Er árið 1996?

Guðmundur F. Magnússon
19275723570_b237a0b0a2_c.jpg
Auglýsing

Ég lít á daga­talið og sé ártalið 2015.

Þegar ég var 10 ára gam­all fóru fram for­seta­kosn­ingar á Íslandi. Nokkrir buðu sig fram og einn þeirra stefndi að friði árið 2000. Það hljóm­aði sem ágætis mark­mið í mínum eyrum man ég. En frið­ur­inn náði ekki fram að ganga og Íslend­ingar kusu fyrrum ráð­herra og þing­mann í stól­inn á Bessa­stöð­um.

Auglýsing


Núna nálg­ast ég óðfluga þrí­tugt og enn er sami maður for­seti. Robert Mugabe í Simbabve hefur samt setið enn lengur en hann í emb­ætti. Margt hefur breyst í heim­inum og á Íslandi frá árinu 1996. Frið­ur­inn kom ekki árið 2000 en hrunið kom árið 2008. For­set­inn þurfti að end­ur­heimta traust þjóð­ar­innar eftir að hafa flogið í einka­þotum „út­rás­ar­vík­inga“ og mært þá í bak og fyr­ir.



Á þessu tíma­bili hefur orðið bylt­ing í tækni­þró­un, sem hefur haft gríð­ar­leg áhrif á aðgengi að upp­lýs­ing­um. Aldrei hefur verið auð­veld­ara að fletta upp og reka lygar og útúr­snún­inga ofan í stjórn­mála­menn. Pott­verjar í heitu pott­unum ræða enn stjórn­málin og nýjasta slúðrið eins og árið 1996, en „virkir í athuga­semd­um“ eru meira áber­andi í dag.



Árið 1996 var Morg­un­blaðið stærsta dag­blað Íslands og virt­asti fjöl­mið­ill­inn ásamt Rík­is­út­varp­inu. Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokkur sátu saman í rík­is­stjórn. Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir var for­maður Þjóð­vaka og beið eftir að sinn tími kæmi. Áhrifa­mestu hags­muna­sam­tök lands­ins voru LÍÚ, eins og í dag, en hafa nú skipt um nafn. Kvik­myndin Djöfla­eyjan kom út og Bravehe­art hlaut Ósk­arsverð­laun sem besta mynd­in. Spaug­stofan var kærð fyrir klám þetta árið og árið eftir fyrir guð­last. 1996 var árið eftir að Kombucha svepp­ur­inn svo­kall­aði sló í gegn á mörgum íslenskum heim­ilum og var rækt­aður í krukkum og vaska­fötum af mik­illi list. „Galdra­seyði“ sem bruggað var úr rækt­un­inni var talið allra meina bót. Morg­un­blaðið greindi frá upp­runa æðis­ins í Banda­ríkj­un­um.



Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá árinu 1996. Íslenskt sam­fé­lag hefur gjör­breyst. Hnatt­væð­ing og tækni­fram­farir hafa skapað ótal ný tæki­færi fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Mik­il­vægi inter­nets­ins sem vett­vangs sam­skipta, upp­lýs­inga og við­skipta hefur marg­fald­ast. Fjöldi nýrra sprota­fyr­ir­tækja hafa orðið til og blómstrað í þessum jarð­vegi og lista­menn og íþrótta­menn hafa slegið í gegn um víða ver­öld. Ísland er komið ræki­lega á kortið sem vin­sæll áfanga­staður ferða­manna.



Stjórn­mál á Íslandi hafa því miður ekki fylgt þess­ari þró­un. Ára­tugum saman hefur verið stöðnun í íslenskum stjórn­málum (sem sumir kalla stöð­ug­leika). Starfs­hættir Alþingis hafa sára­lítið breyst á þessum tíma. Enn eru hug­myndir skotnar niður ef þær koma frá „óvin­um“ í öðrum flokkum eða utan úr sam­fé­lag­inu. Enn er gagn­rýni svarað með því að klína flokks­stimplum á gagn­rýnend­ur. Menn ljúga óhikað og snúa út úr og verða síðan „fórn­ar­lömb nei­kvæðrar umræð­u“. Enn er mál­þóf helsta vopn stjórn­ar­and­stöð­unnar gegn „of­ríki rík­is­stjórn­ar“ eins og Bjarni Bene­dikts­son kall­aði það í stjórn­ar­and­stöðu 2013.  Enn eru ráða­menn tregir til að læra af reynsl­unni eða reynslu nágranna­þjóða. Enn hreykja þeir sér af hag­stjórn sinni, nú þrátt fyrir fjöl­menn verk­föll og land­flótta, eins og þeir hreyktu sér alla leið inn í hrun­ið.



Það þekk­ist varla að íslenskir stjórn­mála­menn axli ábyrgð eða biðj­ist afsök­unar á mis­tökum sín­um, mis­tökin eru alltaf ein­hverjum öðrum að kenna.



