Einkareknar forvarnir

Kári Árnason skrifar um forvarnir í heilbrigðiskerfinu og ósamræmi í ummælum og gjörðum heilbrigðisráðherra varðandi forvarnir

Auglýsing

Það hefur verið mjög áhuga­vert að fylgj­ast með opin­berri umræðu um heil­brigð­is­kerfið und­an­farna daga og vikur en umræðan hefur verið sér­stak­lega líf­leg eftir að nið­ur­stöður könn­unar BSRB um álit íslensku þjóð­ar­innar á rekstr­ar­formi heil­brigð­is­kerf­is­ins voru birt­ar. Nið­ur­stöð­urnar hvað varðar sjúkra­þjálfun, þá grunn­stoð heil­brigð­is­kerf­is­ins sem und­ir­rit­aður lifir og hrær­ist í, voru einkar áhuga­verðar en þar kom fram að 28,9% svar­enda vildu að hið opin­bera sæi fyrst og fremst um að reka sjúkra­þjálf­un­ar­þjón­ustu, 52,9% voru hlynnt blönd­uðu kerfi og ein­ungis 18,2% vildu að einka­að­ilar sæju um rekst­ur­inn. Und­an­farið hefur einmitt sá grunur læðst að und­ir­rit­uðum að almenn­ingur sé hreint ekki vel með­vit­aður um hvernig rekst­ur­inn í heil­brigð­is­kerf­inu er og hvernig hann hafi í raun og veru verið und­an­farna ára­tugi. Umræðan um tvö­falt kerfi þar sem hinir auð­ugu geta keypt sig fram fyrir í röð­inni poppar reglu­lega upp og oft er til­finn­ingin af umræð­unni sú að þegar fólk heyrir orðin heil­brigð­is­kerfi og einka­rekstur sett sam­an, þá virð­ist það sjá rautt án þess að átta sig almenni­lega á því hvernig málin í raun og veru standa. Heil­brigð­is­kerfið á Íslandi hefur nefni­lega verið bæði rekið af hinu opin­bera og einka­að­ilum í mjög langan tíma og sjúkra­þjálfun fyrir hinn almenna borg­ara fyrst og fremst verið rekin af einka­að­il­um.

Það hefur einnig verið áhuga­vert að heyra heil­brigð­is­ráð­herra og fleiri aðila, sem talað hafa sér­stak­lega máli opin­bera kerf­is­ins, tala um mik­il­vægi for­varna. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagði t.d. í fréttum RÚV 27. maí sl., í umræðu um fjár­hags­vand­ræði hjúkr­un­ar­heim­il­anna, að það yrði að setja meira púður í for­varnir svo að eldra fólk gæti búið lengur sjálf­stætt í eigin hús­næði. For­maður BSRB nefndi einnig, í pistli í Morg­un­blað­inu laug­ar­dag­inn 5. júní sem sner­ist að stóru leyti um tak­mark­anir á frek­ari einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu, að við þyrftum að setja miklu meira í for­varn­ir. Bæði þessi ummæli skjóta skökku við þegar horft er á þá stað­reynd að allar sjúkra­þjálf­un­ar­stofur lands­ins sem sinna 1. stigs for­vörnum (for­varnir sem miða að því að koma í veg fyrir sjúk­dóma eða aðra lík­am­lega kvilla áður en þeir koma fram) og stuðla að lýð­heilsu eru einka­reknar og hafa verið í rúma þrjá áratugi. Áherslur heil­brigð­is­ráð­herra á auknar for­varnir eru að auki í engu sam­ræmi við ákvarð­anir hennar um að úti­loka hóp nýút­skrif­aðra sjúkra­þjálf­ara frá því að taka þátt í þessu mik­il­væga for­varn­ar­starfi.

Auglýsing
Líkt og áður hefur komið fram í fjöl­miðlum þá setti heil­brigð­is­ráð­herr­ann fyrr á þessu ári reglu­gerð sem gerði m.a. kröfu um tveggja ára starfs­reynslu sjúkra­þjálf­ara til þess að skjól­stæð­ingar þeirra ættu rétt á end­ur­greiðslu á kostn­aði frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Nú stytt­ist í að hópur sjúkra­þjálf­ara útskrif­ist frá Háskóla Íslands og voru margir þeirra búnir að ráða sig á einka­stofur þar sem mikil þörf er á störfum þeirra, enda biðlistar langir, en vegna ákvörð­unar ráð­herr­ans verður ekk­ert úr því. Ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um að gera þá kröfu að skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara fram­vísi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækni til að fá þjón­usta nið­ur­greidda er að auki ekki í neinu sam­ræmi við áherslur á auknar for­varn­ir. Líkt og und­ir­rit­aður hefur fjallað um áður heldur það engu vatni að for­senda nið­ur­greiðslu SÍ á kostn­aði við sjúkra­þjálfun sé beiðni frá lækni enda hefur hinn venju­legi heim­il­is­læknir engar for­sendur til að meta hver þarf á aðstoð sjúkra­þjálf­ara að halda og hver ekki. Það kemur nefni­lega merki­legt oft fyrir að skjól­stæð­ingar und­ir­rit­aðs kvarta undan tregðu lækna við að útvega beiðni í sjúkra­þjálfun sem er ótrú­legt en satt. Þessi krafa um beiðni frá lækni eykur ein­ungis fjölda til­gangs­lausra ferða á heilsu­gæsl­una með til­heyr­andi kostn­aði og getur tafið upp­haf sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð­ar. 

Sjúkra­þjálf­arar eru nefni­lega sú stétt heil­brigð­is­starfs­fólks sem sinnir fyrst og fremst for­vörnum og stuðlar að auk­inni lýð­heilsu. Hvernig stendur á því að á sama tíma og ráð­herr­ann talar um mik­il­vægi for­varna að hún og hennar ráðu­neyti taki ákvarð­anir sem stuðli að skertu aðgengi fólks að for­vörn­um? Þessi síend­ur­tekna tugga um að það verði að setja meira púður í for­varnir er orðin ansi lúin. Það að him­in­inn sé blár er álíka vel þekkt stað­reynd og sú að for­varnir eru ódýr og hag­kvæmur kostur fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. Það er hins vegar erfitt að gera kröfur um aukin gæði í þjón­ustu ef ekki er vilji til þess að setja við­eig­andi fjár­magn í þjón­ust­una, því líkt og ónefndur knatt­spyrnu­þjálf­ari sagði hér forðum daga “Þú býrð ekki til kjúklinga­salat úr kjúklinga­skít”. Því er ósk­andi að sá stjórn­mála­maður sem tekur við ráðu­neyti heil­brigð­is­mála eftir kosn­ing­arnar í haust hafi góðan smekk og sé til­bú­inn að fjár­festa í gæða hrá­efni í for­varna­sal­at­ið. Við þurfum öll á því að halda.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í bækl­un­ar­sjúkra­þjálfun og aðjúnkt við Náms­braut í sjúkra­þjálfun við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar