Er atkvæði til Ásmundar Friðrikssonar atkvæði til Pútíns?

18842653023_606a71115a_b.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur afdrátt­ar­laust lýst því yfir að Ísland eigi að hætta stuðn­ingi sínum við refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna, ESB og fleiri ríkja gegn vald­stjórn­inni í Rúss­landi. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Ásmundur fer fram á slíkt, hann hefur kallað eftir því opin­ber­lega áður að Íslend­ingar reyni að koma Rússum til hjálpar með ein­hverjum hætti í efna­hag­skröggum þeirra.

Ásmundur og minnst hand­fylli ann­arra stjórn­ar­þing­manna sem nú hafa opin­ber­lega bæst í hóp þeirra sem vilja hætta stuðn­ingi við refsi­að­gerð­irnar hafa auð­vitað alla tíð verið mót­fallnir inn­göngu Íslands í ESB. Þjónkun þeirra við Rúss­land nú er þó nýr kafli í þeirri bar­áttu, jafn­vel þó gríð­ar­miklir við­skipta­hags­munir Íslands við Rússa séu óum­deilt und­ir.

Hags­munir Íslands



Það sem þing­menn­irnir virð­ast ekki skilja er að póli­tísk sam­staða Íslands með banda­lags­þjóðum okkar í NATO og ESB gegn Rúss­landi Pútíns þessi miss­erin snýst bein­línis um bar­átt­una fyrir lýð­ræði, mann­rétt­indum og frjálsum við­skiptum í Evr­ópu. Þessi bar­átta snýst því um mik­il­væg­ustu lang­tíma­hags­muni íslensku þjóð­ar­inn­ar, póli­tíska jafnt sem efna­hags­lega. Þar liggur hið mik­il­væga hags­muna­mat sem sífellt er kallað eft­ir. Afstaða Íslands í utan­rík­is­málum frá lokum seinni heims­styrj­aldar hefur að mestu markast af þess­ari stefnu og fáar ef ein­hverjar atvinnu­greinar hér á landi hafa notið ávaxta hennar betur en sjáv­ar­út­veg­ur­inn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærir sig jafnan af því að hafa verið aðal afl­mótor þess­arar stefnu í íslenskum stjórn­mál­um.

Af­staða rit­ara Reykja­vík­ur­bréfs Morg­un­blaðs­ins síð­ast­liðnar tvær helgar hafa einnig verið nokkuð sér­kenni­leg­ar, sér­stak­lega sögu­skýr­ingar á atburða­rásinni í Úkra­ínu síð­ast­liðin ár þar sem áróður Pútíns fær óþægi­lega mikið vægi.

Auglýsing

Afstaða rit­ara Reykja­vík­ur­bréfs Morg­un­blaðs­ins síð­ast­liðnar tvær helgar hafa einnig verið nokkuð sér­kenni­leg­ar, sér­stak­lega sögu­skýr­ingar á atburða­rásinni í Úkra­ínu síð­ast­liðin ár þar sem áróður Pútíns fær óþægi­lega mikið vægi. Það skal við­ur­kennt að í nýjasta Reykja­vík­ur­bréfi Dav­íðs er engin bein afstaða tekin með Pútín. En hún leiðir samt beint af skrif­un­um. Og hinn alþjóða­póli­tíski veru­leiki sem rök­semd­ar­færsla Dav­íðs um að Ísland skuli hætta stuðn­ingi sínum við refsi­að­gerð­irnar er mót­aður eftir er mjög á skjön við allt sem við blasir – raunar er sá veru­leiki ekki til.

Friði í Evr­ópu er ógnað



Þótt hörð­ustu and­stæð­ingar ESB-að­ildar Íslands, bæði til vinstri og hægri, haldi að Ísland geti með ein­hverju móti rekið full­kom­lega sjálf­stæða og eftir atvikum „hlut­lausa“ utan­rík­is­stefnu er hinn blá­kaldi veru­leiki sá að öryggi, friði og lög­mætum landa­mærum ríkja er ógnað í Evr­ópu af valda­mesta og hættu­leg­asta þjóð­ern­ispopúlista álf­unn­ar. Blóðsút­hell­ing­arnar eru hafn­ar. Hlut­leysi í þeirri bar­áttu er ekki til og á ekki að vera það. Við þurfum á banda­mönnum okkar í NATO og Evr­ópu að halda í þess­ari bar­áttu, ekki öfugt, og eigum að taka afstöðu með þeim og með stríðs­hrjáðum íbúum Úkra­ínu.