Flokks­menn slá skjald­borg um sam­herja sína sem „lenda í ósann­gjarnri umræð­u“. Það þekk­ist varla að íslenskir stjórn­mála­menn axli ábyrgð eða biðj­ist afsök­unar á mis­tökum sín­um, mis­tökin eru alltaf ein­hverjum öðrum að kenna. Stundum eru þau líka rétt­læt­an­leg ef aðrir gerðu sam­bæri­leg mis­tök. For­dæm­is­gildi mis­taka fyrri ára skapar sér­stakan kvóta sem stjórn­mála­menn geta alltaf vísað í og nýtt sér. Í Bret­landi sögðu þrír flokks­for­menn af sér á vor­dög­um, til þess að axla ábyrgð á slæmu gengi flokka sinna í kosn­ing­um. Það þurfti ekki meira til.



Árið 1992 var skipuð nefnd til að fjalla um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar, vegna aðildar Íslands að EES sam­starf­inu. Síðan hafa fleiri nefnd­ir, ráð og þing verið skipuð með til­heyr­andi kostn­aði, en sama stjórn­ar­skrá stendur enn svo til óbreytt. Stjórn­ar­skráin frá árinu 1944, sem átti að vera til bráða­birgða, er komin yfir sjö­tugt. Allar til­raunir til heild­ar­end­ur­skoð­unar hennar hafa mis­tek­ist hingað til. Nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 virð­ast gleymd­ar. Í rúm sjö­tíu ár hafa menn rætt málin og þrasað án nið­ur­stöðu.



Allar til­raunir til heild­ar­end­ur­skoð­unar hennar hafa mis­tek­ist hingað til. Nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 virð­ast gleymdar.



Ólafur Ragnar hefur gjör­breytt for­seta­emb­ætt­inu í krafti óljósra greina um vald­svið for­seta og mis­not­aði nýverið aðstöðu sína við þing­setn­ingu til þess að koma and­stöðu sinni við stjórn­ar­skrár­breyt­ingar á fram­færi. Ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eru óljós. Er lýð­ræð­is­legt að atkvæði Vest­firð­ings í kosn­ingum til Alþingis gildi u.þ.b. tvö­falt á við atkvæði Hafn­firð­ings? Hverjir hagn­ast á núver­andi kosn­inga­kerfi? Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur hagn­ast mest allra flokka á því í gegnum tíð­ina. Eru til góð rök fyrir skipt­ingu lands­ins upp í kjör­dæmi í dag og mis­jöfnu vægi atkvæða eftir lands­hlut­um?



Það er him­inn og haf milli lífs­kjara sem því býðst á Íslandi (einkum Reykja­vík vegna hús­næð­is­verðs) sam­an­borið við flest nágrannalöndin.



Ekki sér fyrir end­ann á flótta ungs fólks úr landi, það er him­inn og haf milli lífs­kjara sem því býðst á Íslandi (einkum Reykja­vík vegna hús­næð­is­verðs) sam­an­borið við flest nágranna­lönd­in. Ein­staka stjórn­ar­þing­menn lýsa yfir áhyggjum af stöðu hús­næð­is­mála og áhyggjum af að ná ekki almenni­lega til unga fólks­ins. En ger­ist eitt­hvað eða er þetta bara enn eitt kjaftæð­ið? Staðan á hús­næð­is­mark­aði hefur lík­lega aldrei verið verri, þar er upp­safn­aður vandi margra ára sem aldrei hefur verið tekið almenni­lega á. Stjórn­völd virð­ast van­meta stór­kost­lega umfang og áhrif fólks­flutn­inga frá land­inu, bæði ungs fólks og ann­arra sem hafa fengið nóg af hroka­fullum við­brögðum og ráða­leysi ráða­manna við fjöl­mennum verk­föllum. Stjórn­ar­skráin er ekki það eina sem þarfn­ast heild­ar­end­ur­skoð­un­ar, verk­föll eru mun algeng­ari á Íslandi en í nágranna­lönd­um. Gæti verið að íslensk stjórn­völd geti lært eitt­hvað um hag­stjórn og vinnu­markað af þeim? Gæti hugs­ast að þau geti lært eitt­hvað um hús­næð­is­mark­að?



Þegar Davíð Odds­son lýsir frati á ein­stak­linga og stofn­anir sam­fé­lags­ins í rit­stjórn­ar­greinum á Morg­un­blað­inu er oft fjallað um það í öðrum fjöl­miðl­um. En hvert er upp­lýs­inga­gild­ið? Hvað er frétt­næmt við að hann upp­nefni fólk opin­ber­lega eða geri lítið úr Rík­is­út­varp­inu?



Hvort er árið 1996 eða 2015 í stjórn­málum á Íslandi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None