„Ef þú hlærð ekki ertu terroristi“

h_51735573.jpg
Auglýsing

Eftir fjöldamorðin í París í síð­ustu viku hefur heims­byggðin ekki talað um margt annað en árás­ina á Charlie Hebdo. Hingað til hafa lang flestir talað um morðin sem árás á tján­ing­ar­frels­ið. En færri líta á þau sem taktík, leið til að búa til gjá milli múslima og ann­arra. Hvernig við lítum á ástæður árás­ar­innar hefur mikið að segja um það hvernig við bregð­umst við henni. Þar skiptir mestu máli að við látum hana ekki kynda undir for­dómum og hatri gagn­vart múslimum í sam­fé­lag­inu.

Helga Tryggvadóttir þróunarfræðingur. Helga Tryggva­dóttir þró­un­ar­fræð­ing­ur.

Í kjöl­far þess­ara hrylli­legu morða hafa við­brögðin að miklu leyti skipst í tvennt. Fyrri hóp­ur­inn álítur þau stafa af ein­hverju fárán­legu hatri múslima á „okk­ar“ mál­frelsi. Eins og sam­hengi og saga skipti þar engu máli. Hinn hóp­ur­inn er svo upp­tek­inn af teng­ingum milli atvinnu­leys­is, fátæktar og stöðu múslima sem minni­hluta­hóps, að hann sér ekki að sú skýr­ing segir heldur ekki alla sög­una. Þó fátækt og úti­lokun hafi vafa­laust sitt að segja þá er ekk­ert sama­sem merki á milli þess að vera ómennt­aður og þess að „vita ekki bet­ur“ .

Auglýsing

Lausnin er því ekki endi­lega fræðsla enda treð­urðu ekki fræðslu ofan í kokið á ein­hverjum sem vill ekk­ert með hana hafa. Getur verið að til­gangur árás­ar­innar hafi fyrst og fremst verið taktískur, leið til að ná und­ir­tök­unum í stríði? Því það eru víst all­nokkur stríð háð í okkar nafni, þó ef til vill hætti okkur til að gleyma því. Þau eru ekki alltaf í sjón­varp­inu og því síður á face­book.

Hverjar eru lík­urnar á því að árás­ar­menn­irn­ir, fæddir og upp­aldir í Frakk­landi, hafi ekki áttað sig á því árás á Charlie Hebdo myndi valda reiðiöldu gegn múslimum?

Hverjar eru lík­urnar á því að árás­ar­menn­irn­ir, fæddir og upp­aldir í Frakk­landi, hafi ekki áttað sig á því árás á Charlie Hebdo myndi valda reiðiöldu gegn múslim­um? Hvers vegna sækj­ast þeir eftir því að hand­sprengjum sé varpað á moskur og hatur gegn þeirra eigin fólki magnist?

Því það mun óhjá­kvæmi­lega ger­ast, þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit ráða­manna um sam­stöðu. Svarið er til­tölu­lega ein­falt; því fleiri árásir sem munu eiga sér stað gegn múslimum í Frakk­landi, því meiri líkur á því að franskir múslimar gangi til liðs við Al Qaeda og ISIS í Mið­aust­ur­lönd­um. Þess­ari taktík hafa sömu hópar beitt áður í Írak en hún er ein aðal ástæðan fyrir þeim und­ir­tökum sem ISIS hefur náð á svæð­inu.

Ef til vill varð Charlie Hebdo ekki að skot­marki sökum inni­halds þess (sem hefur þó kannski ekki hjálpað til). Skot­markið hefði í raun getað verið hvað sem er, svo fram­ar­lega sem það hefði skapað næga reiði og ótta. Höfum í huga þá ímynd sem þessir hópar sem morð­in­gj­arnir til­heyrðu eru að reyna að skapa sér; árásir á barna­skóla, afhöfð­anir blaða­manna, hryðju­verk. Þjóðir reyna að skapa sér ímyndir og það sama á við um hryðju­verka­sam­tök, þarna er allt gert til að skapa sem mestan ótta og við­bjóð hjá and­stæð­ingn­um. Að sumu leyti má skil­greina þetta sem algjöra and­stæðu þeirrar ímyndar sem Vest­ur­lönd reyna að skapa sér; Við komum með frelsi og lýð­ræði en í raun ætlum við að geyma þig í app­el­sínu­gulum galla án dóms og laga í ára­tug, aflífa þig með mann­lausri sprengju­flug­vél eða beita „nýstár­leg­um“ yfir­heyrslu­að­ferðum sem, ef þær væru not­aðar af hinum aðil­an­um, væru kall­aðar villi­manns­leg­ar. 