Klapp­lið Pútíns



Ég get ímyndað mér að fyrir marga kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé Ásmundur Frið­riks­son kom­inn óþægi­lega nálægt klapp­liði Pútíns innan hinna þjóð­ern­issinn­uðu popúlista­flokka í Evr­ópu þegar hann kallar eftir því að við reynum að koma Rúss­landi Pútíns „til aðstoð­ar“. Sama á við um Davíð þegar hann skrifar um „meinta (!) und­ir­róð­urs­starf­semi Rússa í Aust­ur-Úkra­ín­u“. Bæði Davíð og Ásmundur hafa þó áður fært sig nálægt orð­ræðu þjóð­ern­is­sinn­aðra popúlista í umræðum um inn­flytj­endur og mosk­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur á und­an­förnum árum fært sig nær ýmsum þjóð­ern­issinn­uðum popúlistum í Evr­ópu og fór bein­línis yfir öll vel­sæm­is­mörk í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Fékk þá eft­ir­minni­legan stuðn­ing í leið­ara Morg­un­blaðs­ins. Gunnar Bragi stendur hins vegar fastur fyrir í Úkra­ínu­deil­unni með alla utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis sér að baki. Það er mik­il­vægt.

Fót­göngu­liðar Pútíns í Evr­ópu



Hinir þjóð­ern­issinn­uðu popúlista­flokkar Evr­ópu eru hins vegar miklir banda­menn Pútíns. Ekki bara de facto í ras­isma sín­um, sögu­föls­unum og hatri á Evr­ópu­sam­vinn­unni (sem kald­hæðn­is­lega hefur fært þeim sjálfum frið, mál­frelsi og vel­sæld) heldur fara þau ekki einu sinni leynt með stuðn­ing sinn við Pútín leng­ur. Þessi öfl styðja nær öll Pútín opin­ber­lega, þiggja sum frá honum fé, styðja ólög­lega inn­limun Krím og lýstu yfir stuðn­ingi og aðdáun á stór­kost­lega brengl­uðum og ólýð­ræð­is­legum kosn­ingum á Krím eftir að dátar Pútíns höfðu lagt skag­ann undir sig. Atkvæði Evr­ópu­búa til Le Pen, Strache, Wild­ers og Farage eru nú bein­línis stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við Pútín; stuðn­ingur við ethníska ofbeld­is- og útþenslu­stefnu stjórnar hans og við mark­miðið um að grafa undan póli­tískri sam­stöðu innan Evr­ópu – sam­stöðu sem grund­vall­ast fyrst og fremst á því að virða alþjóða­lög, mann­rétt­indi og lýð­ræði.

Það sem nú hlýtur því að brenna á kjós­endum Ásmundar og hugs­an­lega kjós­endum fleiri þing­manna stjórn­ar­flokk­anna er hvort atkvæði til þeirra sé hér eftir slík stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við útþenslu­stefnu Rússa.

Nýr heimur - auð­velt val



Sé hægt að selja Rússum áfram fisk án þess að sam­þykkja leynt og ljóst yfir­gang og ofbeldi Kreml­ar­stjórn­ar­innar er það auð­vitað frá­bært. Sá heimur virð­ist hins vegar vera horf­inn að sinni. Val okkar hvoru megin skuli standa í þessum nýja heimi er auð­velt og sjálf­sagt. Það er byggt á sið­ferði­legri afstöðu, virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og lang­tíma­hags­munum Íslands, þó Morg­un­blað­ið, Ásmundur og átak­an­lega margir aðrir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna skilji það ekki enn­þá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None