Ekki of seint að hætta við

9951285886_660819e173_o-1.jpg
Auglýsing

Nú er búið að stað­festa á ótal mis­mun­andi vegu að 80 millj­arða króna pen­inga­gjafir rík­is­stjórn­ar­innar á skattfé undir hatti skulda­leið­rétt­ingar og for­sendu­brests eru galn­ar. Þær þjóna engum til­gangi öðrum en telja þeim kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins sem héldu að þeir væru að fara að fá 230 til 300 millj­arða króna úr hirslum vog­un­ar­sjóða trú um að það hafi verið með ein­hverjum hætti staðið við það lof­orð sem keypti síð­ustu kosn­ing­ar. Bless­un­ar­lega er sú útvatn­aða til­laga sem brátt verður opnað fyrir umsóknir að langt frá því. En hún er samt gal­in. Á svo ótrú­lega marga vegu.

Afar fáir fá fullt



Minn­is­blað sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið um skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­form rík­is­stjórn­ar­innar gerði er mjög áhuga­vert, en það var sent efna­hags- og við­skipta­nefnd í vik­unni. Þar segir meðal ann­ars að „Flest heim­ili sem skráð voru fyrir verð­tryggðum lánum vegna kaupa á fast­eignum til eigin nota á árunum 2008 og 2009 hafa notið ein­hverra úrr­ræða á borð við sér­stakar vaxta­nið­ur­greiðslur sem greiddar voru árin 2011 og 2012. Eins og fram kemur í frum­varpi til laga um leið­rétt­ingu verð­tryggðra fast­eigna­veð­lána reikn­ast öll opin­ber úrræði sem heim­ili hafa þegar notið til frá­dráttar leið­rétt­ing­ar. Af þessu leiðir að afar fá heim­ili eiga rétt á hámarks­nið­ur­færslu sem er 4. m. kr.“

Það liggur sem­sagt fyrir að „afar fá heim­ili“ fá 4 millj­ónir króna. Flestir þeirra sem hafa verið í vanda munu fá mun miklu minna, enda verð­ur  fyrri aðstoð dregin frá.

Fer nán­ast allt til höf­uð­borg­ar­búa



Í minn­is­blað­inu kemur líka fram að 70 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar, vænt­an­lega um 56 millj­arðar króna, fer til hús­næð­is­eig­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ein­ungis 1,1 pró­sent, 880 millj­ónir króna, fara á Vest­firði og 1,3 pró­sent, rétt rúmur millj­arður króna, fara á Norð­ur­land vestra. Þar segir einnig að„­með­al­fjár­hæð nið­ur­færslu fer hækk­andi eftir því sem fast­eigna­matið er hærra enda eru skuldir að baki verð­mæt­ari eignum að jafn­aði hærri“. Hæsta fast­eigna­matið hér­lendis er vit­an­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þar sem skulda­nið­ur­fell­ing­ar­greiðsl­urnar eru fjár­magn­aðar með skatt­heimtu og greiddar úr rík­is­sjóði má ljóst vera að lands­byggðin er mjög meluð í þess­ari risa­vöxnu sós­íal­ísku milli­færslu á pen­ingum okkar allra í vasa „sum­ra“. „Sum­ir“ eru nefni­lega að lang­mestu leyti höf­uð­borg­ar­bú­ar.

Auglýsing

Það liggur því fyrir að skulda­nið­ur­fell­ing­arnar eru fyrst og síð­ast vasa­pen­ingur fyrir hluta þeirra sem búa í Reykja­vík og nágrenni, nið­ur­greiddur af öllum hin­um.

Fáir yfir­skuld­settir og þeim fer hratt fækk­andi



Í þessu dásam­lega minn­is­blaði segir einnig að 35 pró­sent skulda­nið­ur­fell­inga­lottó­vinn­ings­ins fari til þeirra sem eru með meira en 100 pró­sent skuld­setn­ingu miðað við fast­eigna­mat. Fast­eigna­mat er mun lægra en mark­aðsvirði íbúða, stundum allt að 25-30 pró­sent. Því er hlut­fall þeirra sem eru með meira en 100 pró­sent skuld­setn­ingu af raun­virði sem eru að fara að fá skulda­nið­ur­fell­ing­ar­pen­inga enn lægra en 35 pró­sent.

Auk þess er fast­eigna­verð á fleygi­ferð upp á við, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það hefur hækkað um 11,1 pró­sent á einu ári. Haldi það áfram með sama hætti, sem fullar for­sendur eru fyrir vegna aðstæðna á íslenska mark­aðn­um, mun íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna fyrir ári síðan hækka um 50 pró­sent fram til árs­ins 2017, þegar skulda­nið­ur­fell­ingin rennur sitt skeið. Hér verður því spáð að hlut­fall þeirra sem eiga rétt á skulda­nið­ur­fell­ingu, og væru með yfir 100 pró­sent skuld­setn­ingu miðað við mark­aðsvirði árið 2017, verði langt undir tíu pró­sent.