En það er ekki þar með sagt að árásin á Charlie Hebdo hafi ekki áhrif á tján­ing­ar­frelsið, þó ég vilji halda því fram að það hafi ekki verið eini til­gang­ur­inn. Vissu­lega getur það gerst núna að skop­mynda­teikn­arar hugsi sig tvisvar um áður en þeir birta skop­myndir af spá­mann­inum vegna ótta við afleið­ing­arn­ar.

En það er ekki þar með sagt að árásin á Charlie Hebdo hafi ekki áhrif á tján­ing­ar­frelsið, þó ég vilji halda því fram að það hafi ekki verið eini til­gang­ur­inn. Vissu­lega getur það gerst núna að skop­mynda­teikn­arar hugsi sig tvisvar um áður en þeir birta skop­myndir af spá­mann­inum vegna ótta við afleið­ing­arn­ar. Það er hins vegar lík­legra að við sjálf leyfum tján­ing­ar­frels­inu að ganga okkur úr greipum með því að horfa í hina átt­ina á meðan hið alltum­lykj­andi eft­ir­lits­kerfi rík­is­ins andar ofan í háls­málið á okk­ur. Rétt eins og hefur nú þegar gerst með frið­helgi einka­lífs­ins. Og hvernig geta Vest­ur­lönd státað sig af mál­frelsi á meðan fólk á borð við Chel­sea Mann­ing, Edward Snowden og Julian Assange eru ýmist fang­elsuð eða á flótta, fyrir það að koma upp­lýs­ingum á fram­færi? Á sama tíma ber­ast fréttir um að múslimar séu í auknum mæli dæmt fyrir ummæli á net­inu (þeir eru víst ekki að segja „rétta“ hluti) og hinn umdeildi grínisti Dieu­donne var nýlega fang­els­aður fyrir þá sök að „af­saka hryðju­verk“ í face­book kommenti. Ef við ætlum að verja tján­ing­ar­frelsið þýðir ekki bara að verja það gegn öfga­mönn­um, við verðum líka að verja það gegn okkur sjálf­um.

Í því and­rúms­lofti for­dóma og hat­urs sem nú ríkir eru margir sem rugla því saman að útskýra og rétt­læta. En ef við viljum ekki búa til víta­hring stig­vax­andi ofbeldis gæti verið skyn­sam­legt að setj­ast niður og reyna að skilja hvað gerð­ist og hvers vegna. Það skiptir engu máli hvort við höldum áfram að dansa á hinni fínu línu kald­hæðni og móðgana, á meðan rík­is­stjórnir Vest­ur­landa eru enn að ráð­ast inn í önnur lönd og pynta fólk í nafni frelsis og lýð­ræð­is. Jafn­vel þó fyrstu við­brögð á yfir­borð­inu séu þau að kenna ekki múslimum sem heild um það sem gerð­ist, þá býr samt þessi hug­mynd í koll­inum á mörg­um, að kannski séu þeir bara öðru­vísi, að kannski sé þeim bara illa við mál­frelsið, að kannski er þetta bara það sem ger­ist þegar þú ert með stóran hóp af ómennt­uðum atvinnu­leys­ingjum sem koma úr annarri menn­ingu en þú. Og á end­an­um, þegar fennir yfir atburð­ina og sam­staðan er fokin út um glugg­ann þá munu þessar hugs­anir gægj­ast fram úr skúma­skot­un­um, skýr­ingar sem fela það í sér að þetta séu meiri villi­menn en „við“, að „þeir“ hati mál­frelsið „okk­ar“ en ekki það að þeir hati hræsn­ina sem felst í því að ráð­ast inn í lönd múslima með mál­frelsið í annarri og mann­lausan dróna í hinni, reiðu­búin til að mata þá inn um öfugan enda. Hvernig getur þetta endað öðru­vísi en með ósköp­um?

Núna sleikja öfga­hægri­menn út um því þeir fá loks­ins tæki­færi til að segja: „Við sögðum ykkur það“

Þetta er taktík, ætl­unin er að æsa alla nógu mikið upp þannig að þeir drífi sig til Sýr­lands til að láta sprengja sig í loft upp. Og hún er strax farin að virka, með árásum á moskur og yfir­lýs­ingar Mar­ine Le Pen um að end­ur­vekja eigi dauða­refs­ing­ar. Núna sleikja öfga­hægri­menn út um því þeir fá loks­ins tæki­færi til að segja: „Við sögðum ykkur það“ en á meðan erum við hin, þau „frjáls­lyndu“ og “for­dóma­lausu“ að end­ur­skil­greina „ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okk­ur“ yfir í „ef þú hlærð ekki þá ertu ter­r­orist­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None