Trúarbrögðin ,,þétting byggðar“

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar að undanförnu og virðast ansi skiptar skoðanir á því hvað það felur í sér. Ég er persónulega hlynnt þéttingu byggðar í þeirri merkingu að dreifa ekki byggðinni út um allt. Ég er líka mjög umhverfissinnuð og fylgjandi markmiði um að draga úr notkun á einkabílnum og auka almenningssamgöngur og hjólreiðar í borginni.
Mér finnst samt mikilvægt að þegar þétta á byggð sé ekki gengið á rétt íbúanna sem fyrir búa á svæðinu; þar þarf sérstaklega að passa upp á hæð húsa og að nýbyggingar falli inn í hverfið sem fyrir er. Hins vegar finnst mér ekki nauðsynlegt að þéttingin þurfi öll að gerast í miðbænum; nýta má betur önnur hverfi og klára þau sem byrjað hefur verið á eins og hverfið við Úlfársdal og gera þar fallega blandaða byggð.

almennt_01_05_2014

Ég er hins vegar líka hlynnt því að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni eins og málin standa nú. Fyrir því eru margar ástæður en sú helsta sem talar mest til réttlætiskenndar minnar er sú staðreynd að hvert sem hann verður fluttur (já, líka til Keflavíkur) mun það alltaf kosta tugi milljarða, eða sem nemur eins og einu hátæknisjúkrahúsi. Ég vil persónulega að þjóðin nýti þessa peninga í annað og þá helst velferðar- og menntamál. Þetta er ekki prinsippmál fyrir mér heldur skoðun sem ég er nýbúin að mynda mér vegna ákveðinna röksemda í málinu. Ef okkur hlotnast mikill peningur og verðum búin að sinna öllum þeim velferðarmálum sem nauðsynlegt er að sinna má alveg færa flugvöllinn fyrir mér, endilega bara.

Auglýsing

Hins vegar hef ég fundið fyrir ansi magnaðri andúð og ómálefnalegum úthrópunum vegna þessarar skoðunar minnar. Til dæmis er sagt að ég sé „bara eins og Guðni Ágústsson“ eða að ég sé að stuðla að aukinni mengun með notkun einkabílsins og að ég sé að taka undir málflutning sjálfstæðismanna. Það finnst mér ofsalega ómálefnlegt, sérstaklega þegar það er gert án þess að spyrjast fyrir um rök sem ég hef fyrir skoðun minni. Mér finnst það líka svo sorglegt og bera vott um flokkadrætti sem einkenna íslenska pólitík. Maður er settur í lið og manni gerðar upp skoðanir á ýmsum málum sem tilheyra „hinu liðinu“. Mér finnst þetta eins og einhver trúarbrögð þar sem maður velur eitt ,,lið“ og fylgir öllum þeim kennisetningum sem tilheyra því. Ég nenni ekki að taka þátt í því.

Ég vil tala fyrir ákveðnum málefnum sem eru mér mikilvæg; réttlæti og lýðræði eru þar kjarnahugtök, einnig mannúð og almannahagsmunir. Ég er líka umhverfisverndarsinni í hjarta mínu, þar sem ég er meðvituð um þá staðreynd að án jarðarinnar gerum við ekki neitt, bara alls ekki neitt. Þetta er líka ástæðan fyrir því að ég valdi Dögun sem flokk til vinna fyrir, því hann tekur ekki stöðu með neinu liði heldur málefnum eingöngu sem stuðla að réttlæti fyrir almenning. Hann skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Dögun er fjölmenningarlegur flokkur sem virðir öll trúarbrögð, ekki bara einhver ein sem kallast „þétting byggðar“.

Greinin birtist í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None