Og þá vaknar sú spurn­ing­in, af hverju er verið að gefa þessu fólki pen­inga þegar mark­að­ur­inn mun „leið­rétta“ stöðu þeirra á örfáum árum?

Erum á bull­andi yfir­drætti



Seðla­banki Íslands hefur sett fram þá rök­studdu skoðun að skulda­nið­ur­fell­ing­arnar muni auka verð­bólgu vegna auk­innar einka­neyslu. Það er vont fyrir alla, líka þann fjórð­ung lands­manna sem er á leigu­mark­aði og þann helm­ing heim­ila sem skuldar ekki í hús­næði. Svo ekki sé minnst á allt það unga fólk verður fast í for­eldra­húsum fram á fer­tugs­ald­ur­inn.

Sú aukna einka­neysla sem mun fylgja pen­inga­gjöfum rík­is­stjórn­ar­innar gæti eig­in­lega ekki komið á verri tíma. Vöru­skipta­jöfn­uður okk­ar, mun­ur­inn á því sem við flytjum inn og út úr land­inu, er nefni­lega orð­inn hræði­lega nei­kvæð­ur.

Ímyndum okkur að Ísland sé heim­ili. Útflutn­ingur eru tekjur þess og inn­flutn­ingur kostn­að­ur. Þegar inn­flutn­ingur er lægri en útflutn­ingur þá þarf heim­ilið að taka yfir­drátt, eða smá­lán, til að brúa bil­ið. Í aðdrag­anda hruns­ins þurfti að bæta við þann yfir­drátt nán­ast dag­lega, slíkur var mun­ur­inn.

Vöru­skipta­jöfn­uður síð­ustu mán­aða er dálítið 2007-hræði­leg­ur. Í mars í fyrra var hann jákvæður um 9,3 millj­arðar króna og mán­uð­inn eftir um 3,8 millj­arða króna. Á þessum tveimur mán­uðum „grædd­um“ við því rúma 13 millj­arða króna. Í mars 2014 var jöfn­uð­ur­inn nei­kvæður um 600 millj­ónir króna og í apríl nei­kvæður um sjö millj­arða króna. Nei­kvæður við­snún­ingur á milli ára er því tæpur 21 millj­arður króna!

Ástæðan fyrir þessu er í raun sára­ein­föld. Útflutn­ings­verð­mæti, sér­stak­lega sjáv­ar­af­urða og áls, eru að drag­ast mikið sam­an. Einka­neysla, sem drífur áfram inn­flutn­ing, er hins vegar að aukast. Til að takast á við þetta ástand þarf a) krónan verður að veikj­ast til að laga þetta með til­heyr­andi rýrnun á alþjóð­legu virði launa og eigna okkar eða b) sjáv­ar­af­urðir og ál verða að hækka slatta í erlendri mynt. Eitt er ljóst. EF þetta heldur áfram að þró­ast svona fer illa.

Og það síð­asta sem þarf akkurat núna er pen­ingja­gjöf sem mun auka einka­neyslu og hækka verð­bólgu.

Ekki of seint



Auk alls ofan­greinds stand­ast skulda­nið­ur­fell­ing­arnar ekki grund­vallar rétt­læt­is­kröf­ur, um þær ríkir póli­tísk óein­ing innan stjórn­ar­liðs­ins, kostn­aður við fram­kvæmd þeirra er hár og algjör óvissa er um hvort hin sér­tæka skatt­lagn­ing á þrotabú fall­inna banka, sem á að fjár­magna partý­ið, stand­ist lög.

Það hefur tekið tíma, en í dag hljóta allir sjá að keis­ar­inn er ekki í neinum föt­um. Hann er alls­ber. Þetta hafa allir sem skoðað hafa mál­ið, án þess að fá leið­ar­kort að sér­stakri nið­ur­stöðu frá stjórn­völd­um, séð.

Enn á eftir að afgreiða frum­varpið á Alþingi. Það er því ekki of seint að hætta við þennan fárán­lega afleik sem ómark­vissar tug­millj­arðar króna pen­inga­gjafir til ein­hverra, af því bara, eru. Þing­menn sem hafa hingað til spilað með og tekið póli­tíska fylgni fram yfir skyn­semi og heild­ar­hag geta enn stöðvað þetta. Það eina sem þarf er vilji til að sjá raun­veru­leik­ann eins og hann er. Og greiða atkvæði í sam­ræmi við það.

Það er enn von.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None