var að vinna að nýrri lög­gjöf um merk­ingar á mat­vælum var í upp­hafi gert ráð fyrir því að svo­kall­aðar umferða­ljósa­merk­ingar væru settar á mat­væli. Hug­myndin er ein­föld. Litir eru not­aðir til að segja til um magn syk­urs, fitu og salts. Grænt þýðir að magnið er lít­ið, gult að magnið er í með­al­lagi og rautt að magnið er mik­ið. Mat­væla­fram­leið­endur voru ekki sáttir við þessi plön sem og önnur sem sneru að auknum og skilj­an­legri upp­lýs­ingum til neyt­enda og lögð­ust í gríð­ar­lega hags­muna­gæslu. Svo mikla reyndar að talið er að aldrei hafi lobbý­istar í Brus­sel lagt annað eins á sig. Nið­ur­staðan var sú að meiri­hlut­inn kaus gegn til­lög­unni um lita­merk­ingar á mat­væli.

Margir þing­menn og tals­menn félaga­sam­taka lýstu í fram­haldi yfir von­brigðum með nið­ur­stöð­una. Kartika Liot­ard þing­maður frá Hollandi sagði að neyt­endur hefðu orðið undir i bar­átt­unni og gagn­rýndi að þing­menn hefðu látið undan miklum þrýst­ingi fram­leið­enda. „Hvernig er hægt að styðja lita­merk­ingar á heim­il­is­tæki, bíla og raf­magns­tæki en ekki á mat og drykk“ spurði hún.

Sus­anne Løgstrup for­maður Evr­ópsku hjarta­sam­tak­anna harm­aði nið­ur­stöð­una og sagði það þá vera á ábyrgð ráð­herra­ráðs­ins og aðild­ar­land­anna að hjálpa neyt­endum með því að heim­ila ein­staka löndum að nota umferða­ljósa­merk­ing­ar.

Hér má sjá hvernig svokallaðar „umferðarljósa“ merkingar virka við merkingar á matvælum. Hér má sjá hvernig svo­kall­aðar „um­ferð­ar­ljósa“ merk­ingar virka við merk­ingar á mat­væl­u­m.

Mon­ique Goyens for­maður Evr­ópu­sam­taka neyt­enda sagði: „Þrátt fyrir að hafa fengið mikið af gögnum og rann­sóknum sem stað­festu að neyt­endur vildu nær­ing­ar­gild­is­merk­ingar í lit þá greiddu þing­menn á ein­hvern óút­skýr­an­legan hátt atkvæði gegn til­lög­unni. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvernig eigi að sann­færa lög­gjafa­valdið um að bar­áttan við offitu og fyrir bættri lýð­heilsu kallar á aðgerðir í dag en ekki á morg­un. Það er engin vafi að þessi atkvæða­greiðsla er alvar­legt bakslag.“

Bretar hafa notað umferða­ljósa­merk­ingar í ára­tug í ýmsum útfærslum og árið 2013 var ný sam­ræmd merk­ing kynnt til sög­unn­ar. Merk­ingin er val­frjáls, þ.e. það er ekki hægt að skylda fram­leið­endur til að nota hana en þrátt fyrir það hafa margir fram­leið­end­ur, litlir og stór­ir, valið að merkja vörur sínar á þennan hátt. Tvisvar sinnum hef ég ásamt þing­mönnum úr öllum flokkum lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að hér verði teknar upp umferð­ar­ljósa­merk­ingar að breskri fyr­ir­mynd. Nokkur áhugi er á mál­inu meðal þing­manna en ég verð að við­ur­kenna að það eru von­brigði hversu fáar umsagnir hafa borist og allar eru þær nei­kvæðar utan ein. Til­lagan verður þó end­ur­flutt á næsta þingi því það er mín skoðun að neyt­endur eigi ský­lausan rétt á því að geta tekið upp­lýsta ákvörðun þegar þeir versla í mat­inn og það gera þeir ekki nema merk­ing­arnar séu skilj­an­leg­ar.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None