Velkomin til Ólafsvíkur

Guðmundur Snæbjörnsson
logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Lög­reglan blikk­aði okk­ur. Við litum hissa fyrir aftan okk­ur, og sáum þar rauð og blá ljós­in. Bíll­inn nam staðar fljótt. Við vorum þrír í hon­um. Ég var í aft­ur­sæt­inu, tveir vinnu­fé­lagar mínir í fram­sæt­un­um. Öku­mað­ur­inn í stein­grárri hettu­peysu og metal­hljóm­sveit­ar­bol, hann var með hrafn­svart hár sem náði niður að baki og föl­leit­ur. Lög­reglu­mað­ur­inn kom að bílnum bíl­stjóra­megin og bauð góðan dag.

Hann rabb­aði stutt­lega við öku­mann­inn. Öku­mað­ur­inn spurði hvers vegna við værum stopp­að­ir. Það voru fáleg svör. Hann sagð­ist ekki þekkja bíl­inn. Við værum aðkomu­menn í Ólafs­vík. Öku­mað­ur­inn sagði honum að við værum að vinna hér, værum að mála. Sam­ræð­urnar héldu áfram í þá átt, þar til félagi minn var beð­inn að stíga úr bíln­um. Löggan leit til okk­ar; hún beindi að hinum félaga mínum í  fram­sæt­inu að hafa hend­urnar sperrtar og á hanska­hólf­inu. Ég átti að geyma mín­ar, bein­ar, á hauspúð­anum fyrir framan mig. Fyrst áttum við samt að rétta honum skil­ríkin okk­ar, segja kenni­tölu og saka­fer­il. Það var skip­un, ekki boð.

Við fylgdum skip­unum hans. Annar lög­reglu­maður með­fram vinstri hlið bíls­ins. Hann eygði okkur grun­sam­lega, og gáði eftir grun­semd­ar­munum í gegnum bíl­rúð­urn­ar. Rabbið milli öku­manns­ins og hinnar lögg­unnar var ennþá í gangi. Ég heyrði lítið hvað um var rætt, en mér heyrð­ust þeir ennþá vera að ræða ástæður okkar fyrir dvöl í Ólafs­vík. Ég fékk á til­finn­ing­una að hann héldi að allir sem færu til Ólafs­víkur hlytu að vera lyfj­að­ir.

Auglýsing

Lög­reglan sagði mér, og félaga mínum í fram­sæt­inu að stíga úr bíln­um. Spurn­inga­flaum­ur­inn hélt áfram. Við sögðum að við þyrftum að drífa okkur til Reykja­víkur þennan föstu­dag, því að við áttum að hitta yfir­mann okkar þar um kvöld­ið. Það virt­ist talað fyrir daufum eyr­um. Lög­reglu­mað­ur­inn lagði fyrir okkur afar­kosti: Ef við ját­uðum núna að við værum með fíkni­efni og afhendum þau strax myndi málið klár­ast hér á núll-einni við yrðum bók­aðir og mættum svo halda áfram för okk­ar. Ef þeir þyrftu hins vegar að leita og í fram­haldi þess finndu fíkni­efni myndu þeir fara með okkur niður á stöð. Það væri vesen og tæki langan tíma. Yrðum seint komnir í Reykja­vík. Það var öll rétt­ar­staðan sem okkur var kynnt. Við sögð­umst vera tóm­hent­ir, lag­anna verðir voru vonsviknir að sjá.

Annar lög­reglu­þjónn­inn steig fram. Án fyr­ir­vara stakk hann hönd­unum í níð­þröngan vas­ann á Levis-galla­bux­unum mín­um. Fann ekk­ert. Stakk hönd í hinn níð­þrönga vas­ann. Fann eitt­hvað. Sperrt­ist. Varð aftur slak­ur. Þetta reynd­ist bara vera stein­vala sem ég hafði tínt í Reyn­is­fjöru síð­ustu helgi og gleymt í vas­an­um. Hann henti henni til hlið­ar, steig frá mér og stakk hönd­unum inn á félaga mína. Þetta voru engar lambburð­ar­hend­ur.

