Fórnir fyrir komandi kynslóðir

Auglýsing

Eitt af því sem kalla mætti galla á því lýðræðisfyrirkomulagi sem við höfum komið okkur upp er innbyggð skammsýni. Stjórnmálamenn sækja sér umboð frá kjósendum til fjögurra ára í senn en það er ekki nóg til þess að gera varanlegar og vel ígrundaðar breytingar. Mario Draghi, forseti bankaráðs Seðlabanka Evrópu, er stundum kallaður mikilvægasti stjórnmála­maður Evrópu í erlendum fjölmiðlum af þessari ástæðu. Stjórnmálamenn hafa komið og horfið jafnharðan í Evrópu á undanförnum árum, ekki síst í Suður-Evrópu, án þess að stærstu vandamálin hafi verið leyst.

Af þessum ástæðum hafa spjótin beinst að Seðla­bankanum og ýmsum alþjóðastofnunum; þar eru línurnar lagðar í stórum málum oft á tíðum. Hér á landi er stundum rætt um að þjóðir Evrópu séu að framselja fullveldi til alþjóðastofnana eins og Evrópusambandsins (ESB), með þátttöku í alþjóðasamstarfinu í gegnum formlega aðild að ESB. Vandinn mun fremur vera pólitískt óþol kjósenda í erfiðum aðstæðum. Það gefst einfaldlega ekki tími til þess að búa til langtímasýn út úr vandræðum.

almennt_08_05_2014

Langtímasýnin getur orðið til


Viðskiptaráð var gagnrýnt mikið í kjölfar hrunsins fyrir viðhlæjendahlutverkið sem ráðið var í gagnvart því jafnvægis­leysi sem einkenndi íslenska fjármálakerfið og hagkerfið í heild. Þetta var réttmæt gagnrýni. Ólíkt mörgum öðrum samtökum – svo ekki sé talað um stjórnmálamenn – baðst ráðið afsökunar á ofmati sínu á eigin ágæti með formlegum hætti. Þetta var virðingarvert og til fyrirmyndar. Síðan hefur ráðið leitt mikilvæga sérfræðivinnu, með hjálp ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey. Formlegum samráðsvettvangi stjórnmálamanna, fræðimanna, atvinnurekenda, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga úr atvinnulífinu var komið á og ítarleg vinna sett af stað. Markmið þessarar vinnu má setja fram sem vopn gegn innbyggðum galla lýðræðiskerfisins; það er að marka langtímasýn til að tryggja betri lífskjör sem er hafin upp fyrir pólitískt þras, skammtímamiðaða vinnu. Þessi sýn getur orðið til ef stjórnmálamenn láta kné fylgja kviði og beygja sig undir þessa mikilvægu aðferðafræði.

Eins og bankabónusarnir


Í eðli sínu er hið siðferðilega vandamál skammtímasýninnar á vettvangi stjórnmálanna svipað innbyggðum galla við bónusgreiðslukerfi í bankageiranum. Í mörgum fjármála­fyrirtækjum hafa bónuskerfi verið byggð upp í samhengi við stærð samninga, rekstrarafkomu í samtímanum, fremur en að horfa til þess endurheimta á löngum tíma. Þarna verður til hvati sem sérfræðingar hafa sumir hverjir fullyrt að sé rótin að röngum og of áhættusæknum ákvörðunum, hvorki meira né minna. Þar á meðal er einn virtasti hagfræðingur heims og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Simon Johnson. Bankamenn þurfa að klára rökræðuna um þessi mál og vera opnir fyrir því að hugsanlega sé núverandi fyrirkomulag á alþjóðlegum fjármálamörkuðum með innbyggðan veikleika; skammtímasýn í stað langtímasýnar.

Pólitík og sérfræðiþekking


Ísland stendur enn frammi fyrir miklum vandræðum eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Skammtíma­lækningar duga ekki til þess að leysa málin og engin auðveld lausn er til, sökum hárra opinberra skulda, fjármagnshafta og skuldbindinga í erlendum gjaldeyri. Aðeins langtímasýn getur leitt þjóðina út úr ógöngunum og áfram í átt til betri lífskjara. Engar æfingar munu duga, engir galdrar. Þótt sjaldan sé á það minnst er til staðar tækifæri til þess að leggjast yfir vandamálin og setja komandi kynslóðir framar þeirri sem er með vandamálin í höndunum. Það er oft þungbært fyrir stjórnmála­menn að gefa vinsældir sínar eftir með langtímahagsmuni þjóðarinnar í húfi. En nákvæmlega þetta er staðan á Íslandi. Stjórnmálamenn hafa komið og farið, vinsældir ýmist vaxa hratt eða hrynja. Pólitísk kreppa er viðvarandi á meðan ekki er gerð minnsta tilraun til þess að endurskilgreina hið pólitíska starf út frá langtímasýn, hagsmunum komandi kynslóða.

Vettvangurinn er til staðar


Vettvangurinn sem skapaður hefur verið, eftir frumkvæði Viðskiptaráðs, er merkileg tilraun til þess að upphefja stjórnmála­starfið úr skammsýninni yfir í langtímasýnina. Þetta starf fór af stað af miklum krafti en betur má ef duga skal. Úthaldið í vinnunni ætti að vera drifið áfram af mikilvægi langtímasýnarinnar og þess þekkta veruleika að góðir hlutir gerast hægt og bítandi.

Auglýsing

Tugmilljarða peningagjafir úr skuldum vöfnum ríkissjóði, sem nú er verið að undirbúa með uppsetningu vefsíðu og hugbúnaðar, er ágætt dæmi skammsýni stjórnmálamanna og hvaða áhrif hún getur haft á vinsældir. Lýðurinn bíður spenntur eftir peningagjöfunum, en komandi kynslóðir vita ekki af því að peningarnir hefðu getað farið í að bæta hag þeirra.

Péningar


Í þessum aðstæðum, sem allir landsmenn eru að glíma við, er hollt að horfa til boðskapar þeirra sem hafa skrásett þær miklu fórnir sem kynslóðir Íslendinga hafa fært svo að sú sem nú lifir búi við aukin tækifæri. Snillingurinn Halldór Laxness er líklega sá Íslendingur sem hefur skrásett þessar fórnir með magnaðri hætti en nokkur annar. Þar er á öllu tekið; péningunum, valdi, stéttabaráttu og mannlegum breyskleika ekki síst. Dýpsti boðskapurinn, gegnum gangandi í öllum hans verkum, er best lýst sem sífelldri baráttu á milli þröngsýni og víðsýni. Í hinu fyrra er maðurinn eins og veðhlaupahross, rörsýnin blindar honum sýn. Víðsýnin er hins vegar eiginlegt leiðarljós í lífsins gangi. Hún er enn fremur forsenda þess að geta mótað langtímasýnina, komandi kynslóðum til heilla.

Leiðarinn birtist fyrst í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None