Enn um villur: Um athugasemdir Ragnars Árnasonar

„Ég hugsa að við Ragnar séum sammála um að í dag, 37 árum eftir upphaf kvótakerfis í botnfiskveiðum, sé of mikil tortryggni út í þetta kerfi sem í grunnatriðum er langbesta kerfið sem völ er á,“ skrifar Ásgeir Daníelsson hagfræðingur.

Auglýsing

Ragnar Árnason gagnrýndi nokkur atriði í grein sem ég skrifaði. Hér eru athugasemdir mínar við þessari gagnrýni Ragnars.

1.

Í grein minni benti ég á að í skýrslu Daða Más Kristóferssonar frá árinu 2010 og í nýrri skýrslu Ragnars Árnasonar um áhrif fyrningar aflahlutdeilda væri eitt mat á verðmæti aflahlutdeilda notað til að reikna út áhrifin á eignir fyrirtækjanna og annað lægra mat notað til að reikna út eigið féð sem er notað til samanburðar. Ragnar segir að það sé rangt hjá mér að kalla þetta villu af því að bæði hann og Daði Már geri grein fyrir því að þeir beri saman eignaskerðinguna samkvæmt eigin útreikningi og bókfært eigið fé samkvæmt Hagstofunni. Það er kannski rétt, en eftir stendur að samanburðurinn er rangur (villa) vegna þess að þeir eru að bera saman ósambærilega hluti.

Sára fáir lesendur þessara skýrslna höfðu möguleika á að sjá hvernig í pottinn var búið og flestir því reiknað með að verið væri að tala um það sem mestu máli skiptir varðandi stöðuna eftir að tiltekin fyrning aflahlutdeilda hefur verið ákveðin: mat skýrsluhöfunda á eigin fé sjávarútvegsfyrirtækja miðað við mat þeirra á virði aflahlutdeildanna.

Auglýsing

2.

Ragnar kvartar undan því að ég gleymi því að „eignaskerðing sú sem í fyrningu aflaheimilda felst á sér ekki aðeins stað í upphafi þegar markaðsvirði þeirra fellur í samræmi við fyrningarhlutfallið. Eignaskerðingin heldur áfram með fyrningu hvers árs þar til ekkert er eftir.“ Þetta er viðbót í skýrslu Ragnars og er ekki í skýrslu Daða Más.

Fyrningarleiðin gengur út á að útgerðin ráði yfir minni og minni hluta af þeim aflahlutdeildum sem þær ráða yfir í byrjun. Í fyrstu heldur útgerðin nær öllum aflahlutdeildunum en svo minnkar þeirra hlutur og verður á endanum enginn. Bæði Ragnar og Daði Már reikna réttilega út eignavirði þessarar eignar með því að núvirða tekjur af eigninni miðað við tilteknar forsendur um vexti og leiguverð aflamarks og bera útkomuna saman við það sem þeir fá ef engin fyrning á sér stað. Sú „fyrning hvers árs þar til ekkert er eftir“, sem Ragnar talar um, er með í útreikningunum á virði aflahlutdeildanna eftir að búið er að ákveða tiltekna fyrningu þeirra. Það er rangt að telja hana aftur. Ragnar er vel menntaður hagfræðingur og lunkinn í stærðfræði og veit þetta.

3.

Það er rétt hjá Ragnari að afkoma útgerðarinnar var mun betri á árinu 1984 en á árunum 1982 og 1983 og vissulega hefði ég átt að vísa í afkomuna á þeim árum. Þegar fyrstu lögin um kvótakerfið í botnfiskinum voru samþykkt á árinu 1983 var afkoma ársins 1982 sæmilega þekkt og menn með grófa hugmynd um hvernig hlutirnir voru að ganga á árinu 1983 en vissu mjög lítið um afkomu ársins 1984.

4.

Ragnar telur það rangt hjá mér að útgerðarmenn hafi verið hikandi varðandi kvótakerfið í byrjun enda hafi þeir haft góða reynslu af kvótakerfi í síld- og loðnuveiðum. Tortryggni útgerðarmanna og fleiri aðila innan og utan sjávarútvegsins gagnvart kvótakerfinu í botnfiskveiðunum kom m.a. fram í því að fyrstu árin voru sett árlega ný lög um fyrirkomulag kerfisins og fljótt var bakkað tímabundið með því að heimila að útgerðir gætu valið svonefnt sóknarmark og haft áhrif á aflahlutdeild skipanna í gegnum veiðireynslu á sóknarmarki. Þá voru útgerðir smábáta undir 10 brl. alfarið utan kvótakerfisins í byrjun. Margir útgerðarmenn tortryggðu líka þau miklu ríkisafskipti sem þeir sáu í kvótakerfinu.

Ég hugsa að við Ragnar séum sammála um að í dag, 37 árum eftir upphaf kvótakerfis í botnfiskveiðum, sé of mikil tortryggni út í þetta kerfi sem í grunnatriðum er langbesta kerfið sem völ er á. Þessa tortryggni má finna bæði innan sjávarútvegsins og utan hans. Sennilega erum við Ragnar ósammála um hvernig best sé að draga úr þessari tortryggni.

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar