Ég skil bisness, mér bara líkar hann ekki alltaf

Auglýsing

Í aðdrag­anda hruns­ins var íslensku við­skipta­lífi stýrt af hópi manna sem voru oftar en ekki klyfj­aðir af hroka og yfir­læti. Mörgum þeirra fannst þeir sjálfir vera ósnert­an­legir hálf­guðir og flest allir aðrir sem til­heyrðu ekki þeirra kreðsum vera fífl. Í þeirra huga áttu fjöl­miðlar að vinna að auknum upp­gangi við­skipta­hags­muna þeirra, ekki að vera að vasast í því hvort þeir stæð­ust leik­reglur eða lög. „Bottom line“ var það sem skipti máli og sá sem skildi það ekki „skildi ekki bis­ness“.

Íslenska fjöl­miðla skorti sjálfs­traust gagn­vart þessum hópi. Völd þeirra voru ein­hvern veg­inn yfir­þyrm­andi og ekki bætti úr skák að allir einka­fjöl­miðl­arnir voru í eigu manna sem voru í for­grunni hans, og hik­uðu ekki að skipta sér af frétta­flutn­ingi ef þeim fannst á sig hall­að.

Á þessum tíma hik­uðu menn (þetta voru nán­ast án und­an­tekn­inga karl­menn) ekki við að hóta blaða­manni ef hann spurði erf­iðra spurn­inga. Þær hót­anir voru oft undir rós en í þeim fólst að við­kom­andi gæti auð­veld­lega svipt blaða­mann­inn lífs­við­ur­vær­inu ef hann hætti ekki þessu ves­eni. Með fylgdi oft löng ræða um að hann „skildi hvort eð er ekk­ert bis­ness“, og ætti þar af leið­andi ekk­ert að vera að fjalla um við­skipti.

Auglýsing

Það kom síðan í ljós að þeir vissu ekk­ert sér­stak­lega mikið sjálfir um bis­ness. Með skelfi­legum afleið­ing­um.

Hættið að horfa aft­urá­bak



Und­an­farin ár hafa margir blaða­menn eytt miklum tíma í að opin­bera það sem þessi hópur stund­aði undir því yfir­skini að um flókin og háþróuð við­skipti væri að ræða. Nið­ur­staðan hefur oftar en ekki verið sú að helstu hrá­efnin í þessum kok­teil voru áhættu­fíkn, sjálftaka, græðgi, hégómi og skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart afleið­ingum gjörða sinna á aðra.

Margir von­uð­ust til þess að sam­fé­lagið myndi læra eitt­hvað af þessum hrun-hremm­ing­um. Að ger­end­urnir í stjórn­málum og við­skiptum myndu sjá að nepót­ism­inn og sjálf­skör­unin af kök­unni gengi ekki leng­ur. Ann­ars mynd múg­ur­inn rísa upp og láta vita að þetta ástand yrði ekki lið­ið.

Þegar litið er yfir þá veg­ferð sem við erum á núna, og höfum raunar verið á und­an­farin ár, er ekki að sjá að svo sé. Og með hverju árinu sem líður finnst þessu fólki alltaf minna og minna til­efni til að líta til baka og læra. Það vill miklu frekar bara að horfa fram á við og gera. „Bis­ness as usu­al“.

Áfram veg­inn



Hvað felst í slíkum bis­ness?

Meðal ann­ars að borga starfs­fólki banka, sem stofn­aðir voru með eignum sem ríkið flutti úr gjald­þrota fyr­ir­renn­urum þeirra með stjórn­valds­að­gerð,  mörg hund­ruð millj­ónir króna í bónusa þegar eign­irnar hækka í verði, vaxta­á­góð­inn af þeim verður prýði­legur eða vegna þess að þókn­ana­tekjur fyrir að selja þessar eignir hækkar milli ára. Og fari síðan á bull­andi launa­skrið umfram aðrar stéttir til að leið­rétta þann for­sendu­brest að laun þeirra lækk­uðu eftir að geir­inn setti heilt hag­kerfi á hlið­ina.

Að Seðla­bank­inn setji upp leið sem gerir öllum íslensku bis­ness-­mönn­un­um, sem komust út með pen­ing­ana sína áður en íslenska hag­kerf­inu var skellt í lás, með höftum kleift að fá allt að 20 pró­sent afslátt af íslenskum eignum sem sót­svarta launa­fólk­inu á Íslandi býðst auð­vitað ekki.

Að fyr­ir­tæki sem nýta nátt­úru­auð­lindir borgi eins lítið og þau geta í sam­neysl­una en eins mikið og þau kom­ast upp með í arð­greiðslur til örfárra fjöl­skyldna sem eru orðnar ofur­ríkar á evr­ópskan mæli­kvarða.

Að hluta­bréf megi helst ekki falla í verði og að skandalar skráðra fyr­ir­tækja hafi sama sem engin áhrif á gengi þeirra. Ástæðan er sú að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eiga sirka helm­ing skráðra hluta­bréfa, geta ekk­ert selt þau þótt þeim líki illa rekstur fyr­ir­tækj­anna, vegna þess að þeir hafa ekk­ert annað að kaupa.

Að aðilar séu skip­aðir sem stjórn­ar­for­menn eft­ir­lits­að­ila á sama tíma og þeir, og vinir þeirra, eru að mok­græða á í besta falli vafasömum við­skipt­um.

Að hópi sem langar í greiðslu­korta­fyr­ir­tæki getur bara rölt sér inn í rík­is­banka og keypt slíkt af honum án þess að aðrir áhuga­samir fái að bjóða.

Að sama fólkið og var allt um lykj­andi fyrir hrun er nú það fyr­ir­ferða­mesta í íslenskum við­skipt­um, þótt það sé ekki sér­stak­lega sýni­legt. Ástæðan er sú að fjár­fest­ingar þess eru oft á tíðum faldar í fjár­fest­inga­sjóðum sem þurfa ekki að upp­lýsa um hverjir end­an­legir eig­endur eru.

Og svo fram­veg­is.

Hand­valið til að græða



Í íslenskum bis­ness felst að fólk er hand­valið til að kom­ast yfir pen­inga. Sumir fá að græða og eiga.

Hrok­inn og yfir­lætið er lika farið að láta aftur á sér kræla. Aftur er byrjað að segja við blaða­menn að þeir séu allt of nei­kvæð­ir. Þeir átti sig ekki á snilld­inni. Eigi að hætta þessu ves­eni. Skilji ekki bis­ness.

Ég hef verið að fjalla um bis­ness árum sam­an. Ég skil hann alveg.

Mér líkar hann bara oft á tíðum alls ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None