Ekki eyðileggja Ríkisútvarpið, froðusauðir

bibbi.jpg
Auglýsing

Ég heiti Snæ­björn og ég er bassa­leik­ari í hljóm­sveit­inni Skálmöld. Sem stendur erum við á tón­leika­ferða­lagi um Evr­ópu, búnir að eyða rúmum fimm vikum nú þegar og eigum eina viku eft­ir. Hlut­irnir ganga betur en nokkru sinni fyrr, með­byr­inn er ofboðs­legur og Skálmöld vex og dafn­ar.

Það er að mörgu leyti tákn­rænt að ég skuli sitja við þessar skriftir hér í Geiselwind í Þýska­landi því nákvæm­lega hér spil­aði Skálmöld sína fyrstu tón­leika á fyrstu tón­leik­areis­unni árið 2011. Hér byrj­aði þetta því allt sam­an. Eða nei. Alls ekki.

Þetta hófst nefni­lega heima á Íslandi.

Auglýsing

2009 stofn­uðum við þung­arokks­hljóm­sveit, sex vin­irn­ir. Bara svona venju­lega þung­arokks­hljóm­sveit. Eftir fyrstu vik­urnar og mán­uð­ina fundum við að þetta var verk­efni sem við vildum leggja okkur fram við að gera sýni­legt, allt ein­hvern veg­inn small saman og okkur fannst að við hefðum eitt­hvað fram að færa. En hvað gerir maður þá? Þung­arokk er ekki eitt­hvað sem á greiða leið að eyrum hins „venju­lega“ hlust­anda og fyrst og fremst fyrir þær sakir að fólk afskrifar oft og tíðum þessa teg­und tón­listar fyr­ir­fram, ákveður að þetta sé ekki þeirra kaffi­bolli. Og það er ekk­ert rangt við það, við förum öll á mis við stór­kost­lega hluti dag­lega vegna þess að við vitum ekki um hvað ræðir í raun og veru. Það er mann­legt. En já, hvað gerir maður þá?

Við fórum þessar venju­legu leið­ir, höfðum sam­band við þá sem gætu haft áhuga innan kreð­sunnar sem gekk upp og ofan, og reyndar meira ofan. Einn dag­inn fékk ég svo sím­tal. Á hinum end­anum var dag­skrár­gerð­ar­maður á Rás 1 sem bauð mér að koma í þátt­inn Víð­sjá til að spjalla um þetta upp­á­tæki. Útgangs­punkt­ur­inn var texta­gerð­in, þessi kannski óvenju­lega nálgun að splæsa gam­al­dags kveð­skap saman við þung­arokk.

Frá­bært. Ég mætti í þátt­inn og átti gott spjall en grun­aði ekki að mað­ur­inn ætl­aði að virki­lega að spila nema þá mögu­lega lítið brot. En nei, heilt lag skyldi það vera. Viti menn, þarna hljóm­aði Skálmöld fyrst í útvarpi og það á Rás 1! Síðan þá höfum við haft þá venju að frum­flytja fyrsta lag af hverri Skálmald­ar­-­plötu í Víð­sjá. Þau hafa alltaf tekið okkur vel og þess óska ég að verði áfram.

Þetta varð vendi­punktur og þarna fóru hjólin að snúast, en ekki endi­lega þau hjól sem við höfðum búist við. Í stað þess að hinir hefð­bundnu rokk­miðlar tækju okkur upp á sína arma var það RÚV sem gerði það. Við fengum umfjöllun í Kast­ljósi sem reynd­ist afskap­lega dýr­mæt og síðan kom Rás 2 sterk­ust inn. Enn í dag er það þannig að Skálmöld hefur hvergi fengið meiri spilun en á Rás 2 og ég sé það ekki breyt­ast.

Við höfum vissu­lega aldrei farið í dag­lega öfga­spilun en það er heldur ekk­ert und­ar­legt. Við erum ekki dæg­ur­laga­hljóm­sveit og áreitið passar kannski ekki endi­lega inn í dag­skrá fyrir alla lands­menn alla daga. Eða jú, í pass­legum skömmt­um. Þetta er sann­girni og fyrir það erum við afskap­lega þakk­lát­ir.