Hinn lög­reglu­þjónn­inn byrj­aði þá að ræða við okkur um dag­inn og veg­inn. Rólegt rabb, aðal­lega um hluti sem við höfðum þegar talað um. Við vorum stuttir í svörum, í frekar mik­illi vörn og fúl­lyndir í þokka­bót. Það var skrítið að eiga hálf­gert kaffirabb á meðan félagi hans tók sig til, gekk að bílnum hægra meg­in, opn­aði far­þega­hurð­ina og byrj­aði að tæta í gegnum ferða­tösk­una mína. Ég sá hann þeyt­ast á hundraði í gegnum ”Christ­i­ano Ron­aldo” nær­bræk­urnar mínar og tjónk­aðan peltor­inn minn. Sam­hliða því hélt hin löggan kaffirabb­inu áfram. Tal­aði um feg­urð Snæ­fells­bæjar og skildi lítið hvers vegna und­ir­tektin var ekki meiri. Við fengum á til­finn­ing­una að nær­gætnar spurn­ing­arnar væru leið til að sjá hvort mál­ara­fer­ill okkar væri upp­spuni. Furðu­legt í ljósi þess að við vorum allir með óþvegna máln­ingu, sem hafði skvest yfir okk­ur, vítt og dreift um and­lit­ið.

Að lokum hætti hin löggan að leita bíln­um. Gekk að félaga sínum og mælti fá orð við hann og beindi svo rödd­inni að okk­ur. Sagði í blíðum tón; ”Það er gott að það sé búið að leita á ykk­ur, þá þurfum við ekki að gera það aft­ur”. Þeir kvöddu og keyrðu brott.

Heim­ferðin var furðu­leg. Við skildum ekki hvers vegna við höfðum verið teknir svo hressi­lega í bak­arí­ið. Vorum við svona óvenju dópista­leg­ir? Hafði ein­hver hringt í lögg­una og bent á okkur sem lík­lega glæpa­menn? Eru allir aðkomu­menn sem koma í heim­sókn teknir svona hressi­lega í gegn?

Þetta gerð­ist á föstu­degi. Helgin leið rólega í gegn. Ég keyrði aftur til vinnu í Ólafs­vík að mánu­dags­morgni, gætti þess að vera í víðum buxum og með allar laga­reglur sem vörð­uðu starf­semi lög­regl­unnar á hreinu. Það var ennþá í mér mikil reiði. Ég kíkti á Vísi og Mogg­ann. Þar sá ég loks­ins útskýr­ingu. Um helg­ina hafði farið fram á Hell­issandi lítil hátíð sem hét því gras­lega heiti ”Extreme Chill Festi­val”. Þar var víst sett met í dóp­töku miðað við höfða­fjölda. 200 manns og 29 hand­tök­ur. Vega­tálmar á Ólafs­vík á laug­ar­deg­in­um.

Ég hringdi samt í lög­regl­una á Vest­ur­landi og kvart­aði, vildi skilja þetta bet­ur. Var nauð­syn að taka svona á okk­ur? Eftir langar sam­ræð­ur, þar sem ég hækk­aði mál­róm­inn oftar en gott þyk­ir, fékk ég þá útskýr­ingu að  menn hefðu víst „bara verið komnir í þennan gír“. Ég skil hann vel. Þegar menn eru komnir í réttan gír, þá eru sjálf­sögð mann­rétt­indi og laga­reglur auð­vitað bara fyr­ir. Sama hver fer í gegn, þá er gír­stöngin föst í rök­studdum grun.

Ég veit að það þarf ótví­rætt sam­þykki til að leita á mér eða í bílnum mín­um. Það var sam­þykki sem ég veitti aldrei. Lög­reglan hefði í það minnsta þurft að hafa rök­studdan grun fyrir káf­inu, og leit­ar­heim­ild fyrir bíln­um. Samt gerði ég ekk­ert gegn vald­níðsl­unni, sem fór þarna fram í boð­hætti. Ég held, ég hafi bara verið svo hissa. Ég gat ekki skilið að það væri verið að koma svona fram við mig. Ég hafði nefni­lega verið verka­maður víða, en aðeins glæpa­maður í Ólafs­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None