Skálmöld byggir á þessum grunni, svo ein­falt er það. Þarna tók okkur áhuga­samt og sjálf­stætt hugs­andi fólk sem hefur það eitt að mark­miði að miðla því sem gott er og áhuga­vert, jafn­vel þótt efnið sé fljótt á litið allt annað en aðgengi­legt eða lík­legt til vin­sælda. Og nú er ég ekki bara að tala um tón­list heldur alla menn­ing­ar- og þjóð­ar­flór­una. Þetta er vett­vang­ur­inn fyrir alla til að koma sínu að og fyrir hina að með­taka. Metn­að­ar­full dag­skrár­gerð um alla kima mann­lífs­ins, ekki bara froðu­snakk um fríar flat­bökur og vin­sælda­lista erlend­is, um það hverf­ist RÚV.

Mér þótti afskap­lega gaman að opna tölv­una mína nývakn­aður í gær og sjá mér til undr­unar að Skálmöld fær 9 til­nefn­ingar til Íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna. Mér fannst þetta hálf­óraun­veru­legt, staddur utan lands­stein­anna hvar við vinnum að því alla daga að stækka draum­inn, og finna svo þennan ofboðs­lega kraft að heim­an.

Ég sat þarna hálf­þunnur og meyr í óþægi­legum leð­ur­sófa og rakti með sjálfum mér leið­ina hing­að. Sama hvar ég drap niður fæti í sögu Skálmaldar átt­aði ég mig á því að RÚV var aldrei langt und­an. Í hverjum ein­asta kafla höfum við á ein­hvern hátt unnið með þeim snill­ingum sem þar vinna. Nálg­unin hefur verið mis­jöfn og hlut­irnir farið mis­hátt en þegar við höfum haft eitt­hvað fram að færa höfum við mætt ótrú­legu við­móti þar á bæ. Og hvernig snýr þetta þá allt sam­an?

Hvert eitt og ein­asta okkar á sína Skálmöld, Skálmöld­ina sem við félagar áttum fyrir rúmum fimm árum og eng­inn þekkti. Þín Skálmöld getur verið í formi tón­list­ar, mynd­list­ar, ræðu­mennsku, stjórn­mála, útsaums, kaffi­gerð­ar, eld­flauga­vís­inda, snuddu­banda­hekls eða sjóstang­ar­veiði. Mín Skálmöld hlaut athygli vegna þess að við eigum stofnun sem sinnir því sem vel er gert, svo ein­falt er það. Ég sæti ekki hér með bestu vinum mín­um, skæl­bros­andi að lifa þennan litla draum ef þessi grunnur hefði ekki verið lagð­ur. Já, ég full­yrði að Skálmöld væri ekki hér ef ekki væri RÚV.

Og hel­vít­is, hel­víti! Ætla nú ein­hverjir froðu­sauðir að leggja þessa grunn­stofnun okkar allra í rúst? Af hverju? Hvaða hald­bær rök gætu mögu­lega verið fyrir því? Þetta er það sem við erum, þetta er loftið sem við öndum að okkur og þetta er það sem gerir okkur að þjóð. Ég veit lítið sem ekk­ert um stjórn­mál eða pen­inga, en ég er ágæt­lega að mér þegar kemur að rök­hugs­un. Ef við kippum fót­unum undan RÚV kippum við líka fót­unum undan öllum Skálmöldum lands­ins, stórum og smá­um. Og þá er þetta búið. Þá sæti ég ekki hér nákvæm­lega núna, orð­inn of seinn í sánd­tékk, á tón­leika­staðnum þar sem land­vinn­ing­arnir hófust. Þá væru nefni­lega engir land­vinn­ing­ar.

Kjaft­for og loð­inn maður með þann draum að geta sinnt þung­arokks­hljóm­sveit­inni sinni, það er ég. Upp­skriftin hljómar ekki væn­leg til árang­urs, en hingað er ég samt kom­inn. Ég er óend­an­lega þakk­látur fyrir það og þetta hef ég gert á mínum for­send­um. RÚV tók mér og hljóm­sveit­inni minni eins og við erum, þau reyndu engu að breyta en hjálp­uðu til með öllum leiðum og hvöttu okkur til dáða.

Orða­til­tækið segir að maður upp­skeri eins og maður sáir. Við höfum sáð grimmt og upp­skorið eftir því. En við hefðum ekki upp­skorið ef við hefum ekki haft frjóan jarð­veg til að sá í.

Þetta má ekki fara svona.

 

Höf­undur er bassa­leik­ari í þung­arokks­hljóm­sveit­inni Skálmöld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None